Þjóðmál - 01.03.2012, Side 27

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 27
26 Þjóðmál VOR 2012 NATO­netið . Feiknarlega þýðingu hafði Sound Surveillance System (SOSUS) til eftirlits með kafbátum . Yfir flug sov­ éskra sprengjuflugvéla, sem borið gátu stýrifl augar á íslenska loftvarnasvæðið ( MADIZ), varð mest á 9 . áratugnum eða um 200 eitt árið . Með tímanum og sérstaklega á síðasta áratug liðinnar aldar gjörbreyttist viðhorfið til NATO sem stækkaði til austurs eftir fall Berlínarmúrsins . Hernaðarviðveru Banda ­ ríkja manna á Íslandi lauk 65 árum eftir að hún hófst, í október 2006 . Strax eftir brottförina hófu Rússar aftur yfirflug við Ísland með langdrægum Tubulev­sprengju/ eldflaugavélum án þess að tilkynna það til Flug um ferða r eftirlitsins og merkjalaust gagnv art rat sjám . Íslensk stjórnvöld höfðu árangurs laust óskað eftir áframhaldi varanlegra loft varna, að lágmarki . Talið var að Bandaríkin myndu halda lágmarks styrk eftir, enda var fjárfesting þeirra í Kefla­ víkurflugvelli, stjórn stöðvum, Helgu vík, sér stökum nýjum flug skýlum, endur nýjun íbúða o .fl . á 10 . áratugnum geypimikil . En Donald Rumsfeld hafði aðrar hugmyndir . Hugsan lega var afstaða hans í okkar garð tilkomin vegna andúðar á rótgróinni stefnu landsmanna um að taka alls engan eðlilegan þátt í rekstri Keflavíkurvallarins sem alþjóða flugvallar og lífæðar í tengslum út á við, en græða á verktökunni . Þrátt fyrir þessa leiðu fortíð verður varnarsamstarf við Banda ríkin grund vallaratriðið í öryggi Íslands . Á fyrstu árunum eftir kalda stríðið, við upp lausn Sovétríkjanna, var öll „strategísk“ þýð ing Norðurskautssvæðis ins afskrifuð í Banda ríkj un um . Er því tíma bili vestra nú gefið heitið „the Arctic bliss“ . Áherslu atriðin urðu NATO­aðgerð ir í Austur löndum fjær og stækkun banda lags­ ins . En það mót sagna kennda er, að einmitt upp úr 2000 fer landfræðileg staða Íslands að fá nýja þýð ingu vegna bráðnunar ís hell­ unnar á Norður pólnum . Því er haldið fram að á Norður skautssvæðinu sé hugsan lega fjórðungur af öllum ónýttum olíuforða heimsins og um 9% af jarðgasinu sem eftir er . Öllum er ljóst að bráðnun íssins mun leiða til byltingarkenndrar þróunar í samgöngum . Siglingaleiðin frá Shanghai til Evrópuhafna styttist um 5000 km . Umskipunar­ eða birgðahafnaraðstaða á Norðaustur­Íslandi ætti að vera Kínverjum hagsmunamál . Þá er nálægðin við olíulindir annað stórmál . Nærtækust er vinnsla á Drekasvæðinu, í hlutaeign við Norðmenn . Allt virðist benda til þess að stuðningur við þær framkvæmdir komi frá nýrri höfn þar til hannaðri á Norðaustur­Íslandi . Gæti þetta orðið einhver útgáfa þess sem hefur skeð í Stavanger í Noregi og Aberdeen í Skotlandi á undanförnum áratugum vegna Norður sjávar olíunnar? Við þessar aðstæður hefur orðið mjög heillavænleg þróun samvinnu í heimshluta okkar . Norðurskautsráðið telur átta með­ limi, þ .e . þau fimm sem eiga land að póln um, Bandaríkin, Kanada, Danmörk­ Grænland, Noreg og Rússland og að auki Ísland, Svíþjóð og Finnland . Hin fimm fyrrnefndu gáfu út s .k . Ilulissat­yfirlýsingu 2008 þar sem kveðið er á um að engin þörf sé á að semja um neitt nýtt alþjóðaskipulag fyrir Norðurskautið enda gildi þar ákvæði hafréttar sáttmála Sameinuðu þjóðanna . Þetta þýðir þá í raun að allt haf og botn þess norður af 45 . breiddargráðu fellur undir yfirráð Norðurskautsráðsríkja og því er eitthvert vopnakapphlaup milli fyrrum andstæðinga meiningarlaust . Stækkun NATO til norðurs yrði augljóslega til að auka stöðugleika og tryggja gegn öllum utanaðkomandi yfirgangi á Norðurskautinu . Nú er vitað að samvinna Svía og Finna við NATO er langt komin og er í raun sem

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.