Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 37
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 33 Undanfarin ár hafa margir íslenskir hjúkrunar fræðingar starfað erlendis. Hafa þeir ýmist ráðið sig tímabundið og ferðast reglulega á milli landanna eða flutt búferlum. Frá ársbyrjun 2008 fram á mitt ár 2013 fengu tæplega 500 íslenskir hjúkrunar fræðingar starfsleyfi í Noregi. Afar mikilvægt er fyrir heilbrigðis­ þjónustuna í landinu að þessi atgervisflótti verði stöðvaður sem allra fyrst. Auk hækkunar launa hefur vinnuumhverfið mikið að segja þegar hjúkrunarfræðingar velja sér starfsvettvang. Því er nauð­ synlegt að skoða vinnuumhverfið og á hvern hátt megi bæta það í komandi kjara samningum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga En hvað er starfsumhverfi? Er það bara húsnæðið sem unnið er í eða er það eitthvað meira? Hvernig hefur það áhrif á starfsánægju og öryggi starfsfólks og sjúklinga þeirra? Til starfsumhverfis má telja þætti sem hafa áhrif á öryggi bæði starfsfólks og sjúklinga, svo sem mönnun, vinnuálag, vinnutíma, aðstæður á vinnustaðnum, tækjabúnað, verklagsreglur, sýkingavarnir, ræstingar, þrif auk ýmissa annarra umhverfisþátta eins og hávaða og lýsingu. Þá má einnig telja til starfsumhverfis mikilvæga þætti eins og samvinnu, traust, stuðning og síðast en ekki síst möguleika á símenntun og þróun í starfi. Eitt af grundvallaratriðum í gæðum þjónustu er öryggi sjúklinga og starfs­ fólks. Þrátt fyrir það er starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar víða gert erfitt fyrir að veita sjúklingum örugga og góða þjónustu þar sem vinnustaðurinn tryggir ekki öryggi þeirra sem þar starfa. Það er því mikilvægt að huga að helstu þáttum starfsumhverfisins og skoða á hvern hátt þeir hafa áhrif á öryggi hjúkrunarfræðinga og sjúklinga. Mönnun hjúkrunarfræðinga Skortur á starfsfólki á heilbrigðisstofnunum er alþjóðlegt vandamál sem hefur veru­ leg áhrif á öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar eins og margar innlendar og erlendar rannsóknir hafa staðfest undan­ farin ár. Það er ekki eingöngu öryggi sjúklinga sem er ógnað í núverandi ástandi heldur einnig öryggi starfs fólksins. Mönnun er afar mikilvægur þáttur þegar kemur að öryggi sjúklinga. Til að hjúkrunar fræðingar geti sinnt sjúklingum sínum á þann hátt að öryggi þeirra sé sem best tryggt þarf að gæta þess að þeir séu ekki látnir annast of marga sjúklinga á hverri vakt. Fjöldi hjúkrunarfræðinga og hæfni þeirra hefur áhrif á öryggi sjúklinganna. Lágt hlutfall sjúklinga á hvern hjúkrunarfræðing og hátt hlutfall hjúkrunar fræðinga í starfshópnum eru þeir tveir grundvallarþættir sem taldir eru auka öryggi. Eftir því sem hjúkrunar­ fræðingur þarf að annast fleiri sjúklinga minnka möguleikar hans á að sinna þeim á fullnægjandi hátt og hætta eykst á því að það bitni á sjúklingum með ófyrirséðum afleiðingum, jafnvel ótíma­ bærum dauða eins og rannsóknir Lindu Aiken og hennar samstarfsmanna benda til (Aiken o.fl., 2002; Clarke og Aiken, 2003). En ekki er nóg að huga að fjöldanum eingöngu, samsetning hópsins skiptir einnig máli. Hæfilegur fjöldi hjúkrunar­ fræðinga á vakt og rétt samsetning með tilliti til reynslu, þekkingar og hæfni skiptir líka máli. Þannig þarf að setja óreynda hjúkrunarfræðingar á vakt með reyndum og svo framvegis. Ef mikið er um tímabundið vinnuafl eða umsetning hjúkrunarfræðinga er ör á deildinni getur það dregið úr öryggi þar sem þeir ná ekki að kynnast hvorki sjúklingum né starfsemi deildanna sem þeir vinna á. Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga hefur bent á þetta og hvatt stofnanir til að leggja áherslu á að manna með stöðugu vinnuafli í stað þess að treysta á tímabundið vinnuafl. En hvað er nægur fjöldi hjúkrunarfræðinga? Um þá skilgreiningu hefur mikið verið rætt á undanförnum árum og sýnist sitt hverjum. ICN bendir réttilega á að ekki er hægt að tala um neina eina skilgreiningu á nauðsynlegum fjölda hjúkrunarfræðinga sem gildir alls staðar. Ekki eru allir á eitt sáttir með hvaða leið skuli valin og hverjir eigi að ákveða fjöldann en það er alveg ljóst að einhver viðmið verður að setja hér á landi um lágmarksfjölda hjúkrunarfræðinga til að tryggja öryggi bæði sjúklinga og hjúkrunarfræðinga. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að reyna að tryggja lágmarksmönnun. Má þar nefna að í Viktoríuríki í Ástralíu og Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur verið farin sú leið að fastsetja ákveðið hlutfall milli fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúklinga (nurse­to­patient ratio), annars staðar er mönnun byggð á hjúkrunarþyngdarkerfi eins og gert hefur verið hér á landi á Landspítala. Í desember síðastliðnum gaf Embætti landlæknis út viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum. Tilgangur þeirra er meðal annars að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi íbúa eins og frekast er kostur. Því miður er eingöngu um að ræða fagleg viðmið sem hafa hvorki lagalegt né reglugerðarlegt ígildi. Með rannsóknum undanfarinna ára um sambandið milli mönnunar og afdrifa sjúklinga hefur fengist gagnreynd þekking sem stjórnendum ber skylda til að nota í baráttunni fyrir viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga og þar með auknu öryggi sjúklinga. Álag Álag er eitt af því sem hefur áhrif á öryggi bæði hjúkrunarfræðinga og sjúklinga. Álagi er gjarnan lýst þannig að hjúkrunar­ fræðingar þurfi að sinna of mörgum sjúklingum eða of lítill tími gefist til að sinna sjúklingahópnum. Algengt er að hjúkrunarfræðingar kvarti yfir tímaskorti þar sem þeir telja sig ekki fá nægan tíma til að hjúkra sjúklingunum eins og þeir vildu. Álag á hjúkrunarfræðinga virðist vera að aukast alls staðar í hinum vestræna heimi Eitt af grundvallaratriðum í gæðum þjónustu er öryggi sjúklinga og starfs fólks. Þrátt fyrir það er starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar víða gert erfitt fyrir að veita sjúklingum örugga og góða þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.