Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201516 „7 góð ráð“ við hjúkrun Parkinsonsjúklinga Í eftirfandi köflum verður fjallað um sjö góð ráð til þess að auka gæði þjónustu við Parkinsonsjúklinga. Fyrir yfirlit yfir þessi ráð, sjá mynd 1. Ráð 1: Gefið alltaf lyfin á réttum tíma Lyfjameðferð er lífsnauðsynleg við með­ höndlun Parkinsonveiki. Fyrstu árin eftir greiningu er hægt að gleyma stöku lyfjaskammti án þess að það valdi breytingu á hreyfifærni. Með árunum þarf að fjölga lyfjaskömmtum og bæta við lyfjum (Henriksen o.fl., 2012). Sumir taka lyf allt að 8­9 sinnum á dag og þurfa lyfin á ákveðnum tímum til þess að koma í veg fyrir skyndistirðleika, kyngingartregðu og byltur. Hefðbundnir tímar lyfjagjafar á stofnunum eiga því ekki við. Við móttöku Parkinsonsjúklinga þarf þess vegna að: • útvega Parkinsonlyf strax, það má ekki bíða til næsta dags, • tryggja að lyf séu rétt skráð, • merkja lyfjabakka með skærgulum Parkinsonlyfjamiða „Get it on time“ eða nota aðra áminningu, • ekki láta sjúkling hætta skyndilega á Parkinson lyfjum, til dæmis ef hann þarf að fasta, getur ekki borðað með eðli­ legum hætti eða þarf að fara í rannsóknir. Þurfi sjúklingur að fasta vegna aðgerðar eða rannsóknar er mikilvægt að laga lyfjagjöfina að föstunni vegna hættu á Parkinsonkreppu sem er lífshættulegt ástand. Sjá töflu 3 fyrir yfirlit yfir helstu einkenni, orsakir og meðferð við Tafla 2. Skilgreining á einkennum sem fylgja Parkinsonveiki og meðferð hans. Einkenni Skilgreining Hvíldarskjálfti (e. rest tremor) Einkennist af rykkjóttum kippum sem hverfa eða minnka við hreyfingu. Undir þetta flokkast einnig svokallað „töflunudd“ (e. pillrolling) sem er hvíldarskjálfti sem aðallega sést í höndum og fingrum – lítur út eins og sjúklingur sé að nudda töflu á milli vísifingurs og þumalfingurs. Streita og kvíði geta magnað upp skjálftann. Ofhreyfingar (e. dyskinesia) Einkennast af hringlaga (e. choreatiskum) ósjálfráðum hreyfingum sem geta komið fram í öllum líkamanum. Hreyfingarnar eru aukaverkanir af lyfjum sem innihalda levódópa. „On­off“­sveiflur Lýsir skyndilegum sveiflum í hreyfigetu sem ekki samræmast tíma lyfjagjafar eða verkun lyfja. Þegar einstaklngur er „on“ getur hann hreyft sig. „Off“­einkenni eru kröftug einkenni sem hamla hreyfingum sjúklings töluvert eða alveg. Þessi einkenni koma skyndilega og endast oftast frá 1/2 klukkustund upp í margar klukkustundir. „On“ og „Off“ má líkja við að það sé kveikt eða slökkt á ljósarofa. Parkinsonkreppa Lífshættulegt ástand sem skapast annaðhvort þegar lyfjagjöf er skyndilega hætt eða vegna aukaverkana af róandi lyfjum og geðrofslyfjum. Einkennin eru mikill vöðvastirðleiki, skert meðvitund, hiti > 38,5° C, mikill sviti, óstöðugur blóðþrýstingur og hraður hjartsláttur. Skynditregða á hreyfigetu (e. frost) Er tímabundinn missir á hæfileikanum til að hefja eða viðhalda hreyfingu. Getur varað í nokkrar sekúndur eða í sumum tilfellum í nokkrar mínútur. Þetta gerist skyndilega, sérstaklega þegar sjúklingur er á göngu, og lýsir sér þannig að fæturnir „límast“ við gólfið. Samfara þessu skerðist geta hans til þess að tala, skrifa og jafnvel að depla augunum. „Wearing off“ Áhrif síðustu lyfjagjafar dvína og aukin hreyfieinkenni koma fram áður en næsti lyfjaskammtur byrjar að virka. Heimildir: Danmodis (2011); Marianne E. Klinke (2006); Matusch o.fl. (2009). Tafla 3. Parkinsonkreppa: Einkenni, orsakir og meðferð. Einkenni Orsakir Meðferð Aðaleinkenni eru: Mikill vöðvastirðleiki Minnkuð meðvitund Hiti > 38,5 °C Mikill sviti Óstöðugur blóðþrýstingur Hraður hjartsláttur Stirðleikinn getur leitt til hækkunar á kreatín­ fosfókínasa. Einnig sést oft fjölgun á hvítum blóðkornum. • Parkinsonlyfjagjöf er skyndilega hætt. • Notkun geðrofslyfja/ róandi lyfja (e. neuroleptics) sem geta truflað starfsemi dópamíns. Einkenni koma þá fram 2­15 dögum síðar. Líklega þarf sjúklingurinn á gjörgæslueftirliti að halda; meðhöndla blóðrásar­ og öndunartruflanir. Fyrsta meðferð: • Setja aftur inn levódópalyf í sömu skömmtum og áður. Ef sjúklingurinn er ófær um að kyngja töflum má gefa lyfin í gegnum magaslöngu. • Hætta geðrofslyfjum. Framhaldsmeðferð: Tryggja vökvajafnvægi og leiðrétta saltbúskap. Hitalækkandi meðferð. Tryggja næga næringu, fyrirbyggja blóðtappa, legusár, lungnabólgu og svo framvegis. Heimild: Matusch o.fl. (2009).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.