Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 MATUR Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com Mikið er skrifað og skrafað um mataræði, fólk opnar varla svo blað eða kveikir á sjónvarpi að ekki séu á boðstólum greinar og þættir sem varða matreiðslu og rétta næringu fólks á ýmsum aldri. En eru börnin okkar á góðu fæði? Dr. Anna Sig- ríður Ólafsdóttir þekkir vel til í þessum málaflokki og er aðili að norrænni rannsókn á skólamat. „Mataræði íslenskra barna er að mörgu leyti gott þótt margt mætti einnig vera betra. Okkur hættir til að draga bara fram dökkar myndir og leggja áherslu á vandamálin en ég er hlynnt því að við drögum fram hvað er gott og hvað má bæta í stað neikvæðra skilaboða,“ segir dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir, dós- ent í næringarfræði við Háskóla Ís- lands. „Þannig sýna rannsóknir síðustu ára að Íslendingar almennt hafa bætt mataræði sitt á margan veg eins og til dæmis með aukinni neyslu grófmetis, grænmetis og ávaxta – þótt við eigum enn nokkuð í land með að ná ráðleggingum þar um – og það hefur dregið úr neyslu sykraðra gosdrykkja. Íslendingar ir sem báðir innihalda hakk svo dæmi sé nefnt – en það skipt- ir líka máli að vita hvort barnið fær nóg að borða. Ég hef ásamt Ingibjörgu Gunnarsdóttur, prófessor í nær- ingarfræði, stýrt íslenskum hluta norrænnar rann- sóknar á skólamat – Promeal – en þar erum við með um- fangsmikil gögn um skólamatinn, mataræði skólabarna og heilsu og hegðun í skólanum. Verið er að vinna úr þessum gögnum og við höfum góðan liðsauka meistara- og doktorsnema með okkur í því. Eitt af því sem þar hefur komið fram er að breytileikinn í orkuinni- haldi máltíða í skólum er mjög mik- ill og suma daga dugar viðmiðunar- skammturinn ekki til að börnin fái næga orku. Annars vegar er mikilvægt að máltíðir séu settar saman með það í huga að börnin fái nóg að borða og hins vegar að foreldrar séu meðvit- aðir um þetta því það hefur áhrif á það hversu mikið nesti er hæfilegt og hversu svangt barnið er þegar það kemur heim eftir skóladaginn. Svo flækist þetta enn frekar þegar börnin koma kannski ekki heim til sín fyrr en um eða eftir kvöldmat vegna íþrótta og tómstunda – það gleymist oft að nesta börnin fyrir síðdegisdagskrána og erfitt getur verið að koma matmálstímum fyrir ef börnin eru á ferðinni langt fram eftir degi.“ Ekki til óþekk börn, bara þreytt og svöng börn Hefur ófullnægjandi mataræði af- drifarík áhrif á krakka? Mér finnst alltaf góð setning sem ég heyrði einu sinni um að það séu ekki til óþekk börn, bara svöng börn og þreytt börn. Ef skortir á mat eða svefn líður manni einfald- lega ekki nógu vel til að takast á við daginn og pirringur og einbeiting- arleysi gerir frekar vart við sig. Hvað er þá heppilegt fyrir börnin að til sé í ísskápnum þegar þau koma heim og vilja fá sér bita? „Að mörgu leyti er seinnipartur dagsins erfiðastur með tilliti til fæðuvals barna og getur haft mikið um hollustuna að segja. Þetta er sá tími dagsins sem viðbættur sykur og orkusnautt fæði verður hvað helst fyrir valinu, þ.e. kex, sæta- brauð hvers konar, skyndinúðlur og aðrir trefjasnauðir kolvetnagjafar sem auðvelt er að fá sér án fyrir- hafnar og löngunin auk þess oft meiri í slíkt fæði ef komið er heim illa svangur. Það sama má segja um drykki, svo sem djús og kókómalt eða mikið mjólkurþamb; vatnið þarf að vera sýnilegt og aðgengilegt heima – til dæmis með því að vera með kalt vatn í könnu í ísskápnum. Það er á ábyrgð foreldra að hafa hollan kost aðgengilegan og sýni- legan á heimilinu og á sama hátt getur verið skynsamlegt að hafa ekki það í skápunum sem við viljum síður að sé borðað. Gróft og trefja- ríkt brauð eða hrökkbrauð, ásamt áleggi auk grænmetis og ávaxta eru dæmi um góða síðdegisbita. Það er samt ekki nóg að eiga hollan mat, það sem ræður úrslitum er oft hvort hann er girnilegur og hvað hann er að „keppa við“. Ef búið að að skera niður ávexti og grænmeti eða ávaxtaskálin höfð fyrir aug- Lengi býr að fyrstu gerð  Mataræði barna er mál sem stöðugt þarf að gefa gaum  Dr. Anna Sigríður Ólafs- dóttir þekkir vel til í þessum málaflokki og er aðili að norrænni rannsókn á skólamat Gagnsæi „Mjög mikilvægt er að skólinn og heimilin vinni saman og að foreldrar séu vel upplýstir um skólamatinn,“ segir dr. Anna Sigríður. eiga það þó sameiginlegt með öðr- um vestrænum þjóðum að mataræði barna fer versnandi með hækkandi aldri og það þarf því að huga sér- staklega vel að börnum á grunn- skólaaldri, ekki síst elstu bekkjum grunnskólans og í framhaldsskól- unum. Þar sem foreldrar hafa hvað mest áhrif á fæðuval barna sinna má vera að minni afskipti foreldra af mataræði eldri barna sé hluti af skýringunni. Mikilvægt að skólinn og heimilin vinni saman Stundum heyrist sú gagnrýni að foreldrar séu að gera skólanna um of ábyrga fyrir réttu mataræði skólabarna, er það rétt? „Mjög mikilvægt er að skólinn og heimilin vinni saman og að for- eldrar séu vel upplýstir um skóla- matinn til að hægt sé að stuðla að jafnvægi og fjölbreytni í fæðuvali. Erfitt getur verið að setja saman heimilismatseðilinn ef ekki er vitað hvað var á borðum í skólanum – það er annars merkilegt hvað það getur verið erfitt að fá börn og jafnvel fullorðna til að borða fisk tvisvar sama daginn á meðan færri virðast gefa því gaum þótt það sé kjöt tvisvar sama dag, jafnvel tveir rétt- Girnilegt Mikilvægt er að hafa matinn lystilega á borð borinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.