Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrir aðeins áratug fannst grjót- krabbi við Ísland en hann er ný og framandi tegund við landið og gæti mögulega verið ágengur í lífríkinu. Niðurstöður rannsókna sýna að grjótkrabbi er orðinn algengasta krabbategundin á mjúkum botni á grunnsævi við Suðvesturland. Hann hefur breitt mjög hratt úr sér og er nú að finna allt frá Faxaflóa norður og austur í Eyjafjörð. Hann virðist una hag sínum vel við landið og hvergi betur en á Sundunum við Reykjavík. Við bæjardyr höfuðborg- arinnar hafa verið merktir um fimm þúsund grjótkrabbar síðustu fjögur ár og þéttleikinn er með því mesta sem gerist í heiminum. Þá eru náttúruleg heimkynni hans frá Labrador í Kanada suður til Suð- ur-Karólínu ekki undanskilin. Þar finnst hann frá fjöruborði og niður á rúmlega 700 metra dýpi. Til marks um það hversu vel krabbinn dafnar hér við land má nefna að stærsti og þyngsti einstaklingurinn sem vitað er um veiddist við Ísland. Sá var 15,3 sentimetra langur og 576 grömm að þyngd, en meðalkrabbar eru um 250- 300 grömm. Mælingar á þéttleika Rannsóknir á grjótkrabba hafa staðið yfir frá því grjótkrabbinn fannst fyrst hér við land. Rannsókn- irnar eru unnar í samvinnu Náttúru- stofu Suðvesturlands í Sandgerði og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Forstöðumenn þess- ara stofnana leiða verkefnið þeir dr. Sindri Gíslason frá Náttúrustofunni og dr. Halldór Pálmar Halldórsson frá Rannsóknasetrinu. Nú standa yfir mælingar á þétt- leika með merkingum á krabbanum í Faxaflóa og eru þær unnar í sam- starfi við Jónas Pál Jónasson, sér- fræðing hjá Hafrannsóknastofnun. Sindri tók við starfi forstöðumanns í sumar, en hann hafði þá lokið dokt- orsprófi frá Háskóla Íslands. Dokt- orsverkefnið var einmitt um landnám grjótkrabba við Ísland. Fyrsti grjótkrabbinn í Evrópu Sindri rifjar upp að Pálmi Dungal, kafari og ljósmyndari, fann fyrsta grjótkrabbann er hann var mynda trjónukrabba í Hvalfirði árið 2006. Hann sá þá torkennilegan krabba sem honum tókst að klófesta og fór með hann til Jörundar Svavarssonar, prófessors í sjávarlíffræði við Há- skóla Íslands. Jörundur sá strax að þarna var ný tegund við landið sem reyndist vera grjótkrabbi, sá fyrsti sinnar tegundar sem hér fannst. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem grjótkrabbinn finnst í Evrópu. Í kjöl- farið fundust fleiri grjótkrabbar í Hvalfirði og í kjölfarið hófust rann- sóknir sem enn standa yfir. „Það er mjög svæðisbundið hvar grjótkrabba er að finna og honum virðist vegna best á mjúkum leir- eða leðjubotni eins og er að finna á af- mörkuðum svæðum á Sundunum,“ segir Sindri. „Grjótkrabbinn virðist hafa það mjög gott hérna og út- breiðslan hefur aukist hratt, en svif- lægar lirfur krabbans berast að öllum líkindum með strandstraumnum sem streymir réttsælis umhverfis landið. Hann hefur nú náð útbreiðslu allt norður í Eyjafjörð en þar er hann væntanlega við norðurmörk út- breiðslunnar og við eigum ekki von á að hann fari austar. Til þess að krabb- inn geti fjölgað sér og viðhaldið stofni sínum þarf hitastig sjávar að vera um og yfir 10 gráður í 50 daga samfellt til að lirfurnar nái að þroskast. Austan Eyjafjarðar næst það ekki.“ Kjöt grjótkrabba þykir einstaklega bragðgott og þeir sem eru hrifnir af humri verða ekki sviknir af grjót- krabbanum. Kjöt er í klóm og löppum krabbans, stórir vöðvar í öxlunum og margir borða einnig fituríkan vef inn- an úr skildinum, að sögn Sindra. Um 20% af heildarþyngd krabbans eru hreinn vöðvi og nýti menn einnig lifr- ina bætist annað eins við. Veiðar byrjuðu í tilraunaskyni í Hvalfirði og Faxaflóa haustið 2011 og Gósenland grjótkrabbans  Unir hag sínum vel við landið og hvergi betur en á Sundunum  Þéttleiki með því mesta sem gerist  Fannst fyrst fyrir tilviljun í Hvalfirði 2006  „Viðgangur krabbans á að hringja viðvörunarbjöllum“ Ljósmynd/Halldór Pálmar Rannsóknir Sindri Gíslason með grjótkrabba, en doktorsverkefni Sindra var um landnám grjótkrabba. Útbreiðsla krabbans hefur aukist hratt. Veiðar á kóngakrabba eru orðnar arðsöm atvinnugrein í Norður- Noregi og kjöt hans þykir herra- mannsmatur. Til Noregs barst þessi risakrabbi með rússneskum skipum að því er talið er. Nýlega var greint frá áformum um eldi á kóngakrabba á Hauganesi og var- ar dr. Sindri Gíslason, forstöðu- maður Náttúrustofu Suðvestur- lands, eindregið við slíkum áformum. Hann segir kónga- krabba vera eins og ryksugu í umhverfinu og hafi þegar valdið skaða í lífríkinu við Norður- Noreg. Sindri segist aðeins hafa upplýs- ingar um áformin á Hauganesi úr fjölmiðlum, en hvort sem hugmyndir séu um eldi á landi eða sjó sé ástæða til að vara við slíku. Í eldi í sjó sleppi einstaklingar úr kvíum, sama hvað menn vandi sig. Gerist slíkt með kóngakrabbann sé vágest- ur kominn inn í kerfið í sjónum. Þá gætu nytjastofnarnir okkar verið í hættu. Séu áformin um eldi í landi sé hættan eigi að síður fyrir hendi og nefnir Sindri affall úr eldiskerum. Lirfur geti komist í affall og þannig út í sjó, því þurfi hreinsibúnaður að vera mjög vand- aður. „Eldi á framandi teg- undum eins og kónga- krabba er var- hugavert og vandmeð- farið; sama hversu vel menn vanda sig þá er alltaf hætta á slys- um og því vara Varar við eldi á kóngakrabba hvort sem er á sjó eða landi KÓNGAKRABBI EINS OG RYKSUGA Í UMHVERFINU ÚTSÖLULOK! ENN MEIRI AFSLÁTTUR! ALLTAÐ 50% AFSLÁTTUR SÍÐASTI SÉNS! HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.