Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 39

Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 39
hafa nokkrir aðilar sýnt þessum veið- um áhuga. Nýlega var auglýst eftir umsóknum um krabbaveiðar í Faxa- flóa. Átta umsóknir bárust og fengu þrír bátar leyfi til veiðanna: Hannes Andrésson SH-737, Fjóla GK-121 og Guðborg NS-136. Klárt mál að krabbinn hefur einhver áhrif Sindri telur að krabbaveiðar geti mögulega skapað atvinnu fyrir nokkra báta í framtíðinni. Áfram verði að vinna að rannsóknum á hon- um. Til dæmis sé vitað af landnámi krabbans í Breiðafirði, en þar hafi ekki farið fram rannsóknir á þéttleika hans. Spurður hvort grjótkrabbinn sé skaðvaldur og hvort reyna eigi að út- rýma honum úr lífríkinu við landið segir Sindri „klárt mál að krabbinn hefur einhver áhrif þó að óvíst sé á hvaða skala þau eru, en það er við- fangsefni rannsókna okkar til næstu ára“. „Grjótkrabbinn er stærst þeirra þriggja tegunda sem algengar eru á grunnsævi við Ísland í dag, en hinar tvær eru bogkrabbi og trjónukrabbi. Grjótkrabbi er alæta og mikill tæki- færissinni. Hann étur einkum skeldýr og burstaorma og reyndar flest sem að kjafti kemur, þess vegna hrogn ef hann kemst í þau. Menn spyrja oft þegar svona tegundir ná fótfestu hvort reyna eigi að veiða þær upp. Slíkt er hins vegar rosalega erfitt þó svo að vilji stæði til þess og mjög kostnaðarsamt. Við getum tekið minkinn sem dæmi, en okkur hefur ekki tekist að vinna bug á honum þó að mikið hafi verið reynt. Þar ættu aðstæður þó að vera hagstæðari og betra að hafa stjórn á málum þar sem minkurinn er á landi, en krabbinn í sjó. Að öllum líkindum hefur grjót- krabbi borist hingað með kjölfestu- vatni skipa og vöxtur og viðgangur grjótkrabbans á að hringja viðvör- unarbjöllum hjá okkur. Við getum fengið hingað tegundir sem ekki er hægt að nýta, en eru pest í lífríkinu. Í heiminum er flutningur framandi líf- vera stórt og mikið vandamál því dag- lega er talið að tíu þúsund tegundir flytjist á milli hafsvæða. Ráðum ekki hvaða tegundir ná fótfestu Aðeins brot af þeim nær fótfestu og við ráðum ekki hvaða tegundir það eru. Þarna geta verið á ferðinni teg- undir sem við getum ekki nýtt á nokkurn hátt, en valda miklu tjóni. Í tilviki grjótkrabbans fengum við þó alla vega tegund sem við getum nýtt, en mun klárlega hafa áhrif á lífríkið,“ segir Sindri. Ljósmynd/Sindri Gíslason Veiðar Grjótkrabbi er veiddur í gildrur og gætu veiðar í Faxaflóa og Hvalfirði skapað atvinnu fyrir nokkra báta. Merkingar Á Sundunum hafa fimm þúsund grjótkrabbar verið merktir síðustu fjögur ár, en sérstökum merkjum er skotið í skjöld krabbans. ég hiklaust við því,“ segir Sindri. Kóngakrabbi getur orðið allt að 1,8 metrar að lengd ef mæld er mesta lengd þegar teygt er á löppunum og þyngdin allt að tíu kíló. Til samanburðar má nefna að stærsti grjótkrabbi sem veiðst hefur var 15,3 sentimetra langur og 576 grömm. Stór krabbi sem þarf að éta mikið „Kóngakrabbinn er tækifæris- sinni eins og þessar krabba- tegundir eru flestallar,“ segir Sindri. „Það segir sig sjálft að þessi stóri krabbi þarf að éta mikið, hann á fáa náttúrulega óvini og innrás hans bitnar á fjölmörgum tegundum, þá einkum í lægri fæðuþrepunum, s.s. skelfiski. Það er hins vegar þannig að þegar einn hlekkur er tekinn út úr fæðukeðjunni í sjónum hefur það áhrif á marg- ar aðrar tegundir. Margar rann- sóknir í Noregi benda til þess að hann hafi þegar valdið miklu tjóni við Norður-Noreg.“ Kóngakrabbi kom í humartroll í Breiðamerkurdýpi í maí 2014 og er það eina dæmið um kóngakrabba á Íslandsmiðum. Líklegast er talið að honum hafi verið hent útbyrðis af skipi. FRÉTTIR 39Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sími 412 1700 - idex@idex. iswww.idex.is Af hverju krosslímt tré? – Umhverfisvæn og sjálfbær framleiðsla – Léttari en steypa – Frábær einangrun – Engar kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu – Mjög fljótlegt að reisa – Einstakir burðareiginleikar – Jarðskjálftaþol eins og best getur orðið – Þynnri veggir - allt að 10% meira innra rými – Notalegt og heilsusamlegt innra umhverfi Vantar gistipláss? Umhverfisvæn hús úr krosslímdu tré Stór eða lítil - allt eftir þínum óskum Bjóðum einnig glugga, hurðir og untanhússklæðningar sem hæfa þínu húsi Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.