Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
TENERIFE 12.–22. DES.
PARQUE SANTIAGOHHH
Verð frá 114.900 kr.
á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó-
íbúð. Verð frá 139.900 kr. m.v. 2 fullorðna.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
10 DAGAR!
JÓI &
FJALAR
MEÐMAGNAÐAVETRARDAGSKRÁ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Raungengi krónu á móti evru hefur
ekki verið jafn hátt síðan í mars
2008. Það er reyndar orðið sterkara
en í mars 2008 en á enn nokkuð í
land með að ná jafnstöðu við febrúar
2008. Þetta er niðurstaða útreikn-
inga Yngva Harðarsonar, fram-
kvæmdastjóra Analytica, sem gerðir
voru að beiðni Morgunblaðsins.
Við þessa útreikninga horfir
Yngvi til þess hversu margar krónur
fást fyrir evruna. Veikist raungengi
evru á móti krónu er raunvirði
hverrar evru í krónum að lækka.
Fyrir vikið eykst geta landsmenn
keypt fleiri evrur en áður.
Verðlagið hækkar hraðar hér
Raungengi er annað en skráð
nafngengi. Styrkist raungengið er
verðlag og/eða launakostnaður að
hækka hraðar innanlands en erlend-
is, mælt í sömu mynt. Hér er vísað
til raungengis á mælikvarða hlut-
fallslegs verðlags.
Yngvi reiknaði út áætlað meðaltal
raungengis í september og hafði
raungengið í júní til viðmiðunar,
sem grunn. Stillti hann nafngengið
og raungengið til jafns í júní sl. „Síð-
an hefur verðbólga verið hærri hér á
landi en á evrusvæðinu að meðaltali.
Raungengi krónunnar hefur því
styrkst meira en nafngengið.“
Yngvi bendir svo á að nafngengi
evru gagnvart krónu hafi verið hæst
á þessu ári í ársbyrjun eða 153,84
kr. Sé litið til undanfarinna ára hafi
það náð hámarki í des. 2008 er það
var 186,48 kr. Það var 142,85 kr. í
gær.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður efnahagssviðs Samtaka at-
vinnulífsins, segir SA spá töluverðri
styrkingu raungengis á grundvelli
launa á næstu árum. Samkvæmt
reiknilíkani sem taki til greina
launaþróun í kjölfar gerðardóms í
kjaradeilu BHM geti raungengi á
grundvelli launa styrkst um 14-25%
á árunum 2015 til 2017, eftir því
hvaða forsendum er gengið út frá
varðandi gengisþróun.
Ásdís segir aðspurð að ef raun-
gengi á þennan mælikvarða styrkist
um 14% verði það orðið svipað og
2004 til 2005. Verði styrkingin 20%
sé raungengi launa komið á svipaðar
slóðir og 2007 og ef styrkingin verði
25% sé raungengið orðið jafn hátt
og árið 1989, eða hér um bil.
Samkeppnisstaðan versnar
„Þegar raungengið styrkist
versnar samkeppnisstaða okkar við
útlönd. Það sem gerist er að þegar
launahækkanir ganga í gegn, svip-
aðar og við erum að sjá, þá hækkar
launakostnaður fyrirtækja. Fyrir-
tæki þurfa þá að hagræða, segja upp
fólki eða hækka verðlagið hjá sér.
Við slíkar aðgerðir er samkeppn-
isstaða þeirra að versna gagnvart
erlendri samkeppni. Útflutnings-
tekjur okkar dragast saman, eft-
irspurn minnkar eftir okkar vörum
og þjónustu erlendis. Það sem einn-
ig gerist er að raungengisstyrking
leiðir til þess að innfluttar vörur
verða ódýrari. Slík styrking helst
því gjarnan í hendur við aukna
neyslu hér innanlands, einkum á
innfluttri neyslu eins og bíla-
kaupum, raftækjum o.s.frv.
Við höfum hins vegar aldrei áður
gengið í gegnum svona mikla raun-
gengisstyrkingu með ferðaþjón-
ustuna sem okkar stærstu útflutn-
ingsgrein. Þrátt fyrir að raungengið
hafi styrkst nokkuð síðustu misserin
og vöruskiptajöfnuður sé orðinn nei-
kvæður er ferðaþjónustan enn að
skila svo miklum gjaldeyristekjum
til þjóðarbúsins að við erum enn að
sjá myndarlegan viðskiptaafgang.
Staðan gæti þó breyst nokkuð hratt
ef fram fer sem horfir.“
Árið 2007 nálgast í raungengi launa
Raungengi krónu gagnvart evru ekki jafn hátt síðan í mars 2008 SA spá mikilli styrkingu raun-
gengis á mælikvarða launa Verði styrkingin 20% sé raungengi launa orðið eins og það var 2007
Raungengi evru á móti krónu 1972–2015
Grunnur í júní 2015*
* Áætlun fyrir september 2015 Heimild: Analytica
220
200
180
160
140
120
100
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
febrúar/mars 2008
Yngvi
Harðarson
Ásdís
Kristjánsdóttir
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Fjarskiptafyrirtækjum er í sjálfs-
vald sett með hvaða hætti þau mæla
gagnanotkun viðskiptavina sinna.
Þannig mæla tvö fyrirtæki, Síminn
og 365, alla gagnanotkun viðskipta-
vina sinna, þ.e. innlent og erlent upp-
og niðurhal. Eingöngu kvarnast af
gagnamagni viðskiptavina Vodafone,
Hringdu, Símafélagsins og Hringið-
unnar ef gögn eru fengin erlendis
frá. Þetta á ekki við þegar gögn eru
sótt í gegnum 3G- og 4G-kerfin. Í
þeim tilvikum eyðist af gagnamagni
viðskiptavina við innlent og erlent
upp- og niðurhal óháð fyrirtæki.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, segir
að stofnuninni sé fullkomlega kunn-
ugt um þessa ólíku nálgun félaganna.
Engar staðlaðar reglur séu til staðar
og frjálsræði sé á markaði hvað þetta
varðar. Hins vegar sé ljóst að þetta
skapi ógagnsæi sem geri viðskipta-
vinum erfitt um vik að meta þá kosti
sem fyrirtækin bjóða upp á.
Verður sífellt óskýrara
Hann segir að fjarskiptafyrirtæk-
in kaupi tengingu að fjarskiptaneti,
t.a.m. hjá Mílu eða Gagnaveitunni. Í
framhaldinu er svo búin til internet-
þjónusta sem seld er í smásölu og
fyrirtækin hafa frjálsræði um það
hvernig þau selja vöruna til sinna
viðskiptavina. Hann segir að hér áð-
ur fyrr hafi erlenda niðurhalið verið
langdýrasti kostnaðarliður fyrir-
tækjanna og þ.a.l. viðskiptavina en
innlenda niðurhalið hafi verið tiltölu-
lega ódýrt. „En það er alltaf að verða
óskýrara og óskýrara hvað telst er-
lent niðurhal og hvað telst innlent,“
segir Hrafnkell. Hann segir ástæð-
una vera þá að við það að fyrsti við-
skiptavinurinn hlaði gögnum fari
hann á innlendan „cashing“-vefþjón
og þaðan hlaði aðrir viðskiptavinir
þessum sömu gögnum niður. Hrafn-
kell segir að þetta eigi við um gögn
sem hlaðið er niður af Youtube,
Facebook og CNN svo dæmi séu
tekin. Þá segir hann afar erfitt fyrir
neytandann að fylgjast með því hvað
teljist innlent og erlent niðurhal.
„Sum .is-lén eru vistuð erlendis og
.com-lén eru vistuð hér. Þú sem
neytandi þyrftir að vera verulega vel
að þér til að vita hvaðan gögnin
koma, og það er nánast ógerlegt,“
segir Hrafnkell.
Ráða sjálf mælingum
Nánast ógerlegt að vita hvort gögn eru innlend eða erlend
„Spegill, spegill herm þú mér, hvert er húsa feg-
urst hér?“ gætu húsin í Bryggjuhverfinu verið
að spyrja sléttan sjóinn þegar þau stilltu sér upp
fyrir myndatöku í gær. Hégómi húsanna nýtur
sín vel í haustinu sem hefur verið með hlýjasta
móti. Gott er að fá ljúfa daga til undirbúnings
fyrir vetrarlægðirnar sem eflaust bíða bak við
sjóndeildarhringinn, tilbúnar að blása lífi í loft-
fimleika trampólína landsins.
Morgunblaðið/Eggert
Fallegt var um að litast í Bryggjuhverfi í gær
Húsin speglast í haustsins stillu
Bókamessan í
Gautaborg í Sví-
þjóð hefst í dag
og stendur til
sunnudags. Ís-
lendingar fara
með lykilhlut-
verk á messunni í
ár, þar sem Ís-
land er eitt af
tveimur gesta-
löndum á hátíð-
inni. Fimmtán íslenskir rithöfundar
eru á staðnum. Venjulega mæta yf-
ir 100.000 manns á bókamessuna á
hverju ári.
„Markmiðið með þessu er að
kynna íslenska höfunda og vonandi
að selja fullt af handritum til þýð-
ingar á sænsku, en sænski bóka-
markaðurinn er sá stærsti á Norð-
urlöndum,“ segir Bryndís
Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra
bókaútgefenda.
Áhugi fjölmiðla í Svíþjóð er mik-
ill. „Af því að við erum þetta gesta-
land þá erum við mikið í öllum bók-
menntaþáttum og ég veit t.d. að
Jónína Mikaelsdóttir átti að mæta í
þátt þar sem hlustendahópurinn í
útvarpi er milljón manns,“ segir
Bryndís.
Milljón manns hlust-
ar á Jónínu Mikaels-
dóttur í útvarpi
Bryndís Loftsdóttir