Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 92
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 267. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Er þetta það eina rétta?
2. Til staðar þegar aðrir lokuðu á hana
3. Breytingar í kringlunni
4. Boða endalok dísilbílsins
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Félagskonur KÍTÓN á Norðurlandi
efna til tónleikaraðar í tilefni af 100
ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Aðrir tónleikar raðarinnar verða á
Græna hattinum í kvöld kl. 21. Flutt
verður tónlist sem íslenskar konur
hafa samið eða flutt ógleymanlega.
Fram koma m.a. Þórhildur Örvars-
dóttir, Helga Kvam, Kristjana Arn-
grímsdóttir og Lára Sóley Jóhanns-
dóttir.
Ljósmynd/Daníel Starrason
Norðlenskar tónlist-
arkonur á tónleikum
Magnús Trygva-
son Eliassen,
slagverks- og
trommuleikari, og
Sölvi Kolbeinsson
saxófónleikari
leika í Mengi í
kvöld kl. 21. Þeir
félagar munu
meðhöndla nokkra ópusa úr djass-
sögunni að sínum hætti og eftir sínu
höfði. Sölvi flýgur senn af landi brott
í framhaldsnám í tónlist.
Djassa í Mengi
Mynd Einars Baldvins Árnasonar,
The Pride of Strathmoor, hlaut verð-
laun í flokknum Besta nor-
ræna stuttmyndin á
norrænu kvikmynda-
hátíðinni Nordisk
Panorama sem lauk í
Malmö fyrr í vikunni.
Hátíðin hefur verið
haldin í 26 ár og
þetta árið var Ísland
í brennidepli.
Stuttmynd Einars
Baldvins sigursæl
Á föstudag Norðlæg átt, 3-8 m/s og skúrir eða dálítil rigning
norðantil framan af degi, en annars sunnan og suðaustan 5-10
m/s og bjart með köflum. Dálítil væta suðvestantil seinnipartinn.
Hiti 4 til 10 stig, hlýjast syðst. Á laugardag Suðaustanhvassviðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-10 m/s og víða væta norðvestantil
en annars hægari og bjartviðri syðra. Hiti 6 til 12 stig að deginum.
VEÐUR
„Það er óhætt að segja að
það sé hasar í gangi hjá lið-
inu. Þessi brottrekstur kom
eins og köld vatnsgusa
framan í okkur og maður er
svona enn að átta sig á
þessu,“ sagði landsliðs-
maðurinn Aron Pálmarsson
við Morgunblaðið. Aron
gekk í raðir ungverska
meistaraliðsins Veszprém í
sumar en liðið rak í vikunni
þjálfara félagsins og kom
sú ákvörðun á óvart. »2
Maður er enn að
átta sig á þessu
„Ég hef alltaf verið tilbúinn í mark-
vissar æfingar tveimur vikum eftir
hlaup en það var alls ekki raunin í
þetta skiptið. Þegar ég ætlaði að
reyna að koma mér af stað var alltaf
einhver þreyta, svimi og máttleysi.
Sú var eiginlega saga sum-
arsins,“ segir ólympíu-
farinn Kári Steinn Karls-
son meðal annars í viðtali
við Morgunblaðið í
dag en hann neydd-
ist til að taka sér
mánaðar hvíld frá
æfingum síðsum-
ars. »4
Lenti Kári Steinn í
ofþjálfun í vor?
Handknattleikskonan Þorgerður
Anna Atladóttir sér fram á betri tíð
með blóm í haga. Hún er óðum að
jafna sig eftir að krossband í öðru
hné slitnaði í mars. Þorgerður Anna
vonast til að geta leikið með varaliði
Leipzig í desember og aðalliðinu í
byrjun næsta árs. Forráðamenn Leip-
zig leggja áherslu á að hún fari ekki
of snemma af stað á nýjan leik. »1
Þorgerður mætir aftur
á völlinn í desember
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í janúar á næsta ári verður 100 ára
kosningaréttar kvenna í Manitoba
minnst í Winnipeg í Kanada og stefnt
er að því að vera með viðburði, sem
tengjast áfanganum, í hverjum mán-
uði 2016. Af því tilefni heimsótti hóp-
ur kvenna frá Winnipeg Ísland á dög-
unum og fóru gestirnir héðan um
helgina margs fróðari.
Þegar Hjálmar W. Hannesson var
sendiherra í New York og Wash-
ington skipulagði Anna Birgis, eigin-
kona hans, kvennaferðir frá báðum
stöðum til Íslands. Nú er Hjálmar
aðalræðismaður í Winnipeg og þar
hefur Anna meðal annars kynnst
konum í félagasamtökum kvenna og
atvinnulífinu í borginni. Hún segir að
nokkrar þeirra hafi beðið sig um að
skipuleggja ferð til Íslands í tengsl-
um við 100 ára kosningarétt kvenna á
Íslandi, en konur í Manitoba fengu
kosningarétt fyrstar kvenna í Kan-
ada.
Mikil dagskrá
Þegar á fyrsta degi hittu konurnar
Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur,
framkvæmdastjóra nefndar um 100
ára afmæli kosningaréttar kvenna, og
undir lok ferðar áttu þær fund með
undirbúningsnefndinni að loknum
óformlegum hringborðsumræðum
með Stewart Wheeler, sendiherra
Kanada gagnvart Íslandi. Auk þess
hittu þær ráðamenn og fleiri.
„Ferðin gekk sérlega vel, konurnar
voru himinlifandi og fengu svör við
mörgum spurningum,“ segir Anna.
Hún bætir við að þeim hafi þótt sýn-
ingar í tengslum við kosningaafmælið
mjög áhrifamiklar og heimsóknin
myndi örugglega nýtast í komandi
viðburðum í Winnipeg.
Konur af íslenskum ættum tóku
þátt í baráttunni fyrir kosningarétt-
inum fyrir vestan fyrir einni öld og
þar fór einna fremst Margrét Jóns-
dóttir Benedictsson, sem flutti fyrst
fyrirlestur um réttindi kvenna 1893
og var ritstjóri kvennablaðsins
Freyju í Winnipeg. Anna bendir á að
konur í Winnipeg hafi rekist á svip-
aða veggi og íslenskar konur í að-
draganda kosningaréttarins. Í því
sambandi segir hún að í öndverðu
hafi forsætisráðherra Manitoba sagt
við baráttukonurnar að góðar konur
vildu ekki kjósa og það hafi verið
slagorð þeirra síðan.
„Konurnar áttu ekki til orð yfir
fegurð landsins,“ segir Anna sem fór
meðal annars með hópinn gullna
hringinn, á Snæfellsnes og í Bláa lón-
ið. „Það verður ekki hægt að toppa
þennan dag sögðu þær á hverju
kvöldi, en þurftu alltaf að draga orð
sín til baka daginn eftir.“
Í smiðju íslenskra kvenna
Haldið upp á 100 ára kosningarétt
kvenna í Manitoba í Kanada 2016
Á Bessastöðum Standandi frá vinstri: Roma Maconachie, Judy Bradley, Garth Bradley, Marilyn de von Flindt, Ingvar Karvelson, Ruth Suderman, Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Elba Haid, Patricia Thorlakson Loewen, Anna Birgis og Eleanor Samson. Sitjandi frá vinstri: June Dutka, Doris Mae Oul-
ton, Connie Magnuson Schimnowski, Linda Sigurdson Collette, Sandy Millen og Jóhanna Guðrún Wilson.
Í hópnum voru nokkrir Vestur-
Íslendingar og þar á meðal
þrjár fjallkonur, sem hafa það
hlutverk að koma fram á Ís-
lendingadeginum á Gimli í
Kanada og öðrum sérstökum
viðburðum í Manitoba; Jó-
hanna Wilson, fjallkona 1991,
Connie Magnuson Schimn-
owski, fjallkona 2012, og Linda
Sigurdson Collette, fjallkona
2015.
Flestar kvennanna eru eða
hafa verið í samtökum eða fé-
lögum sem hafa að leiðarljósi
að hjálpa þeim sem minna
mega sín.
Þrjár
fjallkonur
MERKAR KONUR