Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201520 • Fylgjast með að hægðalosun sé ekki sjaldnar en þrisvar í viku. • Koma reglu á hægðalosun; mælt er með að fara á klósettið einni klukku­ stund eftir Parkinsonlyfjainntöku á morgnana. • Fylgjast með vökvatekju og halda vökva skrá að minnsta kosti fyrstu þrjá dagana í legunni. • Hvetja til þess að auka neyslu trefja og fá fræðslu um trefjaríkt fæði hjá næringarfræðingi. • Hvetja til daglegrar hreyfingar. Ef almenn ráð duga ekki við hægðatregðu þarf að ákveða lyfjameðferð í samráði við lækni. Mælt er með notkun eftirfarandi lyfja: • Magnesia Medic 500 mg sem taka má 1­3 stk. af einu sinni til tvisvar daglega. Mörgum hentar vel að taka 1­3 stk. í einum skammti um kvöldmat. Reynst hefur vel að nota trefjamauk og Magnesia Medic saman. Nauðsynlegt er að sjúklingur drekki 1­2 glös af vökva samtímis lyfjainntökunni. • Ef Magnesia Medic og trefjar virka ekki má bæta við sorbitól 15­30 ml tvisvar til þrisvar á dag. • Ef ofannefnd ráð duga ekki má skipta um meðferð og nota eingöngu makrógól (Movicol­duft). Nota má 1 bréf einu sinni til þrisvar á dag. Duftinu er blandað í hálft glas af vatni sem bragðbæta má með ávaxtasafa. • Ef hægðir eru mjúkar en erfitt er að losna við þær getur þurft að nota Laxoberaldropa, Microlax eða Dulcolax. Lykilatriði í tengslum við alla meðferð við hægðatregðu er að sjúklingur drekki að minnsta kosti 1,5­2 lítra af vökva á sólarhring, að kaffi og te undanskildu, og hreyfi sig eins og hægt er. Fara þarf varlega í að gefa lyf sem geta aukið hægðatregðu, svo sem kódín, morfín og Tramadol (Danmodis, 2011; Zesiewiez o.fl., 2010). Lokaorð Rétt meðferð við einkennum Parkinson­ veiki skiptir miklu máli. Í tilmælunum í heild sinni má finna fleiri ráð sem heilbrigðisstarfsfólk getur notað til þess að bregðast við einkennum, svo sem kyngingarerfiðleikum, næringar vanda­ málum, svefntruflunum, munnvatns leka, þvag tregðu og geð rænum truflunum. Einnig má þar finna ýmis viður kennd skimunar tæki og mats kvarða sem auðvelda mat, eftirlit og einkenna með­ ferð. En til að byrja með hvetjum við starfsfólk eindregið til þess að stíga fyrstu skrefin í því að veita þessum sjúklingahópi afbragðs meðferð og nota til þess „7 góð ráð við hjúkrun Parkinsonsjúklinga“. Heimildir American Parkinson Disease Association (2014). About Parkinson’s. Sótt á http://www. apdaparkinson.org/publications­information/ basic­info­about­pd/. Andri Þór Sigurgeirsson (2010). Um áhrif þjálfunar á göngugetu Parkinsonsjúklinga. Slembuð meðferðarprófun á gönguþjálfun með og án sjónrænna bendinga. Óbirt Ritgerð til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum við HÍ. Broen, P.G., Braaksma, M.M., Patijn, J., Wim, E.J., og Weber, E.J. (2012). Prevalence of pain in Parkinson’s disease: A systematic review using the modified QUADAS tool. Movement Disorder, 27 (4), 480­484. Chaudhuri, K.R., Healy, D., og Schapira, A.H.V. (2006a). Non­motor symptoms of Parkinson’s disease: Diagnosis and management. Lancet Neurology, 5, 235­245. Chaudhuri, K.R., Martinez­Martin, P., Schapira, A.H.V., Stocchi, F., Sethi, K., Odin, P., o.fl. (2006b). International multicenter pilot study of the first comprehensive self­completed nonmotor symptoms questionnaire for Parkinson’s disease: The NMS­Quest study. Movements Disorders, 21 (7), 916­923. Chaudhuri, K.R., Tolosa, E., Schaphira, A., og Poewe, W. (2009). Non-Motor symptoms of Parkinson’s disease. Oxford: University Press. Danmodis [Danish Movement Disorder Society] (2011). Parkinsons sygdom, klinisk vejledning: Diagnose, forløb og behandling fra et tværfagligt perspektiv. Sótt á http://www. danmodis.dk/sites/default/files/Parkinsons_ sygdom_Klinisk_Vejledning_2011.pdf. De Lau, L.M.L., Giesbergen, P.C.L.M., de Rijk, M.C., Hofman, A., Koustaal, P.J., og Breteler, M.M.B. (2004). Incidence of parkinsonism and Parkinson disease in a general population: The Rotterdam study. Neurology, 63 (7), 1240­1244. Evrópsku Parkinsonsamtökin (EPDA) (2013). Sótt á http://www.epda.eu.com/en/parkinsons/ in­depth/pdsymptoms/dyskinesia/. Giroux, M.L. (2007). Parkinson disease: Managing a complex, progressive disease at all stages. Cleveland Clinic Journal of Medicine, 74 (5), 313­326. Helga Jónsdóttir er prófessor og deildar forseti í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs langveikra fullorðinna á Landspítalanum. Jónína H. Hafliðadóttir er hjúkrunar fræðingur á dag­ og göngudeild tauga­ lækningadeildar Landspítalans og er með sérfræðileyfi í hjúkrun langveikra taugasjúklinga með áherslu á Parkinsonveiki. Marianne E. Klinke er hjúkrunarfræðingur á taugalækningadeild Landspítalans og doktorsnemandi og sérfræðikennari í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.