Morgunblaðið - 24.09.2015, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
Sjónmælingar eru okkar fag
Tímapantanir í síma:
Optical Studio
í Smáralind
sími 5288500
Optical Studio
í Keflavík
sími 4213811
Optical Studio
í Leifsstöð
sími 4250500
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Vestmannaeyjar eiga stóran sess í huga Ís-
lendinganna í Utah. Ég hef á síðustu árum hitt
fjölda fólks ytra sem er í annan, þriðja og fjórða
lið frá landnemunum sem
fóru að heiman til hins fyr-
irheitna lands mormónanna
í Saltvatnsdalnum. Og þótt
liðið sé hátt á aðra öld frá
því fyrstu Eyjamennirnir
komu á þessar slóðir lifa frá-
sagnir þeirra meðal afkom-
endanna góðu lífi og á mörg-
um heimilum er málverk af
hinum undursamlega
Heimakletti sófastykkið í
stofunni,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður
Safnahússins í Vestmannaeyjum.
Landnemar í Vesturheimi
Fyrr í þessum mánuði voru liðin slétt 160 frá
því fyrstu Íslendingarnir sem skírst höfðu til
mormónatrúar komu til bæjarins Spanish Fork
í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Þar var efnt til Ís-
lendingahátíðar um þarsíðustu helgi þar sem
stór hópur Íslendinga var staddur, bæði ís-
lenskir fyrirlesarar og fræðimenn og fólk úr
leiðangri sem Bændaferðir og Þjóðræknisfélag
Íslendinga stóðu fyrir.
Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir frá
Kirkjubæ í Vestmannaeyjum voru fyrstu land-
nemar Íslandssögunnar í Vesturheimi. Þau
voru brautryðjendur, því á næstu árum og ára-
tugum fluttu um fjögur hundruð manns frá Ís-
landi til Utah. Mormónatrúin hafði þá þegar
náð fótfestu og þeir sem hana aðhylltust höfðu
fundið þá nokkru fyrr sinn heimavöll í Salt-
vatnsdalnum.
Ritningin túlkuð í botn
Að minnsta kosti helmingur þeirra Íslend-
inga sem meðtóku mormónatrú og héldu til Ut-
ah á árunum 1855 til 1914 var úr Vest-
mannaeyjum. Og þar gekk fólkið inn í veröld
strangtrúar þar sem ritningin er túlkuð í botn ef
svo má segja. Fjölskyldulíf er í öndvegi og öll
lausung forboðin, svo sem kynlíf utan hjóna-
bands og kaffidrykkja. Trúarbrögð þessi móta
mjög mannlífið í Utah. Fólkið lifir samkvæmt
bókstafnum og í þeirri vissu að það sé í söfn-
uðinum sem Jesús skapaði. Að aðrir trúarhópar
sem kenna sig við Krist fari villir vegar. Þeir
trúa því líka að Guð sé líkamleg vera, sé giftur
og eigi börn. Mormónar hafa sömuleiðis minn-
ingu og sögu forfeðra sinna í dýru gildi. Hafa
safnað ættfræðiupplýsingum og heimildum um
áa sína, sem Kári Bjarnason segir að hafi komið
sér vel í rannsóknum síðustu ára.
„Þetta verkefni er ótrúlega spennandi. Til-
tækar voru upplýsingar um alla þá Vest-
mannaeyinga sem fóru til Vesturheims og ég
hef komist á slóð þeirra flestra. Víða voru til
skráðar heimildir, ljósmyndir og fleira. Og af-
komendur vesturfara þessara þekktu í sumum
tilvikum nokkuð til sögunnar,“ segir Kári
Bjarnason, sem á síðustu árum hefur farið
fjölda ferða til Utah til að rannsaka þessi menn-
ingartengsl. „Í vestrinu er einstakur angi af
sögu Vestmannaeyja, tengsl sem við þurfum að
leggja meiri rækt við, til dæmis með gagn-
kvæmum heimsóknum og menningartengslum
eins og áhugi er fyrir,“ segir Kári.
Hús og minnismerki
Þeir Fred Woods, prófessor við Brigham Yo-
ung-háskólann í Utah, sem er mikill Íslands-
vinur, og Kári Bjarnason hafa unnið þétt saman
að því að rannsaka sögu Íslendinganna í Utah.
Fred hefur komið nokkrum sinnum hingað til
lands vegna þessa og var leiðsögumaður Íslend-
inganna sem voru við hátíðahöldin ytra á dög-
unum. Haldin var ráðstefna þar sem saga þessi
var reifuð frá ýmsum hliðum og í Spanish Fork
var efnt til hátíðar þar sem landnemanna ís-
lensku var minnst með ýmsu móti.
Fjölmörg hús í bænum tengjast Íslendingum
og minnismerki um landnema þessa stendur á
einu götuhorninu. Í gamla kirkjugarðinum í
byggðinni hvíla margir af íslenskum ættum og
þegar hópurinn að heiman fór þarna um hafði
litlum Íslandsfánum verið komið upp við leg-
steina á gröf viðkomandi. Var góður rómur
gerður að þessari menningarsamkomu, sem
þótti takast vel.
Vestmannaeyjar í vestri
Menningararfur á slóðum mormóna Spanish Fork er Íslendingabær í Utah í Bandaríkjunum
Safna upplýsingum um fólkið sem flutti Heimaklettur er sófastykki á heimilum fólksins
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ljós Vitinn á götuhorni í Spanish Fork er minnismerki um íslensku frumherjana, reist 1938.
Kári
Bjarnason