Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201534 og á þetta einnig við hér á landi. Aukið álag má rekja í meginatriðum til skorts á hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki, veikari sjúklingum og styttri legutíma. Einnig hafa þættir eins og skipulag á deildinni og verkefni hjúkrunarfræðinga áhrif hér á. Til eru margar rannsóknir, bæði innlendar og erlendar, sem fjallað hafa um álag í starfi hjúkrunarfræðinga og áhrif þess á starfsánægju og kulnun. Í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga birtist grein eftir Helgu Bragadóttur og fleiri (2014) um óframkvæmda hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi. Kom þar fram að helsta ástæða þess að hjúkrun var ekki framkvæmd tengdist mannafla og voru algengustu ástæðurnar ófyrirséð fjölgun sjúklinga, aukin hjúkrunarþyngd á deildinni, versnandi ástand sjúklings, of fátt starfsfólk og ónógur fjöldi aðstoðarfólks. Óframkvæmd hjúkrun getur valdið fjölgun óvæntra atvika og getur þannig skilið á milli lífs og dauða. En þrátt fyrir ónóga mönnun og sífellt aukið álag er hjúkrunarfræðingum gert að sinna auk sérhæfðra hjúkrunarstarfa ýmsum störfum sem ekki krefjast sérþekkingar eða hæfni þeirra. Má þar nefna ritarastörf, störf í býtibúri og skoli og jafnvel þrif sem annað starfsfólk ýmist hefur séð um eða getur tekið að sér. Slík nýting sérhæfðs vinnuafls er ekki merki um góða stjórnunarhætti og ætti löngu að vera aflögð en því miður er ekki svo. Það er illa farið með mannauðinn ef meistaramenntaður hjúkrunarfræðingur með langa starfsreynslu er látinn leysa af í býtibúri eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fékk vísbendingu um nýverið. Vinnutími Til að takast á við skort á hjúkrunar­ fræðingum er aukin krafa gerð til hjúkrunarfræðinga um að þeir vinni meira, bæði lengri vaktir og fleiri aukavaktir og meiri yfirvinnu. Langur vinnutími er hins vegar álitinn ein stærsta ógnunin við öryggi sjúklinga og hjúkrunarfræðinga. Sýnt hefur verið fram á að hætta á mistökum eykst eftir því sem vinnutími lengist og hafa þættir eins og lengd vakta, yfirvinna og fjöldi vinnustunda á viku áhrif þar á. Lengd vakta hefur mikil áhrif og hætta á mistökum eykst um allt að þriðjung ef vaktin stendur lengur en tólf og hálfa klukkustund (Rogers o.fl., 2004). Áhrif vaktavinnu hafa verið skoðuð af ýmsum fræðimönnum undanfarin ár. Má segja að áhrifin séu mörg og margvísleg. Má þar nefna áhrif á svefn og gæði svefns. Fjöldi rannsókna sýnir sterk tengsl milli of stutts svefns og margháttaðra heilsufarsvandamála, svo sem offitu og sykursýki (Björg Þorleifsdóttir, 2015). Vaktavinna hefur ekki eingöngu áhrif á líkamlega heilsu heldur er hún einnig talin hafa neikvæð áhrif á andlega og félagslega líðan og velferð hjúkrunarfræðinga, sérstaklega þeirra sem vinna á þrískiptum vöktum og skipta ört milli vakta. En með breyttu vaktar­ fyrirkomulagi má hafa áhrif á þessa þætti til betri vegar (Eldevik o.fl., 2013). Þreyta og svefnleysi getur haft áhrif. Til eru rannsóknir sem fjalla um þreytu hjúkrunarfræðinga og afleiðingar hennar á öryggi sjúklinga og gæði þjónustu. Ör skipti milli morgun­, kvöld­ og næturvakta draga úr svefni milli vakta og það veldur svefnleysi, syfju og þreytu (Eldevik o.fl., 2013). Áhyggjur af því að gera mistök í öllu annríkinu geta valdið streitu sem hefur áhrif á andlega líðan og dregur úr hvíld og svefni (Aðalbjörg Finnbogadóttir, 2006; Eldevik o.fl., 2013). Hvíld hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna er því afar mikil­ vægur þáttur í að auka bæði öryggi sjúklinga og eigið öryggi. Í vinnutilskipun Evrópusambandsins segir að allir starfs­ menn skulu fá viðunandi hvíldartíma og er hvíld skilgreind í tímaeiningum. Þar segir meðal annars að vinnutíma skuli haga þannig að á 24 klukkustunda tímabili skuli starfsmaðurinn fá að minnsta kosti 11 klukkustunda samfellda hvíld. Í kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er að finna nánari útfærslu á daglegum hvíldar tíma og skipulagi vinnutíma í takt við tilskipun Evrópusambandsins. Þar er að finna ákvæði um undanþágu frá lágmarks­ hvíldinni. Félagið hefur um árabil viljað afnema þessa undanþágu en hefur ekki fengið hljómgrunn fyrir því hjá viðsemjendum. Athyglisvert er að velta fyrir sér af hverju stjórnvöld eru tilbúin til að samþykkja afslátt á hvíldartímaákvæðum heilbrigðisstarfsmanna en setja á sama tíma strangar reglur um hvíldartíma í fólksflutningum þar sem starfsmenn, hvort heldur eru í heilbrigðisþjónustu eða fólksflutningum, eru með mannslíf í höndunum, þó með ólíkum hætti sé. Þau rök að það skorti mannafla til að veita viðunandi hvíld í heilbrigðiskerfinu eru ekki nægjanleg þar sem mistök, sem rekja má til of lítillar hvíldar, geta verið alvarleg og valdið bæði sjúklingi og starfmanninum sjálfum óbætanlegum skaða. Vinnuaðstæður Húsnæðið og aðstæður á vinnustað flokkast undir vinnuumhverfi. Ef húsnæðið er lítið og þröngt, lekt og smitað af myglusvepp má jafnvel kalla það heilsuspillandi. Slæm vinnuaðstaða og þrengsli skapa hættu á mistökum og geta valdið starfsmönnum heilsutjóni. Lyfjatiltekt og lyfjagjöf er stór þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga. Þeir þekkja vel til hættu á mistökum tengdum lyfja­ gjöfum og hafa erlendar rannsóknir sýnt að truflanir við lyfjagjafir geta aukið líkur á mistökum um allt að 12%. Því skiptir miklu máli að aðstaða til lyfjatiltektar sé í góðu lagi. Rannsóknir Helgu Bragadóttur og fleiri hafa sýnt að hjúkrunarfræðingar verða fyrir mjög miklum truflunum í starfi sínu en þær geta haft áhrif á öryggi sjúklinga. Í niðurstöðum rannsókna hennar og fleiri á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítala kom í ljós að lyfjavinna hjúkrunarfræðinga var rofin að meðaltali 11 sinnum á hverri vakt Hvíld hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna er því afar mikil vægur þáttur í að auka bæði öryggi sjúklinga og eigið öryggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.