Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
✝ Rannveig Ingv-eldur Eiríks-
dóttir Löve fæddist
á Bíldudal 29. júní
1920. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 13. sept-
ember 2015.
Foreldrar Rann-
veigar voru Eiríkur
Einarsson, f. 1891,
d. 1973, síðast
bóndi í Réttarholti, og Sigrún
Benedikta Kristjánsdóttir, f.
1896, d. 1969, húsfreyja. Rann-
veig var elst af 15 systrum. Syst-
ur Rannveigar eru Unnur Krist-
jana, f. 1921, d. 1976, Magga
Alda, f. 1922, d. 1947, Jóna
Kristjana, f. 1924, Auður Hall-
dóra, f. 1925, d. 2004, Lára
Brynhildur, f. 1926, Svava Guð-
rún, f. 1928, d. 2008, Erla Eyrún,
f. 1929, Inga Ásta, f. 1930, d.
2008, Björg Aðalheiður, f. 1931,
d. 2010, Stefanía Salóme, f.
1933, d. 1999, Magnfríður Dís, f.
1934, Ólöf Svandís, f. 1935, Lilja
Ragnhildur, f. 1941, d. 2012, og
Rafnhildur Björk, f. 1943.
Rannveig ólst upp í Reykjavík
til sjö ára aldurs en þá flutti fjöl-
skyldan á Efri-Brunnastaði á
Vatnsleysuströnd. Þegar hún
Danmarks Lærehøjskole í
dönsku og dönskum bók-
menntum 1973-74, lauk BA-
námi í dönsku og bókmenntum
við HÍ 62 ára að aldri.
Rannveig kenndi við Landa-
kotsskóla í tvö ár og við Mela-
skóla 1954-82, stofnaði þar
fyrsta „lesverið“ hér á landi,
veitti forstöðu skóla fyrir fjöl-
fötluð börn 1973-74, og vann á
Fræðsluskrifstofu Reykjaness
frá 1981 og þar til hún varð 76
ára.
Rannveig samdi og þýddi
smásögur fyrir börn, sá um
barnatíma Ríkisútvarpsins um
skeið, skrifaði, með aðstoð son-
ar síns, ævisögu sína, „Myndir
úr hugskoti“, sem kom út árið
2000, og samdi námsefni fyrir
byrjendur í lestri. Rannveig
gekk ung í Kvenréttindafélag
Íslands, starfaði í Kvennalist-
anum, í Delta Kappa Gamma, fé-
lagi kvenna í fræðslustörfum, og
sat í stjórn Gamma-deildar, hún
sat í stjórn SÍBS og var formað-
ur Reykjavíkurdeildar berkla-
varnar.
Rannveig var heiðursfélagi
Sérkennarafélags Íslands, var
sæmd riddarakrossi fálkaorð-
unnar 2011 fyrir brautryðj-
andastarf í lestrarkennslu og að
málefnum berklasjúklinga, og
Guðmundur, maður hennar, var
sæmdur fálkaorðunni 1977 fyrir
störf að mannúðarmálum.
Útför Rannveigar verður
gerð frá Kópavogskirkju í dag,
24. september 2015, kl. 13.
var fimmtán ára
keyptu foreldrar
hennar bæinn Rétt-
arholt í Sogamýri í
Reykjavík og flutt-
ist fjölskyldan
þangað.
Rannveig giftist
1941 Guðmundi
Löve, f. 1919, d.
1978, fram-
kvæmdastjóra Ör-
yrkjabandalags Ís-
lands, og bjuggu þau í
Reykjavík og síðar Kópavogi.
Foreldrar Guðmundar voru
Carl Löve, f. 1876, d. 1952, skip-
stjóri á Ísafirði, og k.h., Þóra
Guðmunda Jónsdóttir, f. 1888, d.
1972, húsfreyja. Börn Rann-
veigar og Guðmundar eru Sig-
rún Löve, f. 1942, kennari, bú-
sett í Garðabæ, gift Jóhanni
Þorkeli Ólafssyni kennara og
eiga þau þrjú börn og átta
barnabörn, og Leó E. Löve, f.
1948, hrl., búsettur í Reykjavík
og á hann fjögur börn og níu
barnabörn.
Rannveig gekk í Flensborgar-
skólann og lauk handavinnu-
kennaraprófi 1950, kenn-
araprófi 1951, prófi í sérkennslu
við Statens Speciallæreskole í
Ósló 1967, stundaði nám við
„Af hverju vill langamma
deyja?“ spurði litli bróðursonur
minn.
Mér vafðist tunga um tönn.
Hvernig svarar maður svona
spurningu?
Ég hikaði og reyndi að klóra
mig á einhvern hátt úr úr þessu.
Amma mín, sem fyrir svo stuttu
vildi nota hverja stund meðan
hún enn lifði og vildi engum tíma
sóa, var nú orðin södd lífdaga.
Ég reyndi að svara: „Kannski er
hún bara orðin svo gömul og las-
in. Hún er búin að lifa svo lengi
og er orðin svolítið þreytt og
gleymin,“ bætti ég við og leit í
baksýnisspegilinn þar sem snáð-
inn sat í aftursætinu á bílnum
mínum og horfði út um
gluggann.
„Veistu það að þegar maður
deyr fer andinn upp til Guðs,“
sagði hann hugsi. Svo leit hann á
mig þýðingarmiklu augnaráði og
bætti við: „Ég held að hún sé far-
in að leka svolítið.“ Þetta voru
spekingslegar hugsanir hjá ung-
um dreng sem sá fyrir sér sál
langömmu sinnar sameinast al-
mættinu smátt og smátt.
Á þessu augnabliki fannst mér
það óhugsandi að þessi stór-
brotna kona myndi nokkurn tím-
ann deyja. Þrátt fyrir að vera
smá og fíngerð hafði hún stærri
persónuleika en flestir. Fyrir
mér var hún eilíf þrátt fyrir 95
árin sem hún átti að baki. Ég
horfði oft á þessa litlu og hrumu
konu og hugsaði að hún væri
meiri hugur en hold því þótt lík-
aminn væri löngu orðinn lélegur
var hugurinn svo stór að henni
virtist ekkert um megn. „Það er
ekkert að mér nema ellin!“ sagði
hún oft með þjósti og hélt áfram
að njóta lífsins á sinn marg-
brotna hátt. Hún gaf ekkert eftir
þótt heilsan væri fyrir löngu far-
in að bila. Hún var leiðtogi í eðli
sínu, enda elst af fimmtán systr-
um. Hún lýsti því oft hvernig
hún þráði að setjast á skólabekk
en það var ekki sjálfsagt mál fyr-
ir konu af hennar kynslóð.
Námsþorstinn var svo mikill að
hún hélt áfram háskólanámi til
sextugsaldurs.
Hún var brautryðjandi í lestr-
arkennslu og hafði óbilandi trú á
hljóðaaðferðinni sem notuð hefur
til að kenna meginþorra þjóðar-
innar að lesa. Meðal annars fyrir
framlag sitt til lestrarkennslu
hlaut hún Fálkaorðuna.
Nú er stórum kafla lokið. Við
varðveitum dýrmætar minningar
um sterka konu og fyrirmynd.
Vertu Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans, Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(HP.)
Elín Elísabet Jóhannsdóttir.
Fyrirmynd mín.
Föðuramma mín.
Órjúfanlegur hluti lífs míns.
Sterk og réttsýn.
Baráttukona. Sigurvegari.
Fróðleiksþörfin óseðjandi.
Fræðsluþörfin óstöðvandi.
Hún vissi fyrir hvað hún stóð.
Stríðsmaður og hefðarkona
í sömu andrá.
Hún gaf, kenndi, fræddi.
Greip hvert tækifæri.
Ég á henni margt að þakka.
Hún vakti hjá barninu mér
sífellt áhuga og undrun.
Á dásemdum íslenskrar náttúru,
menningar, tungu.
Kenndi mér að þekkja
íslenska flóru,
fugla himinsins,
fjallanöfnin.
Kenndi mér
ljóð og kvæði.
Vakti ást á því sem íslenskt er.
Og býr dýpst í hjarta mínu.
Hún hikaði ekki við
að gára vatnið.
Skilur eftir sig
djúpt skarð.
Þó eru þau miklu fleiri
skörðin sem hún fyllti.
Fyrirmynd mín.
Föðuramma mín.
Órjúfanlegur hluti sjálfs míns.
Yrsa Löve.
Sumu fólki er hægt að læra af
í hvert skipti sem maður hittir
það, ef grannt er hlustað. Þannig
kona var Rannveig föðuramma
mín.
Hún kenndi mér að sjá feg-
urðina í fjallahring. Hún kenndi
mér að sjá fegurðina í hinu smáa.
Hún kenndi mér að standa
fast á mínu. Hún kenndi mér að
enginn stendur einn.
Hún kenndi mér að hver er
sinnar eigin gæfu smiður. Hún
kenndi mér að taka því sem að
höndum ber.
Hún kenndi mér sjálfsöryggi.
Hún kenndi mér að enginn er
fullkominn.
Hún kenndi mér að allt er
hægt. Hún kenndi mér að allt er
óvíst.
En fyrst og fremst kenndi hún
mér gegnum allt sitt orð og æði,
að það er viðhorfið til hlutanna
sem ræður mestu um hvort þeir
verða til góðs.
Guðmundur Löve.
Þegar ég kveð kæra móður-
systur mína þyrlast minningarn-
ar fram í hugann, tilviljanakennt,
líkt og laufblöð í haustblænum.
Ber þar hæst minninguna um
hversu fallega hún sagði frá.
Hún var sögumaður af Guðs náð.
Rannveig móðursystir mín var
elsta dóttir afa og ömmu en
mamma mín næstelst. Þær voru
mjög nánar systur. Ég man því
ekki tilveruna án hennar. Ég var
átta ára gömul þegar hún skrif-
aði þessa litlu vísu í minninga-
bókina mína.
Sálin er gullþing í gleri.
Geymist þó kerið sé veilt.
Bagar ei brestur í keri
bara ef gullið er heilt.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Þó efni vísunnar hafi verið of-
vaxið skilningi barnsins komust
hlýjan og velvildin til skila. Það
atvikaðist svo þannig að þegar
ég var 12 ára bjó ég hjá henni
einn vetur. Hún var mér afar góð
og gaf sér nægan tíma til þess að
svara alls konar spurningum
sem voru að brjótast um í kolli
hálfvaxinnar manneskju sem
hvorki var barn né fullorðin.
Þegar telputetrið bar upp spurn-
ingar sem ekki var hægt að
svara, var hinn forni heimspek-
ingur Epiktet kallaður til sög-
unnar og úr smiðju hans fengust
orðtök eins og „Hver er sinnar
gæfu smiður“ og mörg fleiri sem
komu að góðum notum. Dýrmæt-
ar eru ótal kveðjur sem hún hef-
ur sent mér í gegnum tíðina. All-
ar fallegar og persónulegar.
Hver setning og hvert ljóð valið
af kostgæfni í anda hvers tilefn-
is.
Utan starfsins hverfðist líf
hennar um afa og ömmu og af-
komendur þeirra. Hún hélt upp á
85 ára afmælið sitt með því að
bjóða öllum niðjunum í ferð vest-
ur á Bíldudal að fyrsta heimili
þeirra.
Hún var í raun alla tíð í hlut-
verki elstu systurinnar að gæta
þeirra yngri. Í síðustu heimsókn
minni til hennar var mjög af
henni dregið. Hún hafði orðið
fyrir áfalli sem olli því að hún átti
erfitt með tal. Því tók ég með
mér ljóð og sögur Jónasar Hall-
grímssonar til þess að stytta
henni stundina. Ég las sögu og
nokkur ljóð.
Eftir að hafa lesið Gunnars-
hólma, að hennar vali, tjáði hún
sig örlítið um efni ljóðsins. Hún
bærði líka varirnar þegar ég las
ljóðin og eins þegar dóttir mín og
ég rauluðum fyrir hana Smávinir
fagrir, foldar skart. Af þessum
litla visna líkama var eiginlega
ekkert eftir nema sálin, svo
brennandi í andanum og lífs-
neistinn svo sterkur. Við getum
verið þakklát fyrir að hafa átt
hana svo lengi en samt er svo
sárt að missa hana.
Mig langar til að trúa því að
nú sé hún komin á fund ástvina
sinna og beri henni mömmu
minni kveðju mína. Allt þar til
við hittumst öll aftur, handan
óvissunnar, á hinu stóra ættar-
móti.
Þórunn Halla
Guðlaugsdóttir.
Hún hafði óteljandi hliðar sem
hún gat kallað fram, allt eftir
stað og stund; meistari stemm-
inganna. Ræður sem hún hún
hélt gleymdust ekki. „Iffa getur
verið heil veisla,“ sagði yngsta
systir hennar.
Þessi lágvaxna og fíngerða
kona var heillandi senuþjófur og
tæki hún flugið var það snilld.
Ég var alltaf svolítið montin af
henni.
Þessi móðursystir mín, elst af
fimmtán dætrum Sigrúnar og
Eiríks í Réttarholti, var mér
ómetanleg; tenging við móður-
ættina, sagði mér sögur úr æsku
systranna og frá móður minni
sem lést tæplega 25 ára gömul
þegar ég var lítið kríli. Það var
mikilvægt.
Iffa var næm á fólk á sérstak-
an máta en jafnframt afar viss í
sinni sök þegar kom að mönnum
og málefnum. Áhugaefnin voru
óþrjótandi, listir, ferðalög og
menning, lífið sem lifað var á
Vatnsleysuströnd gömlu dag-
anna, þar sem margar systranna
ólust upp fyrstu árin.
Þekkingarþorsti hennar var
einstakur og hún mátti varla vita
af menningarferð án þess að vilja
fara með. Það vissu lesklúbbs-
systur hennar og hjálpuðu henni
að komast með í ferð þótt lík-
aminn hefði sett strik í reikning-
inn. Þær töldu það ekki eftir sér,
blessaðar.
Iffa frænka kom fljótt auga á
hæfileika litlu systurdóttur sinn-
ar og hlúði að. Og barnið fór að
hafa yfir ljóð og sögur; jafnvel
leika söguefnið.
Myrka stigu margur rekur
mörg eru sporin orpin sandi
kólguhljóðið kalda vekur
konu eina á Gautalandi.
Við sungum ljóðið um Helgu
jarlsdóttur þegar ég var lítil og
líka nýlega, þegar ég sat við
rúmið hennar. Hún spurði
hvernig ég nennti að heimsækja
hana? Að syngja með henni og
borða súkkulaði! „Skúlaskeið“
kyrjað, „Spunakonan“ rauluð og
við rifjuðum upp að „það voru
hljóðir og hógværir menn, sem
héldu til Reykjavíkur“.
Við glottum líka báðar þegar
„horn skella á nösum og hnútur
fljúga um borð – hógvær fylgja
orð“. Gömlu skáldin voru vinir
okkar og líka sum þeirra nýju.
Vilborg Dagbjartsdóttir kom ný-
verið í 95 ára afmæli frænku
minnar og flutti henni afar
skemmtilegt ljóð um ellina. Þá
hló Réttarholtsættin, sem metur
spaug og ljóðrænu.
Iffa var alltaf í lífi mínu, þótt
ég muni það ekki allt til upphafs.
Þegar faðir minn kvæntist aftur
kynnti hann nýju mömmuna
mína fyrir henni og Guðmundi.
Iffa frænka var gift Guðmundi
Löve – mesta mannvini sem ég
hef kynnst.
Hann skildi sálirnar og var vel
læs á þær. Það var alltaf notalegt
að fá þau í heimsókn. Þeim fylgdi
slíkur blær. – Iffa frænka og
nýja mamman gerðust vinkonur
og hittust hvern sunnudags-
morgun; ræddu menninguna; rit-
list, myndlist við undirleik klass-
ískrar tónlistar – í yfir 60 ár. Iffu
frænku fylgdi ilmur og kjólarnir
hennar voru svo fallegir. Hátíð.
Þegar hallaði undan fæti hjá
frænku minni sýndi nýja mamm-
an mín henni umhyggjusemi sem
á sér vart sinn líka.
Alkunna var að frænka mín
var sérkennari og frumkvöðull í
lestrarkennslu, sem gagnaðist
einkum börnum með lestrarörð-
ugleika. Aðferðin kallaði á
kennslubækur; eina af annarri.
Iffa frænka var ekki bara fyrir
mér „menningar- og merkis-
kona, sem skrifar um lestrar-
kennslu, sækir sýningar, tón-
leika, fyrirlestra – já og Guð veit
hvað“.
Hún var Iffa, sem kenndi mér
ljóð og sögur, um lífið og móður
mína, æsku og elli. Frjáls úr viðj-
um jarðvistar sagðist hún ætla
að svífa um geimana. Það gerir
hún nú á Guðs vegum, en
„Minningar frá hólma Harðar
hljóma gegnum ölduniðinn“.
Helga Ágústsdóttir.
Kveðja frá Gamma-deild
Delta Kappa Gamma
Delta Kappa Gamma, félag
kvenna í fræðslustörfum, eru al-
þjóðleg samtök um að efla tengsl
kvenna sem vinna að mennta-
málum og fræðslustörfum víðs-
vegar í heiminum. Íslenskar kon-
ur urðu aðilar að samtökunum
árið 1975. Rannveig Löve, sem
nú er kvödd, var virkur félagi í
Gamma-deild Delta Kappa
Gamma á Íslandi frá 1978 og
ógleymanleg hverjum þeim sem
henni kynntust. Hún var kona
sem lét margt gott af sér leiða;
var skólakona og mannvinur af
bestu gerð.
Margs er að minnast úr
félagsstarfinu með Rannveigu.
Hún sagði okkur félagskonum
frá æsku sinni í stórum systra-
hóp, baráttu við berkla og starf-
Rannveig I. E.
Löve
Ástkær faðir minn, afi og langafi,
HUGI JÓHANNESSON
brúarsmiður,
er látinn. Jarðarförin auglýst síðar.
.
Hugrún Hugadóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur.
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi
okkar,
INDRIÐI SIGMUNDSSON,
Árdal,
lést á Heilbrigðisstofun Vesturlands á
Hólmavík 16. september. Útförin fer fram
frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 26. september kl. 13.
.
Einar Indriðason og fjölskylda.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
VALDIMAR VALDIMARSSON,
Grænumýri 13, Akureyri,
lést mánudaginn 21. september.
Fyrir hönd fjölskyldu okkar,
.
Helga Ingólfsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
JÓNA KRISTÍN ENGILBERTSDÓTTIR,
Selvogsbraut 25, Þorlákshöfn,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
22. september síðastliðinn. Útförin
verður auglýst síðar.
.
Guðfinnur Karlsson,
Helga Frímannsdóttir,
Reynir Guðfinnsson, Rebekka Ómarsdóttir,
Harpa Guðfinnsdóttir, Arnar Sch. Thorsteinsson,
Hrönn Guðfinnsdóttir, Garðar Geirfinnsson
og barnabörn.
Okkar ástkæra,
SONJA GEORGSDÓTTIR
myndlistarkona,
lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi
21. september.
.
Hólmfríður Gunnarsdóttir, Guðmundur B. Sigurgeirss.,
Georg Ahrens Hauksson, Ingibjörg Sveina Þórisdóttir,
Ingi Haukur Georgsson, Sigrún Guðný Pétursdóttir,
Ágústa Ahrens Georgsd., Þorsteinn Þórsson.