Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 58
Sælkerakaffi Ljúfir kaffidrykkir á borð við cappuccino, espresso macc- hiato og latté voru flestum ókunnir fyrir tilkomu Kaffitárs hér á landi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 MATUR Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Mikið vatn – eða réttara sagt, kaffi – hefur runnið til sjávar síðan Aðal- heiður setti Kaffitár á stofn árið 1990 og fjölmörg kaffihús þess setja svip sinn á borg og bæi hér á landi. Með það í huga er ekki úr vegi að inna frumkvöðulinn Aðalheiði eftir því hvaða langtímamarkmið hún setti sér þegar hún hóf vegferðina fyrir ald- arfjórðungi. Sá hún framtíðina ef til vill fyrir sér einmitt svona? „Nei nei, og ég hef aldrei sett mér mjög háleit markmið, aldrei!“ segir Aðalheiður og hlær við. „Og geri ekki enn. Maður fer af stað með einhverja hugmynd af því manni finnst hún skemmtileg og trúir á hana, að hún geti gengið upp. Það er alltaf mark- miðið, að þetta geti gengið upp þann- ig að maður hafi viðurværi af því og vinni við það sem maður hefur áhuga á, og geti byggt upp fyrirtæki þar sem fólk vill vinna fyrir þig. Þá þarf einnig að hafa vöru sem einhverjir gleðjast yfir. En að ég hafi hugsað sem svo að ég ætlaði að opna svo og svo mörg kaffihús, eða verða svona eða hinsegin – aldrei. Það hefur ein- faldlega aldrei hvarflað að mér.“ Tíðarandinn var tilbúinn Þeir sem hafa aldur til að muna kaffimenninguna hérlendis fyrir árið 1990 vita sem er að nýmalað kaffi var næsta fáheyrt og flestir keyptu bara löngu malað kaffi til uppáhellingar. Það má því spyrja sig hvers vegna Aðalheiður taldi að mörlandinn væri tilbúinn fyrir sælkerakaffi á tímum þegar fæstir höfðu hugmynd um hvað espressó þýðir, og hvað þá macchiato eða ristretto – orð sem nærfellt allir kaffiunnendur hafa á takteinum nú til dags. „Á þessum tíma var svo mikið að gerast í matarmenningu á Íslandi og þetta var einhvern veginn í loftinu,“ rifjar Aðalheiður upp. „Ég hafði reyndar búið fimm árin á undan í Bandaríkjunum og hafði því ekki tek- ið þátt í þeirri þróun en þetta var að gerast í Ameríku og mér sýndist sama vera upp á teningnum hér. Það voru að spretta upp góð veitingahús, fólk fór ívið oftar út að borða um leið og blöð á borð við Gestgjafann og matreiðsluþættir í sjónvarpinu urðu vinsælli. Það var ákveðin tíska í gangi og þar sem Íslendingar eru bæði vel stæðir og nýjungagjarnir var engin ástæða til að ætla annað en að það sem var að gerast annars staðar á Vesturlöndum myndi líka gerast hér. Kaffi var í raun bara liður í þessari þróun matarmenningarinnar.“ Aldarfjórðungs tímamót Í tilefni af yfirstandandi tímamót- um er við hæfi að líta um öxl og Að- alheiður er að fara í gegnum gamlar myndir meðan við tölum saman. Margs er að minnast eins og gengur frá viðburðaríkum aldarfjórðungi og kaffismekkur landans hefur óneit- anlega tekið ákveðnum stakkaskipt- um á þessum tíma. Aðalheiður fann það reyndar nýverið á eigin skinni, ef svo má að orði komast. „Við hugsuðum sem svo: Hvernig væri að setja á markað espressóið sem við buðum upp á í upphafi í til- efni af afmælinu? Sömu blöndu og sömu brennslu? Við gerðum það svo um daginn og það var sannast sagna svo vont að við hættum snarlega við að setja það á markað,“ segir Aðal- heiður og hlær dátt. Hún útskýrir í framhaldinu að sér hafi í árdaga verið kennt að brenna espressó „alveg svakalega hratt og svakalega mikið, í takt við ameríska stílinn. En niður- staðan af þessari afmælistilraun var bara þunnt brunabragð. Svo af þessu má ráða að eitthvað hefur maður lært á þessum 25 árum“. Hár gæðastaðall á Íslandi Aðalheiður bætir því við að það sé ánægjulegt að sjá hversu hár gæða- staðall kaffis sé orðinn á Íslandi, nokkuð sem hún sjái glöggt af sam- anburði við önnur lönd eftir tíð ferða- lög sem forstjóri Kaffitárs. „Hér á landi eru rekin mjög mörg framúrskarandi kaffihús, með mjög hæfa kaffibarþjóna, og þar sem land- ið og Reykjavík eru lítil dreifist kunn- átta og þekking auðveldlega milli manna. Þetta hefur skilað sér í því – og þetta hef ég ítrekað heyrt frá út- lendingum sem ég hef hitt hérna á landi – að almennt er kaffið á Íslandi mjög gott. Þetta er kannski aðeins að breytast með tilkomu ferðamanna- straumsins síðustu tvö eða þrjú ár því í tilfelli ferðamanna er ekki endilega um endurtekin viðskipti að ræða. Þá sjáum við að veitingahús sem hafa verið með fyrsta flokks kaffi hafa nú skipt yfir í eitthvað ódýrara. Við- kvæðið er að þetta skiptir ekki máli því þetta eru bara útlendingar. En kaffibrennslurnar hérlendis flytja al- mennt inn góðar kaffibaunir svo kaffihúsin bjóða heilt yfir upp á fyrsta flokks kaffi og kaffidrykki. Það er afleiðing þróunar sem hefur verið gaman að taka þátt í og stuðla að í 25 ár.“ Íslensk kaffi- hús almennt mjög góð  Kaffitár átti sinn þátt í því að þróa kaffismekk landans  Fyrirtækið fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli sínu Morgunblaðið/Eggert Bragðgæði „Hér á landi eru rekin mjög mörg framúrskarandi kaffihús, með mjög hæfa kaffibarþjóna, og þar sem landið og Reykjavík eru lítil dreifist kunnátta og þekking auðveldlega milli manna. Þetta hefur skilað sér í því – og þetta hef ég ítrekað heyrt frá útlendingum sem ég hef hitt hérna á landi – að almennt er kaffið á Íslandi mjög gott.“ Ljúfmeti Kaffitár framleiðir eigið bakkelsi fyrir kaffihús sín og selur enn- fremur gestum og gangandi í Kruðerí Kaffitárs við Nýbýlaveg í Kópavogi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.