Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201554 ÚTDRÁTTUR Tilgangur: Víða erlendis hafa háskólanemendur aðgang að heilbrigðisþjónustu sem er sérstaklega ætluð þeim. Tilgangur þessarar könnunar meðal nemenda við Háskóla Íslands var að skoða þörf þeirra fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku. Aðferð: Rafræn könnun var lögð fyrir 9744 nemendur við háskólann vorið 2011 sem voru á póstlista. Spurningalistinn var saminn af vinnuhópi sem í voru fulltrúar frá öllum deildum Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Stuðst var við lýsandi tölfræði við gagnagreiningu. Niðurstöður: Alls bárust svör frá 1487 þátttakendum, 1427 íslenskumælandi og 60 enskumælandi, og gefa svörin því mynd af viðhorfum 15,2% nemenda við skólann. Úrtakið endurspeglar einkum viðhorf kvenstúdenta og nema í grunnnámi. Tæplega 40% íslensku nemanna og um 70% þeirra erlendu höfðu ekki heimilislækni á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýndu að meirihluti þeirra þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda á árinu fyrir könnunina en rúmlega helmingur beið með að leita eftir heilbrigðisþjónustu og var meginástæða þess kostnaður. Um þriðjungur íslensku nemanna og fimmtungur þeirra erlendu sögðust eiga í fjárhagsvanda. Um 92% þeirra íslensku og allir erlendu nemarnir sögðust mundu leita á móttöku þar sem þjónustan væri veitt af nemendum skólans undir leiðsögn kennara. Báðir hóparnir vildu hafa aðgang að fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að þeir háskólanemendur, sem þátt tóku í könnuninni, hafi mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku. Kostnaður hefur hvað mest hindrað þá í að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Jafnframt er stór hópur án heimilislæknis, einkum sá erlendi, og hefur því ekki greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum. Lykilorð: Heilbrigðismóttaka fyrir háskólanema, þarfagreining, háskólanemar. INNGANGUR Víða erlendis, til að mynda í Svíþjóð og Bandaríkjunum, hafa háskólanemendur aðgang að heilbrigðisþjónustu á sérstökum móttökum. Í Svíþjóð eru til dæmis starfræktar móttökur fyrir nemendur við háskólana í Stokkhólmi, Umeå og Gautaborg (Akademihälsan studenthälsovård, e.d.; Stockholm Student Health Unit, 2013; Umeå University, 2012). Í Svíþjóð er þessi heilbrigðisþjónusta skilgreind sem viðbótarþjónusta við þá heilsugæsluþjónustu sem til staðar er í landinu. Það er mismunandi hvaða þjónusta er í boði á þessum göngudeildum og hvaða heilbrigðisstarfsmenn eru starfandi þar en alls staðar miðast hún við að bæta heilsu háskólanemenda. Við háskólann í Minnesota hefur verið starfrækt heilbrigðisþjónusta fyrir háskólanemendur (Boynton Health Service, BHS) frá árinu 1918 (Ehlinger, 2003). Sú þjónusta hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina en er um þessar mundir alhliða heilbrigðisþjónusta veitt af þverfræðilegum hópi heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru starfandi Sóley S. Bender, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðideild Háskóla Íslands Þorvarður Jón Löve, læknadeild Háskóla Íslands Ólöf Guðný Geirsdóttir, matvæla­ og næringarfræðideild Háskóla Íslands Andri S. Björnsson, sálfræðideild Háskóla Íslands Inga B. Árnadóttir, tannlæknadeild Háskóla Íslands Helga Gottfreðsdóttir, námsbraut í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands Sigrún Vala Björnsdóttir, námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands Urður Njarðvík, sálfræðideild Háskóla Íslands ER ÞÖRF Á SÉRSTAKRI HEILBRIGÐISMÓTTÖKU FYRIR HÁSKÓLANEMENDUR? ENGLISH SUMMARY Bender, S.S., Blöndal, A.B., Löve, Þ.J., Geirsdottir, O.G., Björnsson, A.S., Arnadottir, I.B., Gottfredsdottir, H., Björnsdottir, S.V, Njardvik, U. The Icelandic Journal of Nursing (2015), 91 (1), 54­60 IS THERE A NEED FOR A SPECIAL HEALTH SERVICE FOR UNIVERSITY STUDENTS? Purpose: In many neighbouring countries university students have access to health services which are specially geared to their needs. The purpose of this survey among university students at the University of Iceland was to explore their need for a special health service. Method: The online survey was administered to 9744 students at the university in the spring of 2011 who were registered e­mail recipients, both Icelandic and English­speaking. The questionnaire was developed by a working group which consisted of representatives from all the faculties at the School of Health Sciences. Data were analysed by descriptive statistical methods. Results: There were 1487 participants who responded, 1427 Icelandic and 60 English­speaking representing 15,2% of the university student population. The sample represents especially the attitudes of undergraduate and female students. Almost 40% of the Icelandic students and nearly 70% of the English­speaking students did not have a family practitioner in the capital area. The results showed that the great majority of respondents had needed health services in the year before the study took place. More than half of them reported that they had postponed seeking health services citing cost as the main reason. About 92% of the Icelandic students and all of the foreign students reported that they would attend a health clinic which was provided by university students under supervision. Both groups would like to have access to various health care services. Conclusions: The results indicate that university students who answered the questionnaire had a great need for special health clinic. Costs of service had mainly prevented them from seeking health care services. Additionally, the proportion of students without a family practitioner is high, especially among the foreign students, which is a further hindrance regarding access to primary health care services. Key words: Student health service, needs assessment, university students. Correspondance: ssb@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.