Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 47 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER heilbrigt, gott og gefandi kynlíf en frjósemisheilbrigði lýtur að frjósemisþættinum, þ.e. að fólk sé fært um að eiga ábyrgt kynlíf en hafi jafnframt frjálsræði til að ákveða hvort, hvenær og hversu oft það vilji eignast börn. Landskönnun meðal íslenskra unglinga á aldrinum 18­20 ára unglinga árið 2009 leiddi í ljós að við 13 ára aldur sögðust 4,6% vera byrjuð að stunda kynlíf en það hlutfall var komið í 17,7% við 14 ára aldur (Sóley S. Bender, 2012). Slíka aukningu á kynferðislegri virkni milli þessara aldurshópa má einnig sjá í erlendum rannsóknum (Coyle o.fl., 2004; Thomas o.fl., 1998). Það hefur sýnt sig um langt skeið að fleiri ungar íslenskar stúlkur (19 ára og yngri) eignast börn heldur en kynsystur þeirra á Norðurlöndum (Bender o.fl., 2003; NOMESCO, 2013) og eiga að jafnaði fleiri rekkjunauta (Kjaer o.fl., 2011). Auk þess eru klamydíusýkingar algengastar hér á landi (NOMESCO, 2013). Markviss notkun getnaðarvarna er lykilatriði til varnar ótímabærum þungunum og er smokkurinn einkar mikilvægur til að minnka líkurnar á kynsjúkdómasmiti. Í alþjóðlegri rannsókn á heilbrigði skólabarna (Health Behaviour of School Children, HBSC) á árunum 2009­2010 kom í ljós að hlutfall 15 ára unglinga á Íslandi, sem notuðu smokkinn við síðustu samfarir, var um 67% en var að meðaltali um 87% í Eistlandi, Lúxemborg, Grikklandi og Frakklandi þar sem notkunin var mest (Currie o.fl., 2012). Samkvæmt þessum upplýsingum er greinilegt að bæta má kynheilbrigði unglinga og ein leið til þess er að veita markvissa og gagnreynda kynfræðslu í skólum. Engin heildarúttekt hefur verið gerð á kynfræðslu (eða kynheilbrigðiskennslu) í grunnskólum á Íslandi en hún getur verið mjög mismunandi eftir skólum. Í nýrri aðalnámskrá grunnskóla, þar sem fjallað er um heilbrigði og velferð, segir: „Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra“ (Mennta­ og menningarmálaráðuneytið, 2013, bls. 23). Það er því mikilvægt í skólum landsins að leggja áherslu á kynheilbrigði. Aðeins er til hér á landi ein rannsókn þar sem skoðaður hefur verið árangur af alhliða kynfræðslunámsefni. Er það rannsókn á námsefninu Kynfræðsla: Lífsgildi og ákvarðanir sem gert var fyrir meira en tveimur áratugum (Sóley S. Bender, 2012). Það námsefni var gefið út árið 1991 en hefur ekki verið endurskoðað og þótti því nauðsynlegt að semja nýtt kynfræðsluefni sem byggðist á þessu námsefni en jafnframt á gæðastöðlum og alþjóðlegum leiðbeiningum. Þörf er á kynfræðsluefni hér á landi sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Rannsóknir sýna að með því að bjóða upp á vandaða alhliða kynfræðslu er hægt að hafa áhrif á þætti sem stuðla að bættu kynheilbrigði hvað varðar viðhorf og þekkingu unglinga en einnig er lýtur að kynhegðun þeirra (Carvajal o.fl., 1999; Coyle o.fl., 2004; Kirby o.fl., 2004; Kirby o.fl., 1991; Tortolero o.fl., 2010; Zimmerman o.fl., 2008). Á meðal þátta, sem sérfræðingar telja einna auðveldast að vinna með og breyta, eru þekking og viðhorf unglinganna sjálfra til kynlífs, skynjun þeirra á viðhorfum jafningja, innri löngun (hvatning) þeirra til að fyrirbyggja þungun eða kynsjúkdómasmit og trú þeirra á eigin getu (Kirby og Lepore, 2007). Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta árangur nýs alhliða kynfræðsluefnis, Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis, í 8. bekk í einum grunnskóla í Reykjavík. Lagðar voru eftirfarandi rannsóknarspurningar til grundvallar rannsókninni: • Er þekking nemenda meiri í lok kynfræðslunnar en við upphaf hennar? • Hafa viðhorf nemenda til kynheilbrigðis breyst í lok kyn­ fræðslunnar miðað við upphaf hennar? • Er munur á kynjum við upphaf og lok kynfræðslunnar varðandi þekkingu og viðhorf til kynheilbrigðis? • Eiga nemendur auðveldara með að ræða við foreldra um kynferðismál að eigin mati í lok kynfræðslunnar miðað við upphaf hennar? • Er einhver breyting á kynhegðun nemenda fyrir og eftir kynfræðsluna? AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin var íhlutandi og var spurningalisti lagður fyrir sömu nemendur í upphafi og undir lok kynfræðslunnar. Úrtak Valinn var einn árgangur í 8. bekk í einum grunnskóla í Reykjavík haustið 2010. Nemendurnir, sem tóku þátt í kynfræðslunni, voru samtals 141 og voru þeir í sex bekkjardeildum. Af þeim tók 101 þátt í báðum könnununum. Fræðsluíhlutun Í greininni Ferlismat á nýju kynfræðsluefni fyrir unglinga, sem birtist í Tímariti hjúkrunarfræðinga 2012, var gerð ítarleg grein fyrir fræðsluíhlutuninni (Sóley S. Bender, 2012) og því verður hér aðeins fjallað um meginatriði hennar. Samið var heildstætt átta kennslustunda kynfræðsluefni sem byggt var á alhliða kynfræðsluefninu Kynfræðsla: Lífsgildi og ákvarðanir sem var tekið upp í efstu bekkjum grunnskólans hér á landi árið 1991. Jafnframt var stuðst við gæðastaðla um kynfræðsluefni sem byggjast á viðamiklum rannsóknum á árangri af kynfræðslunámsefnum (Kirby, 2001, 2002; Kirby o.fl., 2007). Að auki var stuðst við alþjóðlegar leiðbeiningar eins og frá kynfræðslusamtökum í Bandaríkjunum (SIECUS) (National Guidelines Task Force, 2004). Námsefnið byggist á hugmyndafræði um kynheilbrigði, seiglu og félagsmótun. Þegar hefur verið gerð grein fyrir hugmyndafræðinni í fyrrnefndri grein frá 2012. Megináherslur kynfræðslunnar byggðust á fjórum efnisþáttum sem voru: 1) Sjálfsmynd, 2) Samskipti, 3) Kynjamunur og 4) Kynheilbrigði. Innan efnisþáttar um Sjálfsmynd var lögð áhersla á styrkleika og virðingu, innan Samskipta var fjallað um samræður og ákvarðanir, innan Kynjamunar var farið í breytingar á unglingsárum og jafnrétti og í síðusta efnisþættinum um Kynheilbrigði var lögð áhersla á ábyrgð og sjálfsstjórn. Tilgangur þessa námsefnis var að stuðla að kynheilbrigði unglinga og var það undirtónn hverrar kennslustundar. Stuðst var við fjölbreyttar kennsluaðferðir sem byggðust að stærstum hluta á því að virkja nemendur í hópvinnu. Með þátttöku í hópum fengu þeir tækifæri til að tjá sig um kynheilbrigðismál í gegnum fjölþætta verkefnavinnu. Matstæki Til grundvallar rannsókninni var lagður spurningalisti sem var forprófaður árið 1995 (Ragnheiður Eiríksdóttir, 1995). Hann var endurskoðaður vegna breyttra áherslna námsefnisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.