Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 KANARÍ – Enska ströndin tvær vikur (17. nóv. – 2. des.) frá 99.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. PLÚS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson endurtefldu í gærkvöldi í Há- skólabíói tvær skákir úr einvígi Bobbys Fischers og Boris Spasskís í Reykjavík 1972. Að skák- unum loknum hófst forsýning fyrir Skák- samband Íslands á stórmyndinni Pawn Sacrifice sem fjallar um skákeinvígið. Spiderman- stjarnan Tobey Maguire fer með hlutverk Fisch- ers í myndinni, sem hefur fengið góða dóma. Endurtefldu tvær skákir úr einvígi aldarinnar Morgunblaðið/Golli Sérstök forsýning var á kvikmyndinni Pawn Sacrifice fyrir Skáksamband Íslands Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Við erum núna að sjá hlutfalls- hækkanir launa, sem hafa ekki sést síðan það var óðaverðbólga á Ís- landi,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Launakostnaður er orðinn mjög þungur baggi í rekstri sveitar- félaga og fer vaxandi. Fjallað verður um þau mál á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem hefst í dag. Sveitarfélögin með fleira starfsfólk í vinnu en ríkið Halldór segir að þær launahækk- anir sem sjá megi í kjarasamningum bæði á almennum markaði og hjá ríki og sveitarfélögum séu svakaleg- ar. ,,Við erum einhvern veginn búin að missa tökin,“ segir hann. Hall- dór segir að yfir- standandi við- ræður á milli heildarsamtaka á vinnumarkaði, sveitarfélaga og ríkisins um leiðir út úr þeim vanda sem upp er kom- inn í kjaramálum, séu góðar og óhjákvæmilegt sé að smíða nýtt vinnumarkaðsmódel. Sveitarfélögin eiga ólokið á sjötta tug kjarasamninga en samningar allra starfsmanna sveitarfélaganna að frátöldum grunnskólakennurum eru lausir. „Eftir því sem við tökum fleiri verkefni fjölgar starfsfólki okkar. Sveitarfélögin eru sífellt stærri aðili á launamarkaðinum. Staðan er orðin þannig í dag að við erum með fleira fólk í vinnu en ríkið. Það eru fleiri stöðugildi hjá sveitarfélögunum en hjá ríkinu,“ segir Halldór. Fulltrúar Sambands ísl. sveitarfé- laga hafa rætt við fjármálaráðherra um nauðsyn þess að tekjustofnar sveitarfélaga verði breikkaðir. „Við viljum fá aðkomu að fleiri tekju- stofnum, til dæmis varðandi ferða- þjónustuna. Sveitarfélögin kvarta undan því að tekjur af ferðaþjónustu skili sér ekki til þeirra. Það er sam- hljóða álit sveitarfélaganna að ferða- þjónustan skili nánast engu til þeirra.“ Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, tekur í sama streng og Halldór í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Launahækk- anir þyngja róður sveitarfélaganna og er því spáð að rekstur sveitarfé- laga verði almennt þungur á þessu ári. Laun kennara vega þungt, en grunnskólinn er stærsti útgjaldalið- ur flestra sveitarfélaga. Fái hluta virðisauka- og fjármagnstekjuskattsins „Bærinn hefur líklega aldrei feng- ið á sig eins miklar hækkanir og raunin verður á þessu ári. Útgjöldin vegna launa hækka líklega á bilinu 500 til 600 milljónir króna, þannig að það stefnir í að A-hluti bæjarsjóðs verði gerður upp með halla á árinu,“ segir Matthías. Hann telur sann- gjarnt að sveitarfélögin fái hluta virðisaukaskattsins til sín og líka hluta fjármagnstekjuskattsins. »34 Erum ,,búin að missa tökin“  Hlutfallshækkanir launa um þessar mundir hafa ekki sést síðan á tímum óða- verðbólgu að sögn Halldórs Halldórssonar  Laun sveitarfélögum þungur baggi Halldór Halldórsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur tekið jákvætt í beiðni eigenda Herrafataverslunar Kormáks & Skjaldar um leyfi til að opna versl- un á Skólavörðustíg. Athygli vekur að í umsókninni er „spurt hvort innrétta megi herrafataverslun, sem selur enga lunda, í kjallara húss á lóð númer 28 við Skóla- vörðustíg“. Umrætt hús er tveggja hæða og hvítmálað steinhús, á horni Skóla- vörðustígs og Baldursgötu. Undir hæðunum tveimur er kjallari og var þar lengi bakarí, síðar hannyrðaverslun. Guðjón Sam- úelsson húsameistari teiknaði húsið. Kormákur Geirharðsson kaup- maður segir þá Skjöld hafa lengi velt því fyrir sér hvar þeir gætu opnað verslun sem væri sýnilegri en núverandi verslun þeirra í kjallara gamla Kjörgarðs á Laugavegi. Þeir hafi átt húsnæðið á Skóla- vörðustíg og komist að þeirri nið- urstöðu að þar væri ágætur staður fyrir verslun, sem jafnframt gæti verið auglýsing fyrir hina versl- unina. Ef tilskilin leyfi fást verður verslunin opnuð snemma á næsta ári. Hann segir að í nýju versluninni verði boðið upp á þeirra eigin fata- línu, auk norrænna fatamerkja. Líka verði seldar ýmsar smærri vörur, á borð við ermahnappa, tösk- ur og fylgihluti. Áherslan verði á að hafa sem mest af íslenskri hönnun á boðstólum. „Við ætlum að reyna að höfða til ferðamanna. Þetta verður smærri útgáfa af versluninni, án jakkafata, frakka og stærri hluta. Við ætlum að fara út í þennan túristapakka en ekki selja einn einasta lunda,“ segir Kormákur og hlær. „Það færist í vöxt að ferðamenn komi hingað til lands að versla,“ segir hann. Munu selja allt nema lunda Morgunblaðið/Ómar Kaupmaður Kormákur Geirharðs- son hyggst færa út kvíarnar.  Kormákur & Skjöldur sækja um leyfi fyrir verslun Skriður er kom- inn á gang kjara- viðræðna Efl- ingar vegna starfsmanna fé- lagsins hjá ríkinu og á hjúkrunar- heimilum. Ágætis gangur hefur verið í viðræðun- um við ríkið að því er fram kem- ur á vef félagsins og er vonast til að hægt verði að ganga frá nýjum kjarasamningi næstkomandi mánu- dag. Samhliða því er stefnt að gerð kjarasamnings við hjúkrunarheim- ilin eða Samtök fyrirtækja í velferð- arþjónustu. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, segir að fyrst þurfi að ljúka gerð kjarasamninga við ríkið og von- andi styttist í það, að sögn hans. Kjarasamningar á hjúkrunarheim- ilum hafa á umliðnum árum tekið mið af niðurstöðum ríkissamning- anna og vonast hann til að samn- ingar náist um þá í kjölfar samning- anna við ríkið. „ Ég á von á því að þetta fari að nálgast það að menn geti farið að klára þessa samninga.“ Fram kemur á vef Eflingar að fé- lagið hefur lagt kapp á að ganga frá samningum við þá sem enn er ósam- ið við. Auk félagsmanna hjá ríki, á hjúkrunarheimilum og hjá sveitar- félögum eru lausir samningar við einkarekna leikskóla, Sorpu, Orku- veituna og Faxaflóahafnir. Skriður á viðræðum við ríki Sigurður Bessason  Líklegt að samn- ingar náist eftir helgi Bergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins, hafnar alfarið þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar af stjórn félagsins, að hann hafi vélað 21 árs gamlan fé- lagsmann Blindrafélagsins til að leggja fram fé í fasteignafélag sem tengist Bergvini. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. „Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélags- ins enda stofnun og rekstur þessa fasteignafélags Blindrafélaginu alls óviðkomandi,“ segir hann. Vísar ásök- unum á bug
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.