Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 16
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201512 Þetta er mér ekkert sérstaklega erfitt, „að komast í gírinn“. Ég á líka auðvelt með að tala um þá hluti sem ég upplifi og það hjálpar vafalaust til. Mér finnst ég ekki burðast með erfiða reynslu á bakinu þó að ég hafi komið að hræðilegum aðstæðum. Ég tel að það henti mér ágætlega að standa í þessu.“ Litríkur ferill Þarf sérstaka manngerð í svona störf? „Að upplagi er fólk mjög mismunandi hvað þetta varðar. Það fer eftir því hvað fólk er með í farteskinu. Um getur verið að ræða eitt einstakt atvik úr fortíðinni sem ekki hefur náðst að vinna úr. Það atvik getur svo kveikt á endurminningum sem gerir fólk ókleift að vinna við tilteknar aðstæður. Það eru mörg dæmi um slíkt. Þess ber að geta að lokaverkefni mitt í hjúkrun var einmitt um slíkt. Við Steinunn Blöndal, bekkjarsystir mín, skrifuðum lokaverkefnið saman þar sem við fjölluðum um erfiða reynslu björgunarsveitarmanna og hvernig þeim hafði gengið að vinna úr henni. Steinunn er í dag ljósmóðir með mikla starfsreynslu á gjörgæsludeildum. Þjálfun björgunarsveitamanna miðar öll að þessu.“ Er þetta hugsjónastarf? „Já, menn þurfa að koma sér sjálfir upp búnaði og öðru á eigin kostnað, áhuginn þarf því að vera mikill. Björgunarsveitirnar borga þó fyrir ferðalögin og þjálfunina fá menn frítt. Tveggja ára þjálfun í björgunarsveitum sigtar út þá sem eiga erindi í þetta starf. Margir af mínum bestu félögum eru ferðafélagar úr björgunarsveitum. Það er hópur sem hefur lent í ýmsu saman og verið mikið á fjöllum.“ En hvað með hinn eiginlega starfsferil þinn? „Eftir eins vetrar starf við sjúkrahúsið á Akureyri vann ég við leiðsögn. Á Akureyri vorum við hjónin í tvö ár. Seinni veturinn kenndi ég meinafræði, líffræði og lífeðlisfræði við Verkmenntaskólann á Akureyri. Þarna var skólinn að stíga sín fyrstu skref í fjarkennslu og var gaman að taka þátt í því. Mér fannst gaman að kenna. Þarna nýtti ég mér vel hjúkrunarnámið. Eftir að við fluttum aftur suður til Reykjavíkur fór ég að vinna hjá Pharmaco sem lyfjakynnir. Þar var ég í tvö ár og þar kom menntun mín sem hjúkrunarfræðingur mér að góðu gagni. Þetta var spennandi tímabil en eftir tvö ár var ég farinn að endurtaka mig og þá vildi ég hætta. Í kjölfarið var mér boðin vinna hjá fyrirtækinu Flögu sem þróaði og hannaði tæki og hugbúnað til svefnrannsókna. Enn kom mér menntun mín sem hjúkrunarfræðingur að gagni. Eftir tveggja ára starf hjá Flögu fór ég aftur í leiðsögn og ákvað fljótlega að skrifa bók sem út kom 2004 og heitir Gengið um óbyggðir. Bókina skrifaði ég á einu og hálfu ári með öðrum störfum. Þetta var ein fyrsta bókin sem fjallaði um gagnlegar leiðbeiningar fyrir slík ferðalög. Haustið 2004, í kjölfar útgáfu bókarinnar, fluttumst við fjölskyldan til Gautaborgar þar sem konan mín var að fara í framhaldsnám og ég tók að mér að ritstýra tímaritinu Útiveru. Við höfðum þá eignast þrjú börn, fædd 1994, 1998 og 2000. Fjölskyldan flutti svo heim aftur 2006 um haustið, þá fór ég að vinna á skrifstofu Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Þar kom ég að skipulagi gönguhópa sem síðan hafa orðið æ vinsælli á meðal almennings og nú má segja að enginn sé maður með mönnum nema hann sé í gönguhóp og sífellt að þvælast upp um fjöll og firnindi. Við þetta starfaði ég til ársins 2009 þegar ég ákvað að hætta sem fastur starfsmaður á skrifstofunni og skrifa aðra bók. Þá settist ég niður og skrifaði Fjallabókina en var með annan fótinn í leiðsögn. Það tók mig fjögur ár, með öðru, að skrifa þá bók, en hún kom út fyrir rösku ári og var mjög vel tekið, var m.a. tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Síðan hef ég verið í leiðsögn en ákvað í haust að stofna mitt eigið fyrirtæki.“ Hreyfing úti við mikilvæg „Mínar ær og kýr eru að vekja fólk til áhuga um hvers kyns hreyfingu og þýðingu hennar. Lýðheilsumál eru mér ofarlega í huga. Má vera að sá áhugi sé sprottinn af hjúkrunarnáminu. Ég hef trú á gagnsemi hreyfingar og held að hreyfiseðlar í stað eða með lyfjum hafi sannað sig. Hitt er svo annað, sem ekki virðist síður mikilvægt, en það er hvar hreyfingin á sér stað. Það virðist með öðrum orðum skipta máli, sérstaklega fyrir andlega heilsu okkar, að hreyfingin fari fram utandyra og helst í náttúrulegu umhverfi en ekki manngerðu. Rannsóknir sýna að sláandi munur er á líðan þeirra sem hreyfa sig inni við í heilsurækt eða ganga um í verslunarmiðstöðvum og þeirra sem hreyfa sig úti við, útivistarfólki í vil. Hreyfing í heilsuræktarstöðvum hjálpar vissulega hjartanu að pumpa en hreyfing úti við bætir miklu meira við andlega heilsu. Ég tel því að það skipti miklu að Jón Gauti á heimili sínu í Skerjafirði. Maðurinn með sólgleraugun er Helgi Egilsson en svo skemmtilega vill til að hann er einnig hjúkrunarfræðingur og fjallaleiðsögumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.