Þjóðmál - 01.03.2012, Page 36

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 36
 Þjóðmál VOR 2012 35 Ádögunum var birt ákæra á hendur þremur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka hf . og Ólafi Ólafssyni, sem áður var einn stærsti hluthafi bankans, vegna markaðsmisnotkunar og fleiri brota er tengdust meintum kaupum sjeiksins Mohamed bin Khalifa Al­Thani á 5,01 prósentum hlutafjár í Kaupþingi . Hér er ætlunin að segja frá þeim kaupum og rifja upp nokkrar aðrar viðskiptafléttur þar sem Ólafur hefur leikið stórt hlutverk . Talsvert hefur verið fjallað um Ólaf að undanförnu vegna skuldauppgjöra félaga hans, en í október í fyrra var greint frá sam­ komulagi sem tekist hafði milli Kjalars, fjár fest ingarfélags hans, og lánardrottna félags ins um uppgjör á skuldum og eignum félagsins, en Kjalar hafði þá allt frá fyrri hluta árs 2009 unnið að sölu eigna í samstarfi við lánardrottna . Þá stóð einnig fyrir dyrum málarekstur, þar sem reyna myndi á uppgjör gjaldmiðlaskiptasamninga milli Kjalars og Kaupþings banka hf . Hluti af samkomulagi Kjalars fól í sér að fallið var frá umræddum málaferlum en Arion banki, arftaki Kaupþings, leysti til sín eignir félagsins, þar á meðal þriðjungshlut í HB Granda .1 Hálfu öðru ári fyrr, eða í ársbyrjun 2010, samdi Ólafur við lánardrottna Samskipa, Arion banka og belgíska bankann Fortis, um að hann héldi skipafélaginu gegn því að reiða fram um sjö hundruð milljónir króna . Hagnaður Samskipa nam 6,2 milljónum evra árið 2010, eða ríflegum milljarði króna, en árið áður var tap af rekstrinum upp á tvær milljónir evra (tæpar 330 milljónir króna) samkvæmt ársreikningum félagsins . Þegar fréttir bárust af 64 milljarða króna afskriftum Arion banka á skuldum félaga Ólafs Ólafssonar birtist forystugrein í DV undir fyrirsögninni „Auðmanni bjargað aftur“ með vísan til stórkostlegra lána Kaupþings til félaga Ólafs skömmu fyrir fall bankans . Höfundur forystugreinarinnar sagði meðal annars: Svona endurtekur þetta sig . Uppvakningar góðærisins rísa upp úr rústum eigin skýjaborgar 1 „Kjalar og Arion banki semja“ . visir.is, 10 . október 2011 . Björn Jón Bragason Falið eignarhald Ólafs Ólafssonar — söguleg upprifjun

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.