Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 72
72 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
✝ Hjördís Vigfús-dóttir fæddist
5. nóvember 1938 í
Reykjavík. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
12. september
2015.
Hún var dóttir
hjónanna Þórunnar
Jónsdóttur, f. 28.9.
1905, d. 13.1. 2001,
símstöðvarstjóra
og húsfreyju, og Vigfúsar Þor-
steinssonar, f. 14.8. 1894, d. 3.2.
1974, bónda á Húsatóftum í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Þau systkinin voru 12 talsins,
elstu systkinin, Garðar og Sig-
ríður, eru látin, eftirlifandi
systkini eru Vilborg, Inga Guð-
rún, Alda Jóna, Þorsteinn, Guð-
jón, Jóhanna, Stefanía, Þorgeir
Hörður, f. 18.11. 1965, eig-
inkona hans er Ingibjörg Kol-
beinsdóttir, f. 25.8. 1967, börn
Harðar eru Kristófer Leó, Kar-
el Lind og Eva Ósk, börn Harð-
ar og Ingibjargar eru Hjördís
Lilja og Kolbrún Ólafía, börn
Ingibjargar eru Ingólfur Bjarni
og Aníta.
Hjördís ólst upp á Húsatóft-
um en flutti ung til Reykjavíkur
þar sem hún kynntist eig-
inmanni sínum og bjuggu þau á
Seltjarnarnesi fyrstu árin sín.
Þaðan fluttu þau í Breiðholtið
og nú síðustu árin bjuggu þau í
Þorláksgeisla í Grafarholti.
Hún starfaði á róluvellinum á
Nesinu meðan börnin voru ung
en sem bréfberi eftir að hún
fluttist í Breiðholtið. Hjördís
stundaði hestamennsku ásamt
manni sínum alla tíð og byggðu
þau hesthús á Kjóavöllum í
Garðabæ. Fyrir tíu árum
byggðu þau sumarbústað á
æskuslóðum hennar.
Útför Hjördísar fer fram í
Bústaðakirkju í dag, 24.9. 2015,
kl. 13.
og Jón Vigfús-
arbörn. Vigfús Þór
Gunnarsson, sonur
Sigríðar systur
hennar, ólst einnig
upp sem einn úr
hópnum.
Hinn 16.1. 1960
giftist Hjördís Jóni
Guðmundssyni, f.
19.6. 1936, d. 15.1.
2012, og áttu þau
fjögur börn: 1)
Vignir f. 7.5. 1960. 2) Heimir, f.
3.8. 1961, sambýliskona hans er
Jóhanna Kristín Jónsdóttir, f.
20.9. 1971, synir þeirra eru Jón
Bjartur og Hjalti Birkir. 3)
Fríða Jensína, f. 3.6. 1964, eig-
inmaður hennar er Auðunn
Gísli Árnason, f. 19.2. 1959,
dóttir hennar er Sunneva Krist-
ín og sonur þeirra er Axel. 4)
Í dag kveðjum við mömmu
okkar, Hjördísi Vigfúsdóttur,
sem lést eftir stutt veikindi.
Mamma var alltaf kát og létt í
lund. Hún var fylgin sér en gerði
það á sinn hógværa hátt.
Mamma var alin upp í 12 manna
systkinahópi á Húsatóftum á
Skeiðum. Þar bjó hún við mikið
ástríki foreldra sinna, elti pabba
sinn við bústörfin eða lék sér
með Guðjóni og strákunum við
að smíða bíla. Símstöðin var á
Húsatóftum og þurftu systkinin
oft að þeysast á næstu bæi til að
ná í fólk í símann. Sund var
stundað af miklu kappi hjá systk-
inunum og sáu þau um að þrífa
gömlu Skeiðalaugina svo hægt
væri að nota hana til æfinga.
Ung kynntist hún pabba okkar
og flutti þá til Reykjavíkur. Við
systkinin fæddumst á fimm árum
og var í nógu að snúast. Okkar
fyrstu bernskuminningar eru frá
Seltjarnarnesinu þar sem
mamma og pabbi leigðu af Öldu
systur mömmu. Bjuggu þá fjórar
systurnar á nesinu og var sam-
gangurinn á milli þeirra mikill.
Síðar var flutt í Breiðholtið þar
sem mamma vann sem bréfberi.
Hún naut þess að geta unnið ut-
andyra, farið í hressilega göngu-
túra og síðan tekið á móti okkur
krökkunum úr skólanum. Hún
var alltaf til staðar, matur í há-
deginu og á kvöldin og nóg af
bakkelsi, enda góður bakari.
Ráðist var í að byggja í Hraun-
berginu og gaf mamma þar ekk-
ert eftir. Þar áttum við systkinin
okkar unglingsár og furðuðum
við okkur oft á hversu umburð-
arlynd hún var, tónlistin í botni
og ekkert sagt við því. Hún tók
alltaf vel á móti vinum okkar og
þótti þeim gott að koma inn á
heimilið. Hestamennskan tók við
hjá mömmu og pabba og byggðu
þau sér hesthús í Andvara. Þar
nutu þau lífsins og eignuðust
góða félaga, ekki síst Heiði og
Ragnar. Fengu þau afnot af
spildu í landi þeirra á Laugavöll-
um, þar sem þau dvöldu á sumrin
með hestana sína. Elstu barna-
börnin þeirra eiga ómetanlegar
minningar þaðan. Þegar pabbi
veiktist af parkinson reyndist
mamma honum mikill klettur.
Þegar sjúkdómurinn ágerðist
seldu þau húsið í Hraunberginu
og hesthúsið og fluttu í Þorláks-
geislann, næsta nágrenni við
Heimi og hans fjölskyldu. Mikill
samgangur var þar á milli og
nutu synir hans tveir, Jón Bjart-
ur og Hjalti Birkir, samvista við
ömmu og afa. Barnabörnin missa
mikið nú þegar amma er farin.
Byggður var sumarbústaður á
Skeiðunum á landi bræðra
mömmu, Jóns og Þorgeirs. Hóla-
tún varð griðastaður og þar nutu
þau hestanna og að fá fjölskyldu
og vini í heimsókn. Mamma
missti mikið þegar pabbi lést.
Hún saknaði hans sárt en reyndi
að leyna tilfinningum sínum fyrir
okkur, hún vildi ekki að við hefð-
um áhyggjur af henni. Mamma
og Jóa systir hennar voru dug-
legar að hittast, sungu saman í
kór, fóru í sund og dönsuðu línu-
dans. Hjálpaði þetta mömmu
mikið að takast á við söknuðinn.
Mamma naut félagsskapar
systra sinna en þær hittust alltaf
einu sinni í viku. Við vitum að
hennar verður sárt saknað af
systkinum sínum. Þökkum við
innilega fyrir stuðninginn frá
þeim. Núna finnst okkur gott að
hugsa til þess að mamma er
komin heim, heim til pabba sem
hefur tekið henni fagnandi.
Kveðja
Vignir, Heimir, Fríða
og Hörður.
Skjótt skipast veður í lofti, á
vordögum vaknar grunur um að
ekki sé allt með felldu með
heilsu systur minnar, fyrri part
sumars kemur greiningin og nú
hinn 12. september er hún öll.
Hjördís sem lifði alla ævi heil-
brigðu lífi, mikið fyrir útiveru og
hreyfingu og bindindismann-
eskja í hvívetna. Það virðist ekki
alltaf duga.
Þegar hún var ung stúlka
heima á Húsatóftum, í stórum
hópi systkina, var ákveðinn ljómi
yfir henni í mínum huga, glað-
værð og skemmtilegheit og svo
var hún afrekskona í íþróttum,
hvað maður var stoltur af henni
þegar hún kom heim með verð-
launapeninga frá sundmótum
HSK og einnig Landsmótum
UMFÍ. Hún var flott.
Fyrir tvítugt fór hún til
Reykjavíkur að vinna og fljót-
lega hitti hún þar ungan mann
frá Bæ í Trékyllisvík, Jón Guð-
mundsson, mikinn öðlingsmann
sem varð hennar förunautur
ætíð síðan. Þau stofnuðu sitt
heimili á Nesinu og börnin fjög-
ur fæddust á rúmum fimm árum
þannig að hún hafði í nógu að
snúast. Síðar keyptu þau sér
íbúð í Jörfabakkanum og voru þá
komin í nágrenni við mig og
mína fjölskyldu og um fimm ára
skeið bjuggum við á sama stiga-
palli í sama stigagangi þannig að
nálægðin var mikil. Þetta var
góður tími, hjálpsemi og kær-
leikur voru þeirra aðalsmerki og
aldrei bar skugga á systrasam-
félagið. Dætur mínar eiga ein-
staklega góðar minningar frá
þessum tíma, þeim fannst þær
eiga að hluta til líka heima hjá
„frænku og afa“ eins og þær köll-
uðu Hjördísi og Jón.
Það var alltaf svo gott og nota-
legt að koma til þeirra, ætíð
gestrisin og veitandi og ófáir úr
fjölskyldum þeirra dvöldu um
lengri eða skemmri tíma hjá
þeim þegar á þurfti að halda.
Hennar hlýju nærveru verður
sárt saknað í þriðjudagshittingi
okkar systra en undanfarin ár
höfum við systurnar allar hist á
þriðjudagsmorgnum og átt eðal-
stundir saman og mikið spjallað
og minningar æskunnar gjarnan
reifaðar og fyrir mig, sem er
yngst, mikill fróðleikur um fjöl-
skylduna fyrir mína tíð. Það
verður tómlegt án Hjördísar
systur.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma.
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson)
Við Doddi vottum ykkur elsku
Vignir, Heimir, Fríða, Hörður og
fjölskyldur innilega samúð. Megi
góðar minningar um yndislega
mömmu veita ykkur styrk á erf-
iðum tímum.
Stefanía (Bebba).
Gengin er glaðlynd frænka,
góður vinur og tryggur, hlátur-
mild og hjartahlý, hélt á lofti því
aðalsmerki ættarinnar.
Rúm 70 ár eru liðin síðan við
kynntumst sem börn. Í sex sum-
ur fékk ég í æsku að vera í sveit
á æskuheimili hennar á Húsa-
tóftum á Skeiðum, þótt þar væru
tólf börn fyrir. Þannig vildu þeir
hafa það bræðurnir, feður okkar.
Við Hjördís lékum okkur saman
og tókum þátt í bústörfum eftir
því sem aldurinn leyfði, sóttum
kýr, rákum kindur, hjálpuðum til
við heyskapinn og svo framvegis.
Og á kvöldin var oft farið í sund.
Hjördís var sunddrottning,
fannst mér strákpattanum, en
hún var tveimur árum eldri en
ég. Og oft var glatt á hjalla svo
að húsið fylltist af græskulaus-
um hlátri. Þessara ára er gott að
minnast.
Löngu seinna lágu leiðir aftur
saman, meðal annars þegar Jón,
eiginmaður Hjördísar, hjálpaði
okkur Sigrúnu við smíðar. Það
er líka ógleymanlegt þegar við
litum til þeirra hjóna í sumarbú-
staðnum þeirra á Brúnavöllum
fyrir nokkrum árum. Sama
gamla hlýjan, og óboðnir gest-
irnir leystir út með gjöfum sem
verma okkur um hjartarætur og
minna á gefendurna um ókomin
ár.
Ég er þakklátur fyrir að mér
auðnaðist að líta til Hjördísar á
síðustu dögum hennar á spítal-
anum, eftir að fljótvirkur vágest-
ur hafði barið að dyrum. Þrátt
fyrir það var brosið og húmorinn
á sínum stað og við áttum saman
ljúfa stund þar sem við rifjuðum
upp gamlar minningar, meðal
annars um feðurna sem voru
okkur svo kærir og minnisstæð-
ir.
Minningin um létta lund
Hjördísar og hjartahlýju mun
lifa í huga okkar og ekki síður
ástvina hennar. Við Sigrún vott-
um þeim samúð í öruggri vissu
um það.
Þorsteinn Vilhjálmsson.
Elsku Frænka. Það er með
mikilli sorg í hjarta sem við
kveðjum þig í dag. Þú átt mjög
sérstakan stað í hjörtum okkar
systranna þar sem við tengd-
umst þér svo náið þegar við vor-
um litlar. Í byrjun kölluðum við
þig Hjördísi frænku til að að-
greina þig frá Hjördísi litlu en
það breyttist fljótlega í að þú
varst orðin Frænkan okkar og
þú gekkst undir því nafni eftir
það. Við nutum góðs af náinni
sambúð með ykkur Jóni afa og
börnunum ykkar í Jörfabakkan-
um og þó að lengra yrði á milli
okkar þegar við fluttum í
Hryggjarselið og þið Hraun-
bergið var alltaf einstakt að
koma til ykkar. Aldrei var komið
að tómum kofunum, alltaf var
nóg af kökum á borðum og okk-
ur eru sérstaklega minnisstæðar
heimagerðu karamellurnar sem
við fengum að aðstoða þig við að
setja inn í plast en afraksturinn
rýrnaði nú smá þegar nokkrir
molar hurfu upp í sæla munna.
Einnig voru ferðirnar upp í hest-
húsið ógleymanlegar, það var
svo ævintýralegt að fara þangað
með ykkur. Við erum lánsamar
að hafa fengið að hafa þig í lífi
okkar, þú varst svo ljúf mann-
eskja, hláturmild, falleg, glettin
og fylgin þér.
Þín verður sárt saknað.
Hvíldu í friði, elsku Frænka.
Ástarkveðjur,
Hjördís, Þórunn
Helga og Íris.
Stiginn nötraði og ærslagang-
urinn var mikill, það var keppni í
að ganga á höndum og það var
ekki nógu spennandi að nota
bara gólfið, það þurfti að reyna
sig í stiganum! Þetta var eitt af
fyrstu skiptunum sem ég kom í
heimsókn í Hraunberg 23 þar
sem hamagangurinn var oft mik-
ill í unga fólkinu. En húsmóðirin
sjálf lét þetta ekki mikið á sig fá
og sallaróleg og allt að því feimn-
isleg heilsaði hún mér og spurði
mig hvernig fjölskyldan mín
hefði það. Þannig var henni rétt
lýst því að ávallt bar hún hag
annarra fyrir brjósti.
Seinna meir þegar mamma
mín lést fyrir aldur fram var ekki
bara Vignir umsvifalaust sendur
með köku heim til mín heldur
sýndi hún mér ungum manninum
svo einstaka hlýju og umhyggju
að ég mun ávallt minnast þess.
Þegar talað er um kökur „úff“,
þá vita væntanlega allir sem
þekktu til hvað ég á við. Kök-
urnar hennar Hjördísar voru
ekki bara ótrúlega góðar heldur
svo var svo mikið af þeim og ef
ein kláraðist kom alltaf önnur
jafnharðan úr búrinu.
Einu sinni ætluðum við Vignir
að kíkja á stúlkur á dansstaðnum
Hollywood en þá sem oftar voru
kökur á boðstólum og við pakk-
saddir kölluðum okkur góða að
ná á staðinn fyrir síðasta dans.
En það er ekki hægt að minn-
ast Hjördísar án þess að hafa
hennar besta vin og eiginmann
Jón með, því saman mynduðu
þau þetta einstaka heimili sem
okkur vinum krakkanna þeirra
leið svo vel á og þessi einstaka
tilfinning að alltaf þegar maður
mætti, sama hversu óvænt það
var, var eins og þau hefðu ein-
mitt verið að bíða eftir þér.
Í Orðskviðum Biblíunnar (k.
31.10-31) er talað á fallegan hátt
um hina dugmiklu konu sem vak-
ir yfir því sem fram fer á heim-
ilinu og „etur ekki letinnar
brauð“. Við lestur þeirra fornu
orða finnst mér margt eiga mjög
vel við Hjördísi og hina miklu
umhyggju sem hún sýndi alltaf,
bæði á heimili sínu og þeim sem
þangað komu sem gestir. Þess
naut ég í ríkum mæli og fyrir það
vil ég að leiðarlokum þakka af
heilum hug.
Öllum afkomendum og
tengdafólki Hjördísar og Jóns
sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur.
Eggert Stefán Kaldalóns
Jónsson.
Hjördís
Vigfúsdóttir
✝ Stefán GunnarViljhálmsson
fæddist í Reykjavík
25. júní 1931. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans 12.
september 2015.
Foreldrar Stef-
áns Gunnars voru
Vilhjálmur And-
erson frá Eyr-
arbakka og Elínar
Sveinsdóttir frá
Skagafirði.
Systkini Stefáns Gunnars eru
Unnur, látin, Reynir Sveinn,
lést ungur, Sveinbjörg og And-
res Már. Stefán Gunnar var
yngstur systkina sinna.
búð með Ævari Hilmarssyni,
börn þeirra eru Íris Elisa, Alex-
ander Már og Embla Eir. Ár-
mann er kvæntur Gry Sesilie
Revheim, dætur þeirra eru
Lilja Sól og Cornelia.
2) Þórný Elín Ásmundsdóttir,
hún lést 2002. Börn hennar eru
Gunnar Júlíus Guðmundsson, d.
2013, dóttir hans er Emilia Ljós
búsett í Kanada, Arnþór Fann-
ar Guðmundsson og Berglind
Björg Guðmundsdóttir.
Stefán Gunnar lærði vél-
virkjun í Héðni. Síðan sótti
hugurinn til sjós, fyrst á tog-
urum og síðan á Fossunum og
þá í millilandasiglingum. Hann
kunni vel við sjómannslífið. Síð-
an fór hann að vinna hjá
Reykjavíkurborg í Umferð-
ardeild og var verkefnastjóri í
mörg ár.
Útför Stefáns Gunnars verð-
ur gerð frá Grafarvogskirkju í
dag, 24. september 2015, kl. 15.
Stefán Gunnar
kvæntist Indíönu
Ingólfsdóttur 25.
júní 1966, hún lést
fyrir sjö árum.
Foreldrar hennar
voru Ingólfur
Kristjánsson og
Baldína Sig-
urbjörnsdóttir.
Stefán Gunnar
eignaðist ekki börn
en tvö fósturbörn
þegar að hann kvæntist In-
diönu.
1) Sigríður Jóna Ásmunds-
dóttir, gift Jónhanni Gunnari
Óskarssyni, börn þeirra eru Ás-
dís og Ármann. Ásdís er í sam-
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elsku afi okkar, við vitum
vel að þú varst orðinn saddur
lífdaga, og núna ertu laus úr
viðjum veikinda, en það er allt-
af svo ótrúlega sárt að kveðja
sína nánustu, söknuðurinn er
sár og löngunin til að taka sím-
ann og heyra aðeins í þér eða
líta inn og fá stórt faðmlag er
mikil. Frá því við fæddumst
varst þú alltaf til staðar fyrir
okkur, þú elskaðir okkur skil-
yrðislaust og fyrir það verðum
við þér eilíflega þakklát. Við
áttum því láni að fagna að alast
upp að hluta til í sama húsi og
þið amma bjugguð, þið á efri
hæðinni og við á þeirri neðri,
það var eðlilega mjög mikill
samgangur á milli hæða og
ósjaldan hlaupið upp til ömmu
og afa, því þar var aldrei komið
að tómum kofunum. Við eigum
hafsjó af minningum, þú varst
duglegur að fara með okkur í
sumarbústaðaferðir, ferðaðist
með okkur um landið og bauðst
okkur í óteljandi bíltúra, sér í
lagi eru heimsóknir í Kolaport-
ið minnisstæðar, þar sem
keyptir voru lukkupakkar, sem
síðan voru notaðir þegar við
systkinin fengum að gista, því
sá sem var fyrstur til að sofna
um kvöldið fékk lukkupakka að
morgni.
Stuðningurinn sem þú sýndir
okkur þegar móðir okkar lést
langt fyrir aldur fram er og
verður ómetanlegur, einnig
þegar við misstum bróður okk-
ar og nafna þinn fyrir tveimur
árum, þú varst kletturinn okk-
ar, huggaðir okkur og leið-
beindir í lífinu, án þín værum
við fátækari.
Góða nótt, elsku afi okkar.
Minningar eru fjársjóður sem
enginn getur tekið frá okkur,
þín minnumst við með ást og
þakklæti og biðjum þess að þú
hvílir í friði, viltu skila ástar-
kveðjum til mömmu, Gunnars
Júlíusar og ömmu frá okkur.
Sjáumst síðar. Þín barnabörn,
Arnþór Fannar og Berg-
lind Björg (Lillagó).
Í dag kveðjum við okkar
kæra Stefán Gunnar, eða
Gunnar eins og við kölluðum
hann alltaf.
Hann kom inn í mitt líf þeg-
ar hann og mamma urðu par,
þá var ég 13 ára gömul. Hann
var þá í siglingum og naut ég
góðs af því. Hann keypti t.d.
fermingarkápuna mína í út-
löndum og var það nú ekkert
lítið flott.
Hann reyndist okkur systr-
unum vel og var stoltur af því
að verða hluti af fjölskyldunni
sem stækkaði með komu barna-
barna og barnabarnabarna.
Hann var ekki lítið stoltur
þegar hann eignaðist nafna,
Gunnar Júlíus. Þeir voru miklir
mátar og fór ekki á milli mála
væntumþykjan þeirra á milli.
Því miður lést Gunnar Júlíus af
alvarlegum sjúkdómi fyrir
tveimur árum, þá 28 ára. Var
það mikill missir fyrir afann.
Gunnari hrakaði mikið síð-
ustu tvö ár þar sem þessi mikli
missir hafði mikil áhrif á hann.
Ég og mín fjölskylda höfum
búið í Noregi til fjölda ára.
Gunnar og mamma komu oft í
heimsókn til okkar. Eftir að
mamma dó kom hann einn og
stoppaði þá lengi, bæði um jól,
áramót, páska og sumur. Síð-
ustu ár kom léleg heilsa í veg
fyrir að hann gæti komið til
okkar. Hann kvartaði aldrei,
sagði að það hjálpaði engum.
Stóð sig eins og hetja sama
hvað „brimið“ barði hann.
Alltaf passaði hann að vera
vel til fara, enda mikill fag-
urkeri þegar kom að fötum.
Það var leitt að hann gat ekki
ferðast lengur, það gaf honum
mikla gleði í lífinu.
„En eitt sinn verða allir
menn að deyja, eftir bjartan
daginn kemur nótt.“
Takk kæri minn, fyrir alla
umhyggju og væntumþykju í
okkar garð. Ég óska þér góðrar
ferðar í nýrri ferð um ókunnar
slóðir.
Sigríður Ásmundsdóttir
og fjölskylda.
Stefán Gunnar
Vilhjálmsson