Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 77

Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 77
Trio Nordica og er þátttakandi í Cap- ut-nútímatónlistarhópnum. Hún var listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar árin 2011 og 2012. Auður hefur leikið inn á fjölda geisladiska fyrir innlend og erlend út- gáfufyrirtæki, m.a. Tutl, Japis, King records, GM records og Naxos. Hún hefur jafnan fengið frábæra dóma fyr- ir leik sinn og vinnur nú að geisladiski með íslenskri fiðlutónlist frá árunum 1940-2010. Auður hefur í gegnum árin helgað sig fiðluleik og kennslu: „Það er sérstök upplifun að túlka tónlist fyrir áheyrendur en ég nýt þess einnig að fá að miðla þekkingu minni og reynslu til nemenda. Það er ótrúlega gefandi að kenna ungu fólki. Ég kenni við nokkra tónlistarskóla á höfuðborg- arsvæðinu og er með frábæran hóp nemenda. Margir þeirra hafa í gegn- um árin unnið keppnir, verið í fremstu röð og komist að í þekktum erlendum háskólum. Börnin okkar fjögur hafa öll lært á hljóðfæri, selló, þverflautu og píanó, enda tel ég tónlistarnám mikilvægan hluta af almennri menntun og þroska. Í gegnum árin hefur tónlistariðkun verið ríkur partur af samverustund- um fjölskyldunnar. Þegar ég hef leik- ið á tónlistarhátíðum á sumrin hefur fjölskyldan jafnan verið með í för. En börnin okkar stunda einnig íþróttir af kappi. Elsta dóttir okkar, Anna Katrín, leikur með meistara- flokki Gróttu í handbolta og okkur finnst öllum frábært að mæta á leiki og láta í okkur heyra.“ Fjölskylda Eiginmaður Auðar er Stefán Jón Friðriksson, f. 2.12. 1968, útlánastjóri hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki. Foreldrar hans eru Frið- rik Daníel Stefánsson, f. 7.11. 1932, viðskiptafræðingur í Reykjavík, og Þóra Kristín Jónsdóttir, f. 17.11. 1939, kennari í Reykjavík. Börn Auðar og Stefáns eru Haf- steinn Atli Stefánsson, f. 7.8. 1996, nemi við MR; Anna Katrín Stef- ánsdóttir, f. 22.1. 1998, nemi við VÍ; María Björk Stefánsdóttir, f. 21.11. 2003, nemi við Valhúsaskóla, og Lilja Hrund Stefánsdóttir, f. 4.12. 2005, nemi við Mýrarhúsaskóla. Alsystkini Auðar eru Hrund Haf- steinsdóttir, f. 30.4. 1964, og Edda Hafsteinsdóttir, f. 21.11. 1974, lyfja- fræðingur í Reykjavík. Hálfbróðir Auðar, samfeðra, er Gunnar Viðar Hafsteinsson, f. 4.10. 1956, flugvirki í Mosfellsbæ. Foreldrar Auðar eru Hafsteinn Hafsteinsson, f. 3.12. 1939, hrl. og fyrrv. forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, og Edda Björgvinsdóttir, f. 1.6. 1941. Úr frændgarði Auðar Hafsteinsdóttur Auður Hafsteinsdóttir Þóra Magnúsdóttir húsfr. í Rvík, frá Miðseli Bergur Jónsson skipstj. í Rvík Metta Bergsdóttir húsfr. í Rvík Björgvin Friðriksson bakaram. í Rvík Edda Björgvinsdóttir Friðrik Ólafsson húsvörður í Rvík Helga Hafsteinsdóttir húsfr. á Seltjarnarnesi Ólafur Friðriksson, forseti Skák- sambands Íslands Magnús Bergsson bakaram. og útgerðarm. í Eyjum Sigurður Bergsson bakaram. í Bernhöftsbakaríi Friðrik Ólafsson stórmeistari Guðrún Stefánsd. húsfr. í Vallanesi í Skagafirði Þóra Magnúsdóttir húsfr. í Eyjum Elna Sigrún Sigurðard. húsfr. Stefán Íslandi óperusöngvari Birkir Kristinsson markvörður Sigurður Már Guðjónsson bakaram. í Bernhöftsbakaríi Jón Hafsteinsson skipaverkfr. á Seltjarnarnesi Gunnar Hafsteinsson lögfr. og útgerðarm. í Rvík Guðríður Eiríksdóttir húsfr. í Rvík Jón Bjarnason kaupm. í Rvík Magnea Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. í Rvík Hafsteinn Bergþórsson skipstj., útgerðarm. og forstj. BÚR í Rvík Hafsteinn Hafsteinsson hrl. og fyrrv. forstjóri Land- helgisgæslunnar Bergþór Þorsteinsson skipstj. í Rvík Hannes Pálsson forstj. Hampiðjunnar Bergþór Pálsson bifreiðastj. í Rvík Páll Hafliðason skipstj. í GufunesiGuðlaug Bergþórs- dóttir húsfr. í Rvík Jón Hjaltalín Magnússon verkfr. og fram- kvæmdastj. Helga Hafliðadóttir húsfr. í Rvík Valgerður Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Aðalbjörg Magnúsdóttir á Halldórsstöðum í Langholti Glæsilegur fiðluleikari Auður Hafsteinsdóttir með fiðluna sína. ÍSLENDINGAR 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Bergur fæddist í Reykjavík24.9. 1898. Foreldrar hansvoru Jón Jensson háyfir- dómari, og k.h., Sigríður Hjaltadótt- ir húsfreyja. Jón var sonur Jens Sigurðssonar, rektors Lærða skólans í Reykjavík, bróður Jóns Sigurðssonar forseta. Móðir Jóns var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stærðfræðings, stjörnufræðings og yfirkennara. Sigríður var dóttir Hjalta Ólafs- sonar Thorberg, bónda á Gunn- steinsstöðum í Langadal, bróður Bergs Thorberg landshöfðinga. Móðir Sigríðar var Guðrún Jóhann- esdóttir húsfreyja. Systir Bergs lögfræðings var Ólöf, móðir Jóhannesar Nordal seðla- bankastjóra, föður Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Fyrri kona Bergs var Guðbjörg Lilja Jónsdóttir og eignuðust þau þrjú börn, Sigríði Þórdísi húsfreyju, móður Bergs S. Oliverssonar lög- manns, Jón deildarstjóra og Þóri tryggingastærðfræðing. Seinni kona Bergs var Ólafía Valdimarsdóttir. Bergur lauk stúdentsprófi 1919, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1923, öðlaðist hdl.-réttindi 1947 og hrl.-réttindi 1953. Hann var fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1923-27, sýslumaður í Barðastrand- arsýslu 1927-28, var skipaður bæj- arstjóri í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1935-45, var sakadómari í Reykjavík 1945-47 og starfrækti lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði og Reykjavík frá 1947 og til æviloka. Bergur var alþingismaður Barða- strandarsýslu 1931-42, sat í milli- þinganefnd í kjördæmaskipunarmál- inu fræga 1931, var formaður lögfræðinganefndar um réttar- farslöggjöf 1934, átti sæti í milli- þinganefnd til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðar 1938, var formaður og gjaldkeri Eyrar- sparisjóðs á Patreksfirði, sat í mið- stjórn Framsóknarflokksins frá 1934, sat í landskjörstjórn frá 1943 og til æviloka og í stjórn Dómara- félags Íslands 1941-47. Bergur lést 18.10. 1953. Merkir Íslendingar Bergur Jónsson 85 ára Fanney Tómasdóttir Friðrik Sigurbjörnsson Guðrún Kristinsdóttir Ingunn S. Sigurðardóttir Jónas Ásmundsson 80 ára Björn Helgason Eggert Jóhannsson Emilía Sigurjónsdóttir Ingibjörg K. Þorgeirsdóttir 75 ára Fjóla Guðmannsdóttir Magnús Ingólfsson Marín I. Guðveigsdóttir Óli Pétur Friðþjófsson Páll Ingólfsson Sigurberg Árnason 70 ára Jón Sverrir Garðarsson Karen Welding Pálmi Sigurðsson Sigurlaug Jóhannesdóttir Sigurveig Björnsdóttir Sævar G Proppé Örn Guðjónsson 60 ára Alfreð Viggó Sigurjónsson Andrés Hjaltason Auður Ólafsdóttir Elsa Lára Blöndal Guðrún S. Sigvaldadóttir Gunars Matisans Gunnar Karl Gunnlaugsson Harold Everett Burr Jóhannes Ágústsson Jósteinn Þór Hreiðarsson Margeir Þorgeirsson Óskar Haukur Óskarsson Sigríður Jóhannesdóttir Sigríður J. Sigurðardóttir Sigrún Edda Knútsdóttir Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Stephen John Yates Svanfríður Ásgeirsdóttir 50 ára Anna Karen Káradóttir Benedikta Eik Scheving Bjarnveig Björnsdóttir Dagný María Sigurðardóttir Guðmundur G. Hreiðarsson Guðríður A. Jóhannesdóttir Hulda Björg Reynisdóttir Magnús Ómar Stefánsson María Ósk Steinþórsdóttir Sæmundur Guðmundsson 40 ára Auður Ester Guðlaugsdóttir Ásgeir Gunnarsson Björg Torfadóttir Björn Guðjónsson Bryndís Sigtryggsdóttir Elvar Már Eggertsson Harpa Björg Guðfinnsdóttir Högni Þór Gylfason Ingibjörg Huld Þórðardóttir Jónas Víðir Guðmundsson Júlía Marinósdóttir Matthías Matthíasson Ragnheiður Kristjánsdóttir Sólveig Eiríksdóttir 30 ára Baldur Heimisson Berglind Davíðsdóttir Berglind Ingibertsdóttir Daníel Másson Egill Árni Guðnason Elísabet K. Grétarsdóttir Ernestas Barsciavicius Halldóra Elín Jóhannsdóttir Heiðrún Rós Þórðardóttir Helga Björg Jónsdóttir Írena E. Sædísardóttir Sigurður Arason Theodór Þór Jónsson Þorvaldur Æ.Þorvaldsson Til hamingju með daginn 30 ára Þórir ólst upp í Bollakoti í Fljótshlíð og býr þar, lauk prófi í vél- virkjun og er bóndi í Bollakoti. Maki: Sigríður Þyrí Þór- arinsdóttir, f. 1987, bóndi. Synir: Ármann Þorri, f. 2011, og Þórarinn Breki, f. 2013. Foreldrar: Ólafur Þorri Gunnarsson, f. 1958, bóndi í Bollakoti, og Sig- rún Þórarinsdóttir, f. 1963, bóndi í Bollakoti. Þórir Már Ólafsson 30 ára Tinna býr í Graf- arvogi, lauk stúdentsprófi frá ME og starfar í Garðs- apóteki. Maki: Hallur Kristján Ás- geirsson, f. 1977, knatt- spyrnuþjálfari hjá Fjölni. Börn: Adam Breki, f. 2011, og Emma Dóra, d. 2013. Stjúpbörn: Aron Bjarki, f. 2005, og Saga, f. 2006. Foreldrar: Ásta Einars- dóttir, f. 1955, og Guð- mundur Bjarnas., f. 1953. Tinna Rut Guðmundsdóttir 30 ára Sigrún ólst upp á Akureyri, hefur nánast alltaf verið þar búsett og er þjónustufulltrúi hjá Advania á Akureyri. Maki: Hákon Örn Haf- þórsson, f. 1986, starfs- maður hjá Félagsmið- stöðvum Norðurlands. Börn: Birta Mjöll, f. 2006; Friðgeir Viljar, f. 2012, og Ísak Nói, f. 2014. Foreldrar: Helga Skjóldal, f. 1967, og Friðgeir Sum- arliðason, f. 1966. Sigrún Þóranna Friðgeirsdóttir Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 - fös: 12-16. Flott úrval af skyrtum og gallabuxum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.