Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 48

Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Herra náttföt Verð 9.900,- Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar aðildarríkja Evrópusam- bandsins komu saman í Brussel í gær til að ræða hvernig taka ætti á mesta flóttamannavanda í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni. ESB- ríkin eru klofin í afstöðunni til flóttamannakvóta sem voru sam- þykktir með meirihluta atkvæða á fundi innanríkisráðherra aðildar- landanna í fyrradag og stjórnvöld í Slóvakíu sögðust ætla að höfða mál til að reyna að fá samþykktinni hnekkt. Fjögur lönd – Rúmenía, Slóvakía, Tékkland og Ungverjaland – greiddu atkvæði gegn flóttamanna- kvótunum. Finnland sat hjá í at- kvæðagreiðslunni, en stjórn Pól- lands, sem hafði lagst gegn bindandi kvótum, ákvað að greiða atkvæði með tillögu framkvæmdastjórnar- innar um að skikka ESB-lönd til að taka við ákveðnum fjölda flótta- manna. Að sögn fréttaskýranda breska ríkisútvarpsins er það mjög óvenjulegt að slíkt mál, sem varði fullveldi þjóða, sé afgreitt með sam- þykki aukins meirihluta, en ekki með einróma samþykki í ráðherra- ráði Evrópusambandsins. Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sagði að Slóvakar hygðust brjóta reglur Evrópusambandsins frekar en að fara eftir „þessari til- skipun frá Brussel“. Samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherranna á Slóvakía að taka við 1.502 flótta- mönnum af 120.000 sem skipta á milli ESB-landa. „Slóvakar ætla ekki að virða kvóta sem byggjast á tilskipunum,“ sagði Fico. „Við ætl- um að höfða mál fyrir Dómstól Evr- ópusambandsins í Lúxemborg.“ „Aðeins framtíðin getur leitt í ljós hversu mikil mistök þetta eru,“ sagði Milos Zeman, forseti Tékk- lands, um niðurstöðu ráðherrafund- arins. Ríkisstjórn Tékklands kvaðst þó ekki ætla að höfða mál vegna deilunnar. Stjórn Rúmeníu sagði landið geta tekið við þeim fjölda sem því var út- hlutaður en Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, sagði að ekki væri hægt að leysa flóttamannavandann með bindandi kvótum. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, mótmælti einnig niðurstöðu innanríkisráðherranna og sakaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um „siðferðislega heimsvaldastefnu“ með því að þröngva afstöðu sinni upp á önnur ESB-ríki. Hann sagði að Ungverjar hefðu lýðræðislegan rétt til að taka aðra afstöðu en þýski kanslarinn í flóttamannamálinu. „Ungverska þjóðin vill þetta ekki og við biðjum um að óskir Ungverja verði virtar.“ Óttast að milljónir flóttamanna fari til Evrópu Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, lagði áherslu á að herða þyrfti eftirlit við ytri landa- mæri Schengen-svæðisins til að koma í veg fyrir enn meiri straum flóttamanna til Evrópu frá Miðausturlöndum og Afríku. „Átök- unum í Miðausturlöndum, einkum í Sýrlandi og Írak, lýkur ekki á næst- unni,“ sagði Tusk og bætti við að milljónir manna kynnu að reyna að komast til Evrópu. Hann sagði að um átta milljónir manna væru á flótta innan landamæra Sýrlands og um fjórar milljónir til viðbótar hefðu flúið til grannríkjanna, m.a. Tyrk- lands, Jórdaníu og Líbanons. „Þess vegna stöndum við núna frammi fyr- ir þeim möguleika að milljónir manna reyni að komast til Evrópu, ekki þúsundir.“ Slóvakar höfða mál gegn ESB  Sætta sig ekki við flóttamannakvóta sem samþykktur var með auknum meirihluta atkvæða  Forsætisráðherra Ungverjalands sakar Angelu Merkel um „siðferðislega heimsvaldastefnu“ AFP Komust yfir hafið Flóttamaður kemur að landi með barn í fanginu eftir siglingu á gúmmíbáti yfir Eyjahaf frá Tyrklandi til grísku eyjunnar Lesbos. Aðstoðin aukin » Ríki Evrópusambandsins ætla að auka fjárframlög sín til hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna um milljarð evra, jafnvirði rúmra 140 milljarða króna, vegna neyðaraðstoðar við flóttafólk, samkvæmt drög- um að yfirlýsingu leiðtoga- fundar ESB. » Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði fyrir fundinn að brýnt væri að afstýra hung- ursneyð í flóttamannabúðum. Öryggislögregla Danmerkur (PET) telur að lítil sem engin hætta sé á því að hryðjuverkamenn séu meðal þeirra flótta- og farandmanna sem koma til Danmerkur, að sögn Finns Andersens, starfandi forstjóra PET. Hann segir þetta mat byggjast á upplýsingum um að mjög ólíklegt sé að hryðjuverkasamtök noti leiðir smyglara til þess að koma hryðju- verkamönnum inn í Danmörku frá Miðausturlöndum. „Einfaldlega vegna þess að leiðin er hættuleg og þess vegna ekki fýsileg í þeirra huga,“ sagði Anderson á blaða- mannafundi með dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pind, og ríkislög- reglustjóranum Jens Henrik Høj- bjerg. Flýja ofríki íslamista Óttinn við að hryðjuverkamenn og skæruliðar séu meðal flóttafólks sem er komið til Evrópu eða á leiðinni þangað er vinsælt umræðuefni á net- inu og samskiptavefjum. Ekki hefur bætt úr að samtök íslamista, Ríki ísl- ams, hafa kynt undir óttanum með því að halda því fram að samtökin hafi sent þúsundir skæruliða til Evr- ópu í dulargervi flóttafólks. PET gefur lítið fyrir yfirlýsingar Ríkis íslams og segir að með þessu séu samtökin að reyna að leiða um- ræðuna á villigötur því að flestir flóttamenn séu að flýja undan ofríki hryðjuverkasamtaka á borð við Ríki íslams. Þess vegna sé mjög lítil hætta á að flóttafólkið hafi nokkra samúð með Ríki íslams eða öðrum samtökum íslamista. „En að sjálf- sögðu getum við ekki hafnað því að á meðal flóttafólks leynist ein- staklingar sem hneigist til að styðja áróður íslamista,“ sagði Andersen. 24.03131.443 9.287 10.500 4.646 1.100 7.214 2.047 1.705 1.364 6.752 1.300 Skipting 32.256 flóttamanna (skv. tillögu frá júlí) Íbúafjöldi (í milljónum) Skipting 120.000 flóttamanna milli landa 11 Belgía Írland Hyggst taka við 1.500 flóttamönnum (landið á ekki aðild að ESB) Bretland Stefna annarra landa Sviss Danmörk Tekur við 1.000 manns Greiddu atkvæði gegn flóttamannakvótunum 9,5 Svíþjóð 8,4 Austurríki 10,6 Portúgal 10,4 Tékkland 5,4 Finnland Áform ESB um flóttamannakvóta Heimildir: Framkvæmdastjórn ESB, Eurostat Þýskaland 80,2 80,2 20,1 Rúmenía 64,9 Frakkland 46,8 Spánn Pólland 38 16,7 Holland 7,4 Búlgaría 5,4 Slóvakía 4,3 Króatía 3 Litháen 2 Slóvenía 2 Lettland 0,5 Lúxemborg 1,3 Eistland 0,8 Kýpur 0,4 Malta 9,9 Ungverjal. 4.564 Hyggst taka við 20.000 flóttamönnum á fimm árum frá búðum nálægt Sýrlandi Tekur við 2.900 manns 4.469 14.931 3.640 3.074 2.978 2.398 1.600 1.502 1.064 780 631 526 440 373 274 133 0 1.369 0 1.309 1.100 792 450 100 400 255 230 200 320 130 173 60 0 Lítil hætta á að hryðjuverka- menn séu meðal flóttafólks
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.