Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 43

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 43
42 Þjóðmál VOR 2012 hann á Jón Kristjánsson, sem vildi heldur ekki svara fyrir málið . Ólafur neitaði því að hann réði fyrir nokkrum bréfum í Icelandic Group og þegar hann var spurður að því hvort hann hefði fengið bréf í Icelandic Group við sameiningu SH og Sjóvíkur vís aði hann til fyrra svars um Serafin Shipping .20 Hinn 23 . júní barst svohljóðandi til­ kynning frá Icelandic Group: Vegna umfjöllunar fjölmiðla að undan förnu um hluthafa í Icelandic Group hf . vill félagið koma eftirfarandi á framfæri: Við samruna Icelandic Group hf . og Sjóvíkur ehf ., sem samþykktur var þann 30 . maí sl ., eignaðist Serafin Shipping Corp . 5,96% hlut í Icelandic Group hf . í skiptum fyrir hluti sína í Sjóvík ehf . Að afloknum samruna Icelandic Group hf . og Sjóvíkur ehf . barst Icelandic Group hf . tilkynning þess efnis að Serafin Shipping Corp . hefði verið slitið og hlutafjáreign félagsins í Icelandic Group hf . hefði verið ráðstafað til hluthafa í Serafin Shipping Corp ., þar á meðal Fordace Limited sem þannig eignaðist 4,47% hlut í Icelandic Group hf . Á lista sem birtur var hinn 10 . júní sl ., yfir tíu stærstu hluthafa félagsins, hafði verið tekið tillit til framangreindrar skiptingar .21 Blaðamenn Fréttablaðsins komust þó brátt að hinu sanna . Ólafur var eigandi Serafin Shipping og fékk um sex prósenta hlut í sameinuðu félagi í skiptum fyrir hlut sinn í Sjóvík .22 Skylt var að tilkynna um svo stóran eignarhluta til Kauphallarinnar, með svokallaðri flöggun . Það var ekki gert og í staðinn var hlutabréfum Serafin Shipping í Icelandic Group skipt niður á tvö félög, líkt og áður sagði, Fordace Ltd . sem fékk 4,47 prósenta hlut og Deeks Associates Ltd . með 1,49 prósenta hlut . Hvorugt þessara félaga 20 Sama heimild . 21 Af heimasíðu Kauphallarinnar, news .icex .is, fyrir­ tækjalisti . 22 „Ólafur Ólafsson átti Serafin Shipping“ . Frétta­ blaðið, Markaðurinn, 29 . júní 2005 . réð þá yfir meira en fimm prósentum hluta­ fjár og þau voru því ekki tilkynningarskyld til Kauphallarinnar . Í samtali við Fréttablaðið í júní 2005 kvaðst Ólafur ekki kannast við Fordace Limited . Þegar hið sanna kom í ljós náðist ekki Ólaf .23 Fjármálaeftirlitið tók viðskiptin til athugunar, og þá sér í lagi hlut Serafin Shipping, en meðal skyldna Fjármálaeftirlitsins er að fylgjast með því að lögbundnar upplýsingar séu gefnar á skipulögðum hlutabréfamörkuðum, en brot á lögum um verðbréfaviðskipti varðar sektum — varði brotið ekki þyngri refsingu samkvæmt öðrum lögum . Fjármálaeftirlitið skoðaði málið en aðhafðist ekkert . Kauphöllin gekk heldur ekki eftir því að fá upplýsingar um málið .24 Félögin tvö, sem Ólafur notaði til að leyna eignarhaldi sínu í Icelandic Group, eru bæði staðsett á Tortola, sem er ein af Bresku Jómfrúareyjum . Þau voru stofnuð í júní 2005 og skráð á sama heimilisfang við Castro Street í Road Town . Samhengi í sögunni Málefni Ólafs Ólafssonar munu án efa verða til umræðu á næstu misserum í kjölfar ákæru sérstaks saksóknara . Hér hefur aðeins verið sagt frá nokkrum viðskiptafléttum Ólafs Ólafssonar í Sam­ skipum, en ótalmargt fleira þyrfti að tína til svo úr yrði heilleg lýsing af löngum og margbrotnum viðskiptaferli . Augljóslega má þó sjá ákveðið mynstur í fléttum, sér í lagi er tengjast leyndu eignarhaldi . Sagan endurtekur sig í sífellu en samhengi í sögunni er nauðsynlegt til að gefa fyllri mynd af gríðarlega flóknum veruleika . Slíkt samhengi skortir almennt tilfinnanlega í þjóðmálaumræðu samtímans . 23 Sama heimild . 24 „Leynifélög Ólafs vistuð á Tortola“ . Viðskiptablað Morgunblaðsins, 19 . febrúar 2009 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.