Þjóðmál - 01.03.2012, Page 17

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 17
16 Þjóðmál VOR 2012 Þegar þriðja bindi ritverksins Stjórnar ráð Íslands 1964–2004 kom út í nóv ember 2004 hljóta einhverjir glöggir les end­ ur að hafa veitt athygli tveimur myndum af skjölum sem fylgdu ráðherra tali aftast í bókinni . Önnur myndin (456 . bls .) var sýnis horn af drengskaparheiti ráðherra frá árinu 1991 . Hin (458 . bls .) sýndi hvernig dreng skaparheitið var orðað í árslok 2003 . Á textanum hafði verið gerð róttæk breyt ing . Hafi þetta farið framhjá lesendum verður að ætla að einhverjir hafi þó hnotið um orð formanns ritstjórnar, Björns Bjarna sonar, þáverandi dómsmálaráðherra, í eftir mála bók arinnar, þar sem hann vék að forseta­ embættinu og breytingum sem gerðar hefðu verið á tengslum þess við Alþingi og fram­ kvæmda valdið á undanförnum árum . „Má þar til dæmis nefna, að undir lok síðustu aldar voru flest lagaákvæði um að forseti skipi í embætti afnumin . . . . Þá hefur orðið breyting á inntaki drengskaparheits, sem ráðherra undirritar þegar hann tekur við ráðherraembætti,“ skrifaði Björn og bætti síðan við: „Hvorug þessara breytinga hefur orðið tilefni fræðilegra útlistana, svo að mér sé kunnugt“ (450 . bls .) . Lesendur bókarinnar, sem tóku eftir þessum orðum eða litu á myndirnar af skjöl­ unum sem fylgdu ráðherratalinu, hafa varla verið margir þegar horft er til þess að engar umræður hafa orðið um þetta á þeim árum sem síðan eru liðin . Enginn fjölmiðill veitti þessi athygli eða fjallaði um þetta . Verð ur það að teljast undarlegt í ljósi mikils áhuga almennings, stjórnmálamanna og fjöl­ miðla á forsetaembættinu, valdsviði þess og samskiptum núverandi forseta við ráð herra í ríkisstjórnum á undanförnum árum . Alkunna er að strax og núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var kjörinn í embætti sumarið 1996 hófst ákveðin togstreita á milli hans og þáverandi forsætis­ ráðherra, Davíðs Oddssonar . Þurfti það svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafði Ólafur Ragnar í meira en aldarfjórðung verið atkvæðamikill stjórnmálamaður og eindreginn andstæðingur þeirrar stefnu sem Davíð fylgdi . Mun Davíð þegar í upp hafi hafa haft af því áhyggjur að hinn nýi forseti mundi freistast til að beita sér á óhefð­ bundinn hátt enda ákvæði í stjórnar skránni um embættið um margt óljós ef horft er á bókstafinn og ekki tekið tillit til hefða og vanalegra lögskýringa . Guðmundur Magnússon Ekki lengur „trúir og hlýðnir“ forsetanum

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.