Þjóðmál - 01.03.2012, Page 47

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 47
46 Þjóðmál VOR 2012 stjórnarháttum . Hugmyndabarátta Rons Paul gengur undir nafninu Ron Paul­ byltingin (e . revolution), enda lítur hann á baráttu sína sem framhald af bandarísku byltingunni, er gat af sér plagg sem er í miklum metum hjá Paul: bandarísku stjórnarskrána . Hann leggur þó áherslu á að vísunin sé til friðsamlegrar byltingar, í raun almennrar hugarfarsbyltingar sem muni leiða til endaloka spillts og rotins stjórnkerfis . Ron Paul er ekki hefð bundinn byltingarsinni að upplagi, heldur venju­ legur frjálslyndur íhaldsmaður, rólyndur vinnusamur fjölskyldumaður, sem lifir heil­ brigðu lífi, hjólar sér til yndisauka og ræktar garðinn sinn, í eiginlegri sem óeigin legri merkingu . En þeir tímar koma stund um að ytri aðstæður neyði jafnvel slíka menn til byltingar . Innviðir vestræns sam félags eru helsjúkir, óheillaþróun hefur leitt sið­ menninguna á stjórnarfarslega glap stigu, í siðferðilegar ógöngur og fjár hagsl egt öng­ stræti . Róttækra breytinga er þörf . Ron Paul var fyrst kosinn í fulltrúadeild bandaríska þingsins árið 1976 og síðan 1996 hefur hann setið samfellt sem fulltrúardeildarþingmaður repúblikana fyrir 14 . umdæmi Texas­fylkis, þar sem hann hefur lengi verið búsettur . Paul öðlað ist fyrst heimsfrægð í kappræðum sem haldnar voru þegar hann bauð sig fram í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forseta kosn ing­ arnar 2008 og orðstír hans hefur aukist jafnt og þétt síðan . Hann er einn af fjórum frambjóðendum sem enn gefa kost á sér í forvalinu sem fer fram um þessar mundir . Paul er menntaður læknir og hefur fléttað læknisstarfið saman við stjórnmálavafstur . Hann hefur skapað sér orðspor fyrir samkvæmni milli orða og gjörða . Sem læknir hefur hann ekki þegið fé úr opinberum sjóðum, en hefur margsinnis stutt fátæka og umkomulausa með því að gefa vinnu sína . Raunar hefur hann lýst því hvernig slík pro bono vinna hafi verið hluti af starfi allra lækna áður en ríkisrekið heilbrigðiskerfi kom til sögunnar . Náungakærleikur í verki birt­ ist einnig í meiri alúð við sjúklinga áður en afar óhagkvæm stofnanavæðing um breytti hlutunum og persónulaus færibanda vinna færðist í aukana . Stuðningur Pauls við hefðbundin fjöl ­ skyldugildi hefur verið í sama dúr: hann hefur krafist mikils af sjálfum sér í hlutverki eiginmanns og föður, en hefur hvorki stært sig af árangrinum né viljað þvinga lífsstíl sínum á aðra . Varðandi málefni eins og til dæmis skilgreiningu á hjónabandi er Paul á öndverðum meiði við þá íhaldsmenn sem vilja að ein regla gildi um alla borgara ríkisins . Að mati hans á ríkisvaldið ekki að skipta sér af slíkum málum, heldur á einstökum trúfélögum að vera í sjálfsvald sett hvernig þau haga málum sínum . Fólk getur síðan einfaldlega valið sér trúfélag sem höfðar til þess . Slík nálgun endurspeglar réttlætiskennd Pauls varðandi persónulegt frelsi: að einstaklingar hafi sjálfsákvörðunarrétt um eigin mál og geti síðan valið félagsskap — maka, vini og félög — sem þeir deila lífs­ viðhorfum með . Í slíku frjálsu samfélagi þarf maður að sjálfsögðu ekki að styðja val náungans, heldur einungis að virða rétt hans til að velja og ætlast til að hann umberi sitt val á sama hátt . Skoðana­ og tján ingarfrelsi býr til ólíka hópa, sem geta myndað samfélög í gegnum félaga­ og búsetufrelsi — og ræktað menningu sína og gildi . Þannig ganga hlutirnir fyrir sig í frjálsum heimi . Þrætueplið varðandi skilgreiningu á hjóna bandi er raunar ansi gott dæmi um hversu tvíbent vopn ríkisvaldið er til að þvinga vissu gildismati á allt samfélagið . Segja má að hefðbundinn kristinn hjóna­ bands skilningur hafi verið ríkisvæddur

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.