Þjóðmál - 01.03.2012, Side 43

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 43
42 Þjóðmál VOR 2012 hann á Jón Kristjánsson, sem vildi heldur ekki svara fyrir málið . Ólafur neitaði því að hann réði fyrir nokkrum bréfum í Icelandic Group og þegar hann var spurður að því hvort hann hefði fengið bréf í Icelandic Group við sameiningu SH og Sjóvíkur vís aði hann til fyrra svars um Serafin Shipping .20 Hinn 23 . júní barst svohljóðandi til­ kynning frá Icelandic Group: Vegna umfjöllunar fjölmiðla að undan förnu um hluthafa í Icelandic Group hf . vill félagið koma eftirfarandi á framfæri: Við samruna Icelandic Group hf . og Sjóvíkur ehf ., sem samþykktur var þann 30 . maí sl ., eignaðist Serafin Shipping Corp . 5,96% hlut í Icelandic Group hf . í skiptum fyrir hluti sína í Sjóvík ehf . Að afloknum samruna Icelandic Group hf . og Sjóvíkur ehf . barst Icelandic Group hf . tilkynning þess efnis að Serafin Shipping Corp . hefði verið slitið og hlutafjáreign félagsins í Icelandic Group hf . hefði verið ráðstafað til hluthafa í Serafin Shipping Corp ., þar á meðal Fordace Limited sem þannig eignaðist 4,47% hlut í Icelandic Group hf . Á lista sem birtur var hinn 10 . júní sl ., yfir tíu stærstu hluthafa félagsins, hafði verið tekið tillit til framangreindrar skiptingar .21 Blaðamenn Fréttablaðsins komust þó brátt að hinu sanna . Ólafur var eigandi Serafin Shipping og fékk um sex prósenta hlut í sameinuðu félagi í skiptum fyrir hlut sinn í Sjóvík .22 Skylt var að tilkynna um svo stóran eignarhluta til Kauphallarinnar, með svokallaðri flöggun . Það var ekki gert og í staðinn var hlutabréfum Serafin Shipping í Icelandic Group skipt niður á tvö félög, líkt og áður sagði, Fordace Ltd . sem fékk 4,47 prósenta hlut og Deeks Associates Ltd . með 1,49 prósenta hlut . Hvorugt þessara félaga 20 Sama heimild . 21 Af heimasíðu Kauphallarinnar, news .icex .is, fyrir­ tækjalisti . 22 „Ólafur Ólafsson átti Serafin Shipping“ . Frétta­ blaðið, Markaðurinn, 29 . júní 2005 . réð þá yfir meira en fimm prósentum hluta­ fjár og þau voru því ekki tilkynningarskyld til Kauphallarinnar . Í samtali við Fréttablaðið í júní 2005 kvaðst Ólafur ekki kannast við Fordace Limited . Þegar hið sanna kom í ljós náðist ekki Ólaf .23 Fjármálaeftirlitið tók viðskiptin til athugunar, og þá sér í lagi hlut Serafin Shipping, en meðal skyldna Fjármálaeftirlitsins er að fylgjast með því að lögbundnar upplýsingar séu gefnar á skipulögðum hlutabréfamörkuðum, en brot á lögum um verðbréfaviðskipti varðar sektum — varði brotið ekki þyngri refsingu samkvæmt öðrum lögum . Fjármálaeftirlitið skoðaði málið en aðhafðist ekkert . Kauphöllin gekk heldur ekki eftir því að fá upplýsingar um málið .24 Félögin tvö, sem Ólafur notaði til að leyna eignarhaldi sínu í Icelandic Group, eru bæði staðsett á Tortola, sem er ein af Bresku Jómfrúareyjum . Þau voru stofnuð í júní 2005 og skráð á sama heimilisfang við Castro Street í Road Town . Samhengi í sögunni Málefni Ólafs Ólafssonar munu án efa verða til umræðu á næstu misserum í kjölfar ákæru sérstaks saksóknara . Hér hefur aðeins verið sagt frá nokkrum viðskiptafléttum Ólafs Ólafssonar í Sam­ skipum, en ótalmargt fleira þyrfti að tína til svo úr yrði heilleg lýsing af löngum og margbrotnum viðskiptaferli . Augljóslega má þó sjá ákveðið mynstur í fléttum, sér í lagi er tengjast leyndu eignarhaldi . Sagan endurtekur sig í sífellu en samhengi í sögunni er nauðsynlegt til að gefa fyllri mynd af gríðarlega flóknum veruleika . Slíkt samhengi skortir almennt tilfinnanlega í þjóðmálaumræðu samtímans . 23 Sama heimild . 24 „Leynifélög Ólafs vistuð á Tortola“ . Viðskiptablað Morgunblaðsins, 19 . febrúar 2009 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.