Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
Styrmir Gunnarsson bendir á að„á þessu ári hefur það tvisvar
sinnum gerzt að Evrópusambandið
hefur þvingað einstök aðildarríki
til að láta að vilja sínum, ella muni
þau hafa verra af fjárhagslega.
Fyrra dæmið erGrikkland, þar
sem lýðræðislega
kjörin stjórnvöld
voru tekin heljar-
tökum af ráðamönn-
um ESB og pínd til
að snúa alveg við
blaðinu frá því, sem
kjósendum var heit-
ið. Hótunin var sú, að enn frekari
fjárhagslegar hrakfarir mundu
bíða Grikkja ef þeir tækju ekki við
fyrirmælum frá lánardrottnum
þeirra.
Síðara dæmið er frá því í gær,þegar meirihluta atkvæða var
beitt til þess að ákveða hlutfallslega
skiptingu hóps flóttamanna á milli
aðildarríkja þrátt fyrir harða and-
stöðu fjögurra ríkja, þ.e. Tékk-
lands, Slóvakíu, Ungverjalands og
Rúmeníu, en Finnar sátu hjá.
Hlýði þessi ríki ekki verða þausektuð um sem svarar 0,002%
af vergri landsframleiðslu og jafn-
framt er látið í það skína að fjár-
hagslegar afleiðingar geti orðið
þyngri með því að greiðslur til
þeirra úr sjóðum ESB verði stöðv-
aðar.“
Styrmir minnir á að ríkin fjögureru „fyrrum austantjalds-ríki,
sem sóttu um aðild að ESB vegna
hugsanlegs áreitis nágrannans í
austri, jafnvel þótt Sovétríkin væru
fallin.
Nú standa þessi sömu ríkiframmi fyrir hótunum um
fjárhagslegar afleiðingar hlýði þau
ekki fyrirmælum frá Brussel.
Hvernig ætli þeim líði?“
Styrmir
Gunnarsson
Úr ösku í eld?
STAKSTEINAR
Rangárþing ytra er með forystuna í
sundkeppni sveitarfélaga eftir tvo
fyrstu daga Hreyfiviku UMFÍ. Ná-
grannar þeirra í Rangárþingi eystra
eru skammt á eftir. Stefnir því í
harða keppni á milli íbúa þessara
tveggja sveitarfélaga í keppninni.
Sundkeppnin er liður í Hreyfiviku
UMFÍ sem nú stendur yfir. Það
sveitarfélag sigrar sem skilar flest-
um metrum á hvern íbúa. Gamla
hlutfallsreglan sem var notuð í Nor-
rænu sundkeppninni, 200 metrun-
um, á sínum tíma er því enn í fullu
gildi. Starfsmenn sundstaðanna skrá
synta kílómetra eftir upplýsingum
gestanna og UMFÍ reiknar út ár-
angurinn.
Íbúar Rangárþings ytra hafa synt
sem svarar 60 metrum á hvern íbúa
og íbúar Rangárþings eystra 57
metra. Húnaþing vestra stendur sig
einnig vel, er með 49 metra á íbúa og
Skútustaðahreppur með 43 metra.
Hríseyingar eru einnig á toppnum,
með 60 metra á hvern íbúa, en þeir
eru raunar ekki sjálfstætt sveitarfé-
lag.
Ef teknir eru saman þeir kíló-
metrar sem íbúar hafa lagt að baki
má sjá að Akureyringar eru í efsta
sæti, hafa synt 152 kílómetra sam-
tals fyrstu tvo dagana. 94 þátttak-
endur í Sveitarfélaginu Árborg hafa
synt samtals 56 kílómetra.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfoss Góðar sundlaugar eru víða.
Barist í
Rangár-
þingi
Sundkeppni sveit-
arfélaga er hafin
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Veður víða um heim 23.9., kl. 18.00
Reykjavík 8 skúrir
Bolungarvík 7 léttskýjað
Akureyri 9 léttskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 10 léttskýjað
Ósló 12 skýjað
Kaupmannahöfn 15 skýjað
Stokkhólmur 15 léttskýjað
Helsinki 15 heiðskírt
Lúxemborg 11 skýjað
Brussel 15 skýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 15 skýjað
London 17 léttskýjað
París 16 heiðskírt
Amsterdam 15 skýjað
Hamborg 16 léttskýjað
Berlín 15 skýjað
Vín 12 skýjað
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 23 heiðskírt
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 18 skúrir
Aþena 22 léttskýjað
Winnipeg 13 léttskýjað
Montreal 21 léttskýjað
New York 22 heiðskírt
Chicago 24 léttskýjað
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:17 19:24
ÍSAFJÖRÐUR 7:21 19:29
SIGLUFJÖRÐUR 7:04 19:12
DJÚPIVOGUR 6:46 18:54