Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 69

Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins um árabil. Þá höfðum við báðir mikinn áhuga á tónlist og stangveiði. Það var mikil gæfa fyrir mig sem ung- an mann að Hörður skyldi taka mig undir verndarvæng sinn og styðja mig til þeirra starfa og verkefna sem voru okkur báðum svo hugleikin. Ég hitti hann síðast 23. ágúst síðastliðinn á Landspítalanum, þá sagði hann við mig: „Það fer ekki mikið fyrir meistara þínum núna, en ég er sáttur.“ Síðan ræddum við um fótbolta og stöðu Akranesl- iðsins. Knattspyrnan á Akranesi á Herði mikið að þakka. Með fráfalli Harðar Pálsson er Akranesbær fátækari en margan grunar, en missir Ingu og fjöl- skyldu Harðar er mestur. Hörður var höfuð fjölskyldunnar og hann var vakinn og sofinn yfir velferð hennar því að fjölskyldan var í fyrsta sæti í allri hans hugsun og verkum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Herði fyrir löng og góð kynni um leið og ég votta Ingu og fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Gunnar Sigurðsson. Hörður Pálsson var í áratugi einn af máttarstólpum Sjálfstæð- isflokksins á Akranesi. Ég átti því margháttað samstarf við hann á þeim vettvangi. Fyrstu kynni mín af Herði tengdust hins vegar kunningsskap foreldra minna við tengdafólk hans á Hellissandi og kynntist ég þá þegar þessum ein- staka athafnamanni, sem hafði skýra sýn á tilveruna og kom skoðunum sínum óhikað á fram- færi svo eftir var tekið. Ég þekkti því nokkuð til Harðar þegar leiðir okkar lágu saman á vettvangi sveitarstjórnarmálanna er hann var kjörinn í bæjarstjórn Akra- nesskaupstaðar árið 1974 og ég ráðinn sem sveitarstjóri Stykkis- hólmshrepps að loknum kosning- um það sama ár. Samstarf okkar á pólitíska sviðinu byrjaði því með samvinnu okkar innan Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, þar sem áhugi okkar og vilji til þess að vinna að hagsmunamálum Vestur- lands fór saman. Ég fann strax að ég naut tengsla hans við fólkið á Hellissandi og þau tengsl urðu til þess að hann átti auðvelt með að setja sig inn í málefni og hagsmuni Snæfellinga. Naut ég því góðs sambands við Hörð bæði í starfi á vettvangi sveitarstjórnarmála og enn frekar þegar kom að því að njóta stuðnings Harðar í þing- kosningum og störfum mínum sem ráðherra. Fjölbreytt áhuga- svið Harðar jafnt á sviði atvinnu-, menningar-, íþrótta- og stjórn- mála, sem og víðtæk tengsl hans í Skagafirði, á Snæfellsnesi, Borg- arfirði og Akranesi, varð til þess að hann átti fjölmarga vini og samstafsmenn sem nutu krafta hans og einstakrar atorku og þá ekki síst á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins. Það var gott að leita ráða hjá Herði. Maður gat verið viss um að hann segði skoðun sína umbúðalaust og hann átti auðvelt með að koma á mikilvægum tengslum og samböndum. Hörður þótti stundum beinskeyttur og hrjúfur í samskiptum en af kynn- um mínum af honum vissi ég að velvilji bjó að baki og sannfæring um að betra væri að sjá myndina alla og þá bæði jákvæðar og nei- kvæðar hliðar mála þegar mikið lá við og ráð voru gefin. Hörður var höfðingi heim að sækja og gest- risni þeirra Ingu var einstök. Þess naut ég þegar ég var á kosninga- ferðum og var stundum dögum saman á Akranesi þar sem Hörð- ur taldi að ég ætti verk að vinna við að kynnast högum Skaga- manna og því góða fólki sem þar bjó og vildi veita Sjálfstæðis- flokknum öflugt lið í kosningum og styðja áform um framfarir í samfélaginu. Fyrir það vil ég þakka um leið og ég minnist Harð- ar með virðingu og þakklæti fyrir samstarfið. Ég sendi Ingu Þór- eyju og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Harðar Pálssonar. Sturla Böðvarsson. Hniginn er að foldu hugsjóna- maður hollra lífshátta, trúr merk- isberi bindindismanna um árarað- ir, löngum þar í forystu. Á hverfulli tíð eru slíkir samfélagi okkar einkar dýrmætir, þeirra er líka sárt saknað. Á vettvangi Reglunnar kynntist ég Herði og fór vel á með sjálfstæðismannin- um og allaballanum, enda stjórn- mál sjaldan til umræðu, hvor um sig vissi af hinum og létu sam- eiginleg áhugamál sitja í fyrir- rúmi. Hörður naut mikils trúnað- ar í Góðtemplarareglunni ekki síður en í þjóðmálunum og var í æðstu stjórn þar og þegar við breyttum yfir í Bindindissamtökin IOGT var ekki amalegt að eiga Hörð að með sinni einlægu sann- færingu þess að rétt skref væri stigið. Stuðningur hans þar gjörði gæfumuninn, enda hans hjartans áhugamál að styðja það sem gæti komið hreyfingunni helzt til góða. Alla tíð var Hörður jafnrökfastur, jafneinarður þegar hann tók til máls hjá okkur og minnisstæðar verða okkur heimsóknir hans til okkar þar sem hann fór á kostum, flutti gamanmál, söng og ræddi svo alvörumál, hvetjandi til dáða af heitum huga með snjöllum orð- um og allt jafnvel gjört okkur til ánægju og hvatningar. Þetta sýndi einu sinni enn hversu fjöl- hæfur hann var og fór vel með hvaðeina. Við hjónin nutum þess að hafa Hörð með okkur á þorra- blóti í vetur sem leið og mikið var það skemmtilegt og þakklátum huga horft til þess nú. Hörður var einstaklega góður söngmaður og sýndi það svo víða, máske aldrei betur en í Skagakvartettinum sem veitti manni söngsins unað beint í æð þegar á var og er hlýtt. Þetta eru aðeins fáein fátækleg þakkar- orð fyrir afbragðs kynni og þá fyrst og síðast einlæg þökk fyrir veitula samfylgd í þágu þeirrar hollu hugsjónar bindindisins sem hann barðist svo ötullega fyrir. Þar fór góður drengur um geng- inn veg. Ekkju hans og afkomendum eru sendar hlýjar samúðarkveðj- ur. Helgi Seljan. Á þessum fögru haustdögum hefur góður vinur, Hörður Páls- son bakarameistari á Akranesi, kvatt okkur eftir erfið veikindi. Það er sjónarsviptir að slíkum mönnum í bæjarfélaginu okkar. Hörður var vinnusamur og mjög góður bakari. Hann starf- rækti bakarí sem bar nafn hans, Harðarbakarí. Um tíma dvaldi hann í Kaupmannahöfn þar sem hann kynnti sér kökugerð og „konditori“ að dönskum sið. Brauðin og kökurnar hans voru þekkt og eftirsótt langt út fyrir starfssvæði hans á Akranesi. Hörður var góður söngmaður og minntist oft æskuáranna á Sauðárkróki, en þar tók hann ung- ur þátt í söngstarfi. Á góðum stundum söng hann fyrir okkur félaga sína með bjartri tenórrödd. Rætur Harðar voru sterkar í Skagafirðinum og þangað heim- sótti hann reglulega vini og kunn- ingja. Ég minnist atviks sem sýnir ræktarsemi hans við gamla vini. Við fórum saman á fund á Sauð- árkróki. Áður en við lögðum af stað heimleiðis að fundi loknum kvaðst Hörður ætla að heimsækja nokkra vini sína, sem ekki voru á fundinum. Ókum við síðan sem leið lá upp á „Nafirnar“ ofan við byggðina, þar sem kirkjugarður- inn er. „Hér hvíla vinir mínir, sem hafa kvatt á liðnum árum,“ sagði Hörður og blessaði yfir grafir vina sinna sem þar hvíldu. Hörður var mikill félagsmála- maður og tók þátt í fjölbreyttu fé- lagsstarfi á Akranesi. Hann söng í Karlakórnum Svönum, Kirkju- kórnum og kór eldri borgara. Áhugamál hans voru margþætt. Hann var áhugasamur bridsspil- ari og mikill knattspyrnuaðdá- andi. Hann var bindindismaður og lagði fram ómælda vinnu í þágu Góðtemplarareglunnar. Hörður tók virkan þátt í bæjarmálapólitík fyrir Sjálfstæðisflokkinn, starfaði í bæjarstjórn og nefndum á veg- um bæjarins. Kynni okkar hófust nokkuð fljótt eftir komu hans til Akraness og leiðir okkar lágu saman í fé- lagsstarfi. Við gengum báðir í Oddfellowstúkuna nr. 8, Egil, árið 1960. Hann hreifst af hugsjónum Reglunnar og var ávallt tilbúinn að leggja þar góðum málum lið. Hörður lét til sín taka í fjölmörg- um trúnaðarstörfum á vegum stúkunnar. Á þeim árum stofnaði hann ásamt þremur bræðrum í stúkunni söngkvartett, Skagakv- artettinn, sem síðar varð lands- þekktur og sungu þeir félagar og skemmtu fólki um árabil. Á seinni árum fórum við Elín með vinum okkar í nokkrar utan- landsferðir, bæði á sjó og landi. Í þeim hópi voru Hörður og Inga, ásamt Hallberu og Ríkharði. Þau voru góðir ferðafélagar. Þar naut Hörður sín vel. Oft var sungið og glaðst. Við félagar hans í Oddfellow- stúkunni nr. 8, Agli, þökkum hon- um samstarfið og vel unnin störf í þágu stúkunnar og biðjum honum blessunar. Við Elín sendum Ingu og fjöl- skyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bragi Þórðarson. Hörður Pálsson er í val fallinn. Tenórinn bjarti hljómar ekki leng- ur. Sagnamaðurinn góði er þagn- aður. Atorkan og dugnaðurinn eru sagan ein. En hlýr og ferskur hug- blærinn, sem fylgdi honum jafnan, lifir ófölskvaður hjá vinum hans. Hörður var fjölhæfur hæfi- leikamaður. Hann rak myndarlegt fyrirtæki og kom víða við í at- vinnu- og félagsmálum á Akra- nesi. Hann var bjartsýnn, hug- djarfur og hvatti til góðra verka. Hörður var ungur að árum þeg- ar Skagfirðingar veittu því athygli að pilturinn hafði söngrödd góða og sá hæfileiki að syngja til að halda „gleði hátt á loft“ fylgdi hon- um nánast til æviloka. Margir muna Skagakvartettinn flytja Skagamenn skoruðu mörkin og Umbarassa. Áratugum saman söng hann í kirkjukórum á Sauð- árkróki og Akranesi. Og hvar sem hann kom til mannfunda fylgdi honum söngur og gleði. Ungur að árum gekk Hörður til liðs við Góðtemplararegluna. Hann var traustur samstarfsmað- ur Jóns Þ. Björnssonar skóla- stjóra og hélt að hætti hans merk- inu hátt á loft til æviloka. Aldrei gerðist hann slíkur siðvillingur að leitast við að stuðla að því að láta dreifa sem víðast því vímuefni sem veldur hér á Vesturlöndum meira tjóni og hörmungum en öll önnur þvílík efni samanlögð. Hörður Pálsson var margfróð- ur og snjall sagnamaður enda for- eldrar hans báðir prýðilega greint fólk og skemmtilegt. Hann var rit- fær vel eins og frásagnir hans í Skagfirðingabók sýna. Hann var vel íþróttum búinn ungur og áhugamaður um þá hluti til hins síðasta. En umfram allt var Hörður Pálsson drengur góður. Hann var fastlyndur og traustur eins og tryggð hans við Góðtemplararegl- una sýnir. Okkur hjónum var hann heill og hlýr og þá örugg- astur í stuðningi þegar mest lá við. Ekki áttum við tryggari vini en þau Ingu, fallega og vel gerða konu af Hellissandi. Þau hæfðu hvort öðru vel enda bera afkom- endurnir því vitni. Marga glaða og ánægjulega stund áttum við á glæsilegu heimili þeirra. Þar var jafnan gott að koma og gaman að vera. Hörður hefur yfirgefið leikinn eftir langt og þróttmikið ævistarf. Það er sjónarsviptir að honum. Við Björg minnumst hans með virðingu og þakklæti, samhryggj- umst ástvinum hans og biðjum Guð að gefa honum raun lofi betri. Ólafur Haukur Árnason. Kveðja frá Knattspyrnufélagi ÍA Hörður Pálsson, bakarameist- ari og fyrrverandi formaður Knattspyrnufélags ÍA, lést eftir stutta sjúkdómslegu 15. septem- ber síðastliðinn, 82 ára að aldri. Hörður lærði bakaraiðn á Sauð- árkróki, en kom til Akraness 1958 og tók þá við rekstri Alþýðubrauð- gerðarinnar og rak hana til 1963. Þá keypti hann reksturinn og breytti nafni hans í Harðarbakarí og starfrækti það til 1998. Hörður var mikill félagsmálamaður og kom víða við í þeim efnum. Hann var bindindismaður og starfaði sem slíkur í góðtemplarareglunni bæði á Sauðárkróki og Akranesi og sat lengi í stjórn Stórstúku Ís- lands. Hann var bæjarfulltrúi á Akra- nesi um árabil og lét flest fram- faramál sig varða, einkum ýmis velferðarmál og þá sérstaklega í skóla- og öldrunarmálum. Hann var sæmdur fálkaorðunni 2003. Hörður var mikill áhugamaður um knattspyrnu til hinstu stundar og fastagestur á vellinum þegar Akranesliðið var að keppa. Hann var formaður Knattspyrnufélags ÍA 1988-1989. Á þeim tíma stóð yf- ir mikið uppbyggingarstarf í fé- laginu sem hafði verið stofnað 1986 og eins var mikil uppbygging íþróttamannvirkja í bænum. Þessi ár voru undanfari þeirra miklu sigurára sem fylgdu í kjölfarið næstu ár á eftir. Knattspyrnufélag ÍA þakkar Herði af heilum hug hans störf fyrir félagið og allan þann stuðn- ing sem hann veitti því á löngum tíma. Eiginkonu hans, börnum þeirra og barnabörnum eru send- ar hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar Knatt- spyrnufélags ÍA, Haraldur Ingólfsson. Í dag kveðjum við bakarabræð- ur á Akureyri, Biggi og Billi, vin okkar Hörð Pálsson, bakarameist- ara á Akranesi. Hörður hefur verið vinur okkar frá því að við munum eftir okkur því það var mikill vinskapur á milli pabba okkar, Snorra bakara á Akureyri, og Harðar alla tíð. Við bræður höfum sótt margar fagsýningar í útlöndum í gegnum tíðina og Hörður verið þar með okkur. Þá var gaman að vera með kappanum. Hann var hrókur alls fagnaðar og söngmaður mikill, enda Skagfirðingur. Stundum héldu menn að Hörður væri vel við skál þegar stuðið var sem mest, en svo var ekki. Hörður var alla sína tíð templari, smakkaði ekki vín en var allra manna hress- astur. Billi bróðir og Hörður voru miklir veiðifélagar. Þeir fóru í margar góðar veiðiferðir í gegn- um árin en þótti alltaf skemmti- legast að fara í Hofsá í Vopnafirði. Á skrifstofu Billa er flott mynd af Herði með einn stóran lax úr þeirri góðu á. Kynni okkar Harðar hafa verið mjög náin undanfarin ár þar sem við erum miklir Oddfellowar og Hörður verið í reglunni í 55 ár. Hann var alltaf góður félagi að leita til þegar Oddfellowmál voru annars vegar. Undanfarin þrjú ár sóttum við Hörður mánaðarlega fundi í Reykjavík á efsta stigi reglunnar. Þar vorum við sessunautar við matarborðið eftir fundi og rifjuð- um upp margar góðar stundir. Við fórum líka saman til Kaupmanna- hafnar í janúar síðastliðnum og sátum mjög merkilegan stofnfund á efsta stigi Oddfellowreglunnar. Í matnum eftir fundinn stóð sá gamli upp og stjórnaði fjöldasöng okkar reglusystkina frá Íslandi sem vorum í þessari ferð. Við slóg- um skemmtilega í gegn með þess- ari uppákomu okkar, þökk sé Herði. Kæri vinur. Við bakarabræður kveðjum þig með þökk í huga fyrir allt gamalt og gott. Hvíldu í friði. Elsku Inga og fjölskylda. Við bræðurnir og fjölskyldur okkar sendum ykkur hugheilar samúð- arkveðjur. Birgir og Kjartan Snorrasyn- ir, bakarabræður. ✝ Sigrún Wi-encke fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1964. Hún lést 12. sept- ember 2015. Foreldrar henn- ar voru Ásta Krist- insdóttir, f. 2. október 1944, d. 11. mars 2007, og Pétur Wiencke, f. 16. ágúst 1941, d. 15. október 1991. Systkini Sigrúnar eru Bern- hard Kristinn, f. 13. apríl 1966, d. 12. október 1992, og Þórdís Wiencke, f. 27.6. 1967, búsett í Þýskalandi. Börn Sigrúnar eru: Ásta Wiencke, f. 1. októ- ber 1980, Hallgrímur Mark- ússon, f. 1. júlí 1988, Pétur Wiencke, f. 4. sept- ember 1992, og Karen Björk Wi- encke, f. 19. októ- ber 1993. Barna- börn Sigrúnar eru átta. Eftirlifandi sambýlismaður hennar er Þór Ingi Árdal, f. 31. des- ember 1957. Sigrún ólst upp í Breiðholti og gekk í Fellaskóla og vann ýmis umönnunarstörf um ævina. Síðustu árin vann hún í Fé- lagsstarfi aldraðra í Vogum á Vatnsleysuströnd, þar sem hún var búsett. Útför Sigrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 24. september 2015, kl. 15. Elsku mamma, við vitum ekki hvar við eigum að byrja. Við eigum eftir að sakna þín svo ótrúlega mikið, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur í blíðu og stríðu. Hver á núna að hamra í borðið fyrir okkur þegar á reynir og tuða í okkur þegar við villumst af leið? Þú varst klett- urinn okkar og við fengum ekki einu sinni tíma til að kveðja þig. Við vitum að það var tekið vel á móti þér þarna og þú fékkst loksins að hitta ömmu, afa og Benna frænda aftur, við biðjum að heilsa þeim. Við vit- um það vel að þú átt eftir að bögga okkur í framtíðinni og reyna að skipa okkur fyrir í draumum okkar og fylgist rosa- lega vel með okkur öllum. Þú munt alltaf vera í hug okkar og hjörtum. Elsku mamma okkar, þín verður sárt saknað og við mun- um sjá til þess að öll þín barna- börn munu muna hvað þú elsk- aðir þau heitt. Þau voru líf þitt og yndi og við vitum að það mun ekki breytast, þú átt eftir að vaka yfir þeim og passa upp á þau þar til þau koma til þín. Ekkert af okkur systkinun- um væri komið á þann stað í líf- inu sem við erum núna ef það væri ekki fyrir þig og leiðsögn þína. Við elskum þig svo ótrú- lega mikið að orð fá því ekki lýst. Við vildum óska þess að við hefðum haft lengri tíma með þér, eða bara farið og sótt þig og bannað þér að fara strax. Þín börn, Ásta Wiencke Hallgrímur Markússon Pétur Wiencke Karen Björk Wiencke og barnabörn. Lífið er hverfult og enginn er viðbúinn þegar kallið kemur svona skyndilega hjá konu á besta aldri. Fréttin að hún Sig- rún sé látin kemur eins og högg, maður vill ekki trúa og síðan vakna margar spurningar sem erfitt er að fá svör við á þeirri stundu. Þegar við hugsum til Sigrún- ar mágkonu þá kemur strax upp í hugann hjálpsemi og hvað hún var greiðvikin við fólk. Hún var alltaf boðin og búin að koma að hjálpa ef eitthvað stóð til í fjölskyldunni. Það var alltaf auðsótt mál að leita til hennar , hvort sem það voru einhver veisluhöld, flutn- ingar eða eitthvað annað sem til féll. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Boðin og búin var hún að að- stoða tengdamóður sína við ým- islegt svo sem verslunarferðir, heimilisstörf, hárgreiðslu og viðveru almennt. Tengdamóðir hennar syrgir nú hjálparhell- una sína eins og hún orðaði það. Orðið barnelska kemur einn- ig upp í hugann þegar við hugs- um til Sigrúnar, börn voru henni gleðigjafar og hændust að henni. Barnabörnin fengu að njóta umhyggju og ástar ömmu sinnar óumbeðið. Sigrúnu var margt til lista lagt. Hverslags hannyrðir veittu henni ánægju hvort sem það var minna föndur eða að prjóna heilu skírnarkjólana fyr- ir barnabörnin. Eldri borgarar í Vogunum nutu góðs af sköpun hennar um nokkurn tíma og heyrðum við hana of nefna eldri borgarana sína með hlýju eftir að hún hætti að vinna þar. Garðrækt var henni mjög hug- leikin, ber garðurinn í Vogun- um þess vel merki. Hún elskaði sólina og naut sín úti í góðu veðri. Sigrún hafði margt til að bera sem við förum ekki að telja allt upp. Hún elskaði fjöl- skylduna sína ofar öllu, lagði sitt af mörkum og var vinur vina sinna. Það var alltaf skemmtilegt að setjast með kaffibolla og spjalla við þór bróður og Sigrúnu um heimsins mál. Sigrún var fylgin sér og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Nú óskar maður þess að hafa fengið fleiri stund- ir saman og fleiri samvistir síð- ustu mánuði en svona er lífið, ekkert öruggt í þessum heimi. Þegar andlát ber svona fljótt að er erfitt að taka því, þá er líklega það eina sem við getum gert að hugsa um góðu minn- ingarnar sem sitja eftir í hjarta okkar og styrkja hina sem eftir sitja. Við vottum okkar dýpstu samúð til allrar fjölskyldunnar. Elsku Þór, við hjálpumst að við að horfa upp í ljósið og þú veist hvert þú getur leitað. Elsku Karen, Pétur, Halli og Ásta, minning um góða móður varir alltaf og hjálpar til í sökn- uðinum. Öllum öðrum ættingjum og vinum Sigrúnar sem eiga um sárt að binda sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hvert sem leiðin þín liggur um lönd eða höf; berðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. (Stephan G. Stephansson.) Hvíl í friði, elsku Sigrún. Svandís og Einar. Í dag kveðjum við Sigrúnu vinkonu okkar. Við kynntumst fyrir 43 árum, þá vorum við all- ar nýfluttar í Breiðholtið og bjuggum allar við sömu götuna. Frá fyrsta skóladegi í Fella- skóla sátum við allar saman og þannig var það meira og minna þangað til við kláruðum grunn- skólann. Við höfum ýmislegt brallað saman í gegnum árin, hlegið og grátið, en umfram allt átt margar skemmtilegar stundir. Það er sárt að þurfa að kveðja svona snemma en við er- um þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með henni og fjölskyldu hennar. Elsku Þór, Karen, Pétur, Halli, Ásta, Þór- dís og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur. Margrét og Ingigerður. Sigrún Wiencke

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.