Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 11
Ljósmynd/Caterpillar Propulsion
Siglt til Grænlands Donna Wood sést hér neðst fyrir miðju reyna að ryðja leið gegnum hafísinn.
þeir ekki verið á veiðum og eiga þá til
að koma upp á land og ráfa um í leit
að æti. Þess vegna urðum við alltaf
að vera vopnaðir haglabyssum þegar
við fórum í göngutúra þar sem við
stoppuðum í landi með ferðamenn-
ina. En við skutum ekki þessa ísbirni,
við létum starfsfólkið á flugvellinum
vita og það kom brunandi á bíl og
skaut upp blysum til að hræða þá í
burtu. Farþegar okkar voru auðvitað
í skýjunum að hafa fengið að sjá
hvítabirni.“
Hægt að losna við allt áreiti
Egill segir að ferðamennirnir
sem komu í siglingarnar hafi yfirleitt
verið fólk sem var búið að prófa ým-
islegt, hafði farið víða en þráði að
komast á afskekktan stað.
„Þetta voru Bandaríkjamenn og
Evrópubúar og oft voru þetta ljós-
myndahópar, enda einstök náttúra
þarna. Að vera innan um þessi risa-
fjöll og skynja þessa miklu ein-
angrun, er einstök upplifun. Ég var
þarna í 52 daga og ég vissi í raun ekk-
ert hvað var að gerast annars staðar í
heiminum á meðan. Þarna er ekkert
netsamband, sem var sannarlega góð
hvíld. Þetta er einn af fáum stöðum
þar sem er hægt að losna við allt
áreiti.“
Framleiðir þátt um íslenska
matargerð fyrir Al Jaseera
Egill er með mörg járn í eld-
inum, hann er m.a framleiðandi að
þætti um íslenska matargerð sem
sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Al
Jaseera, sem ku vera sú stærsta í
heimi.
„Þetta er hluti af þáttaseríu í
magasínþætti á ensku útgáfu sjón-
varpsstöðvarinnar. Þrír ólíkir staðir
eru skoðaðir út frá matarmenningu,
Reykjavík, Kúba og Istanbúl. Við
svindlum aðeins, förum til dæmis að
Geysi og bökum rúgbrauð í hver. Við
ætlum ekki að fjalla um hrútspunga
eða annan þorramat, heldur hvernig
það sem við borðum dags daglega á
sér rætur í því þjóðlega og hvernig
við notum hráefni úr heimasveitum í
hverju héraði. Handritið er tilbúið og
tökur verða nú í byrjun okt. og þátt-
urinn verður sýndur milli jóla og ný-
árs.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
Undanfarin tvö ár bjó Egill í Kali-
forníu þar sem hann var í námi í
heimildarmyndagerð. Í fyrrasumar
bjó hann í grænlenska þorpinu Ittog-
gortoormiit og vann að gerð stutt-
myndar sinnar, Þegar ísinn bráðnar
(Once the Ice Melts).
„Titillinn vísar til þess að hún ger-
ist á einu sumri. Þetta er heimilda-
mynd um unga fólkið í þorpinu og
hún fjallar um fjóra einstaklinga sem
ég fylgi eftir. Þeir hafa allir sína sögu
að segja, en unga fólkið í þessu af-
skekkta þorpi er statt milli tveggja
heima; veiðimannasamfélagsins sem
á sér takmarkaða framtíð og svo hins
sérhæfða nútímasamfélags sem þau
hafa kynnst í skólunum sem þau hafa
sótt á vesturströndinni, í höfuðborg-
inni Nuuk. Þessir krakkar kunna að
nota skutul til að veiða, en það
gagnast þeim lítið í nútímasamfélagi.
Þeir sem eru ungir eiga sér sínar fyr-
irmyndir á æskuslóðum og það eru
allt veiðimenn eða annað í þeim dúr.
Þetta skapar þó nokkra togstreitu
þegar fólk þarf að ákveða hvað það
ætlar að gera í framtíðinni.“
Smakkaði spik af náhval
Egill kunni vel við sig þegar hann
bjó í þorpinu og kynntist heimafólki.
„Þetta er mjög rólegur staður og
það sem gerir þorpið sérstakt er að
eini atvinnuvegurinn eru veiðar, ým-
ist á selum, ísbjörnum eða náhval,“
segir Egill og bætir við að sér finnist
spik af náhval alveg ágætt, en að
sjálfsögðu smakkaði hann það.
„Þetta er borið fram í litlum ten-
ingum og er reyndar ekki líkt neinu
sem ég hef áður smakkað. Hvalspikið
er verðmætast af skepnunni sem og
hvalstönnin, en hún er yfirleitt seld í
heilu lagi. Það sem hefur farið hvað
verst með þetta byggðarlag er að
verslun með alla grávöru eins og ná-
hvalstennur og ísbjarnarfeldi er
bönnuð utan Grænlands. En þeir selja
þetta samt innanlands.“
Heimildamynd Egils, Þegar ísinn bráðnar
Mynd Stilla úr stuttmynd Egils þar sem hann fylgir fjórum einstaklingum eftir.
Togstreita unga fólksins sem
kemur úr veiðimannasamfélagi
Stuttmyndin Þegar ísinn bráðnar, er sýnd ásamt öðrum stuttmyndum frá Fær-
eyjum og Grænlandi sem hér segir:
25.9. í Tjarnarbíói kl. 18, og í Norræna húsinu 30.9. og 2.10. kl. 16.
Mikið var um dýrðir í
vikunni þegar svo-
kölluð Orero- hátíð
fór fram í Papeete,
hinni frönsku Póló-
nesíu. Hér má sjá
ungan pilt koma
fram í litríkum klæð-
um en nemendur í
skólum læra þessar
fornu listir og er það
liður í því að draga
úr því að þeir hætti í
skóla.
Litrík og skemmtielg Orero-hátíð
Skóla-
krakkar
iðka
fornar
listir
AFP