Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 39
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 35 (Helga Bragadóttir, 2012). Slíkar truflanir geta ógnað öryggi bæði sjúklinga og hjúkrunarfræðinga. Samstarf og traust Mikilvægt er að vera í góðu andlegu jafnvægi og hafa hugann við vinnuna til að auka eigið öryggi og annarra. Andleg vanlíðan, pirringur og vonleysi geta haft áhrif á vinnuna til hins verra. Átök, togstreita og skilningsleysi milli samstarfsaðila og milli deilda geta einnig valdið vanlíðan og óöryggi. Mismunandi aðstæður í vinnunni geta kallað fram ýmist tilfinningu um vellíðan eða vanlíðan. Vellíðan og ánægja fylgir tilfinningunni um að hafa gert vel og hafa yfirsýn, komast yfir það sem á að gera og hafa sinnt sjúklingunum vel. Hins vegar kallar það fram vanlíðan hjá hjúkrunarfræðingum þegar þeim finnst þeir ekki sinna sjúklingum sínum vel. Þeir verða ósáttir við sjálfa sig og sín faglegu störf og þeir hugsa frekar um að hætta. Gott samstarf og teymisvinna, sem byggist á trausti og virðingu fyrir þekkingu og reynslu samstarfsaðila, er eitt mikilvægasta atriðið til að auka vellíðan starfsfólks og þar með öryggi þeirra og sjúklinga (Aðalbjörg Finnbogadóttir, 2006). Samhjálp og stuðningur við erfiðar aðstæður frá samstarfsfólki og yfirmönnum er lykilatriði. Símenntun Símenntun er einn mikilvægasti þátturinn í að viðhalda fagmennsku. Stöðug þróun og tækifæri hjúkrunarfræðinga til að afla sér nýrrar þekkingar og nýta hana á vettvangi er og mikilvægur þáttur í að efla hjúkrunarfræðinga. Styðjandi stjórnendur, þátttaka í gæða­ og umbótastarfi og tækifæri til að hafa áhrif á vinnuumhverfið eykur og á starfsánægju (Aðalbjörg Finnbogadóttir, 2006). Æ meiri kröfur eru gerðar til fagstétta um að viðhalda þekkingu sinni í hröðum heimi tækni, vísinda og þekkingarþróunar. Hjúkrunarfræðingar hafa kallað eftir því að fá símenntun viðurkennda sem hluta af starfi sínu þannig að ákveðinn tími af vinnutíma þeirra sé ætlaður til sí­ og endurmenntunar. Mikilvægt að horfa til þessa þáttar í komandi kjarasamningum þeirra, sér í lagi þar sem tilskipun Evrópu­ sambandsins 2013/55 um viður kenningu á faglegri menntun og hæfi, felur í sér aukna áherslu á símenntun heilbrigðis­ starfsmanna. Lokaorð Hjúkrunarfræðingar skilgreina öryggi sitt í beinum tengslum við öryggi sjúklinganna. Þeir gera sér ríka grein fyrir því að þeir bera ábyrgð á öryggi sjúklinganna og til þess að þeir geti borið þá ábyrgð verða þeir að geta treyst á að umhverfið sé þeim hliðhollt og styðjandi. Þeir óttast ekki að ráða ekki við aðstæður vegna skorts á þekkingu heldur hafa þeir áhyggjur af því að geta ekki ætíð stjórnað aðstæðum og sínu nánasta umhverfi. Þeir gera sér fyllilega grein fyrir því að ef eitthvað kemur fyrir sjúklingana getur það haft áhrif á þeirra eigin framtíð, faglega og persónulega æru, eigið líf og velferð. (Aðalbjörg Finnbogadóttir, 2006; Katrín Blöndal o.fl., 2010). Hjúkrunarfræðingar líta á það sem sína meginskyldu, bæði siðferðilega og faglega, að koma í veg fyrir að sjúklingur skaðist vegna mistaka og óvæntra atvika. Til að geta sinnt þeirri skyldu þarf mönnun, vinnuálag og vinnuumhverfi að styðja við þessa skyldu. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa að huga að því að bæta starfsumhverfi sem heilbrigðisstarfsmönnum er boðið. Það má kallast undarlegt að þær stofnanir, sem eiga að sinna heilsu landsmanna, bjóði starfsfólki sínu upp á áhættusamt og jafnvel heilsuspillandi starfsumhverfi. Hjúkrunarfræðingar þurfa að láta sig varða nánasta starfsumhverfi sitt og láta frá sér heyra varðandi það sem betur má fara. Vaktavinna, álag og ónóg mönnun hjúkrunarfræðinga eru þættir sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun hafa í huga við gerð næstu kjarasamninga. Stór hluti af réttindum starfsfólks er að þeim sé búið starfsumhverfi sem styður þá og eflir en ógnar ekki öryggi þeirra og heilsu og öryggi sjúklinga. Heimildir: Aðalbjörg Finnbogadóttir (2006). Nurses’ lived experience of work safety. Factors that support and threaten nurses’ safety in their hospital work environment. Óbirt lokaverkefni til meistaraprófs við University of Manchester, The Royal College of Nursing, London. Aiken, L.H., Clarke, S.P., Sloane, D.M., Sochalski, J.A. og Silber, J.H. (2002). Hospital nurse staffing and patient mortality, nurse burnout, and job dissatisfaction, JAMA, 288(16), 1987­ 1993. Björg Þorleifsdóttir (2015). Hefur of fljót klukka á Íslandi áhrif á svefnvenjur Íslendinga? Læknablaðið, 101 (fylgirit 82.17). Clarke, S.P., og Aiken, L.H. (2003). Failure to rescue: Needless deaths are prime examples of the need for more nurses at the bedside. American Journal of Nursing, 103(1), 1­6. Eldevik, M.F., Flo, E., Moen, B.E., og Pallesen, S. (2013). Insomnia, exessive sleepiness, exessive fatigue, anxiety, depression and shift work disorder in nursing having less than 11 hours in­between shifts, PLOS ONE, 8(8). Helga Bragadóttir (2012). Mögulegir áhrifaþættir atvika í heilbrigðisþjónustu. Sótt á http:// www.visir.is/mogulegir­ahrifathaettir­atvika­i­ heilbrigdisthjonustu/article/2012712129989. Helga Bragadóttir, Björk Sigurjónsdóttir og Heiður Hrund Jónsdóttir (2014). Óframkvæmd hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi: Lýsandi rannsókn. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 90(4), 40­49. Katrín Blöndal, Bergþóra Eyjólfsdóttir og Herdís Sveinsdóttir (2010). Að vinna margslungin verk af fagmennsku í breytilegu umhverfi: Um störf hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 86(1), 50­56. Rogers, A.E., Hwang, W.T., Scott, L.D., Aiken, L.H., og Dinges, D.F. (2004). The working hours of hospital staff nurses and patient safety. Health Affairs, 23(4), 202­212. Hjúkrunarfræðingar líta á það sem sína meginskyldu, bæði siðferðilega og faglega, að koma í veg fyrir að sjúklingur skaðist vegna mistaka og óvæntra atvika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.