Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 17

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 17
16 Þjóðmál VOR 2012 Þegar þriðja bindi ritverksins Stjórnar ráð Íslands 1964–2004 kom út í nóv ember 2004 hljóta einhverjir glöggir les end­ ur að hafa veitt athygli tveimur myndum af skjölum sem fylgdu ráðherra tali aftast í bókinni . Önnur myndin (456 . bls .) var sýnis horn af drengskaparheiti ráðherra frá árinu 1991 . Hin (458 . bls .) sýndi hvernig dreng skaparheitið var orðað í árslok 2003 . Á textanum hafði verið gerð róttæk breyt ing . Hafi þetta farið framhjá lesendum verður að ætla að einhverjir hafi þó hnotið um orð formanns ritstjórnar, Björns Bjarna sonar, þáverandi dómsmálaráðherra, í eftir mála bók arinnar, þar sem hann vék að forseta­ embættinu og breytingum sem gerðar hefðu verið á tengslum þess við Alþingi og fram­ kvæmda valdið á undanförnum árum . „Má þar til dæmis nefna, að undir lok síðustu aldar voru flest lagaákvæði um að forseti skipi í embætti afnumin . . . . Þá hefur orðið breyting á inntaki drengskaparheits, sem ráðherra undirritar þegar hann tekur við ráðherraembætti,“ skrifaði Björn og bætti síðan við: „Hvorug þessara breytinga hefur orðið tilefni fræðilegra útlistana, svo að mér sé kunnugt“ (450 . bls .) . Lesendur bókarinnar, sem tóku eftir þessum orðum eða litu á myndirnar af skjöl­ unum sem fylgdu ráðherratalinu, hafa varla verið margir þegar horft er til þess að engar umræður hafa orðið um þetta á þeim árum sem síðan eru liðin . Enginn fjölmiðill veitti þessi athygli eða fjallaði um þetta . Verð ur það að teljast undarlegt í ljósi mikils áhuga almennings, stjórnmálamanna og fjöl­ miðla á forsetaembættinu, valdsviði þess og samskiptum núverandi forseta við ráð herra í ríkisstjórnum á undanförnum árum . Alkunna er að strax og núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var kjörinn í embætti sumarið 1996 hófst ákveðin togstreita á milli hans og þáverandi forsætis­ ráðherra, Davíðs Oddssonar . Þurfti það svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafði Ólafur Ragnar í meira en aldarfjórðung verið atkvæðamikill stjórnmálamaður og eindreginn andstæðingur þeirrar stefnu sem Davíð fylgdi . Mun Davíð þegar í upp hafi hafa haft af því áhyggjur að hinn nýi forseti mundi freistast til að beita sér á óhefð­ bundinn hátt enda ákvæði í stjórnar skránni um embættið um margt óljós ef horft er á bókstafinn og ekki tekið tillit til hefða og vanalegra lögskýringa . Guðmundur Magnússon Ekki lengur „trúir og hlýðnir“ forsetanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.