Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 36

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 36
 Þjóðmál VOR 2012 35 Ádögunum var birt ákæra á hendur þremur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka hf . og Ólafi Ólafssyni, sem áður var einn stærsti hluthafi bankans, vegna markaðsmisnotkunar og fleiri brota er tengdust meintum kaupum sjeiksins Mohamed bin Khalifa Al­Thani á 5,01 prósentum hlutafjár í Kaupþingi . Hér er ætlunin að segja frá þeim kaupum og rifja upp nokkrar aðrar viðskiptafléttur þar sem Ólafur hefur leikið stórt hlutverk . Talsvert hefur verið fjallað um Ólaf að undanförnu vegna skuldauppgjöra félaga hans, en í október í fyrra var greint frá sam­ komulagi sem tekist hafði milli Kjalars, fjár fest ingarfélags hans, og lánardrottna félags ins um uppgjör á skuldum og eignum félagsins, en Kjalar hafði þá allt frá fyrri hluta árs 2009 unnið að sölu eigna í samstarfi við lánardrottna . Þá stóð einnig fyrir dyrum málarekstur, þar sem reyna myndi á uppgjör gjaldmiðlaskiptasamninga milli Kjalars og Kaupþings banka hf . Hluti af samkomulagi Kjalars fól í sér að fallið var frá umræddum málaferlum en Arion banki, arftaki Kaupþings, leysti til sín eignir félagsins, þar á meðal þriðjungshlut í HB Granda .1 Hálfu öðru ári fyrr, eða í ársbyrjun 2010, samdi Ólafur við lánardrottna Samskipa, Arion banka og belgíska bankann Fortis, um að hann héldi skipafélaginu gegn því að reiða fram um sjö hundruð milljónir króna . Hagnaður Samskipa nam 6,2 milljónum evra árið 2010, eða ríflegum milljarði króna, en árið áður var tap af rekstrinum upp á tvær milljónir evra (tæpar 330 milljónir króna) samkvæmt ársreikningum félagsins . Þegar fréttir bárust af 64 milljarða króna afskriftum Arion banka á skuldum félaga Ólafs Ólafssonar birtist forystugrein í DV undir fyrirsögninni „Auðmanni bjargað aftur“ með vísan til stórkostlegra lána Kaupþings til félaga Ólafs skömmu fyrir fall bankans . Höfundur forystugreinarinnar sagði meðal annars: Svona endurtekur þetta sig . Uppvakningar góðærisins rísa upp úr rústum eigin skýjaborgar 1 „Kjalar og Arion banki semja“ . visir.is, 10 . október 2011 . Björn Jón Bragason Falið eignarhald Ólafs Ólafssonar — söguleg upprifjun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.