Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 47

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 47
46 Þjóðmál VOR 2012 stjórnarháttum . Hugmyndabarátta Rons Paul gengur undir nafninu Ron Paul­ byltingin (e . revolution), enda lítur hann á baráttu sína sem framhald af bandarísku byltingunni, er gat af sér plagg sem er í miklum metum hjá Paul: bandarísku stjórnarskrána . Hann leggur þó áherslu á að vísunin sé til friðsamlegrar byltingar, í raun almennrar hugarfarsbyltingar sem muni leiða til endaloka spillts og rotins stjórnkerfis . Ron Paul er ekki hefð bundinn byltingarsinni að upplagi, heldur venju­ legur frjálslyndur íhaldsmaður, rólyndur vinnusamur fjölskyldumaður, sem lifir heil­ brigðu lífi, hjólar sér til yndisauka og ræktar garðinn sinn, í eiginlegri sem óeigin legri merkingu . En þeir tímar koma stund um að ytri aðstæður neyði jafnvel slíka menn til byltingar . Innviðir vestræns sam félags eru helsjúkir, óheillaþróun hefur leitt sið­ menninguna á stjórnarfarslega glap stigu, í siðferðilegar ógöngur og fjár hagsl egt öng­ stræti . Róttækra breytinga er þörf . Ron Paul var fyrst kosinn í fulltrúadeild bandaríska þingsins árið 1976 og síðan 1996 hefur hann setið samfellt sem fulltrúardeildarþingmaður repúblikana fyrir 14 . umdæmi Texas­fylkis, þar sem hann hefur lengi verið búsettur . Paul öðlað ist fyrst heimsfrægð í kappræðum sem haldnar voru þegar hann bauð sig fram í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forseta kosn ing­ arnar 2008 og orðstír hans hefur aukist jafnt og þétt síðan . Hann er einn af fjórum frambjóðendum sem enn gefa kost á sér í forvalinu sem fer fram um þessar mundir . Paul er menntaður læknir og hefur fléttað læknisstarfið saman við stjórnmálavafstur . Hann hefur skapað sér orðspor fyrir samkvæmni milli orða og gjörða . Sem læknir hefur hann ekki þegið fé úr opinberum sjóðum, en hefur margsinnis stutt fátæka og umkomulausa með því að gefa vinnu sína . Raunar hefur hann lýst því hvernig slík pro bono vinna hafi verið hluti af starfi allra lækna áður en ríkisrekið heilbrigðiskerfi kom til sögunnar . Náungakærleikur í verki birt­ ist einnig í meiri alúð við sjúklinga áður en afar óhagkvæm stofnanavæðing um breytti hlutunum og persónulaus færibanda vinna færðist í aukana . Stuðningur Pauls við hefðbundin fjöl ­ skyldugildi hefur verið í sama dúr: hann hefur krafist mikils af sjálfum sér í hlutverki eiginmanns og föður, en hefur hvorki stært sig af árangrinum né viljað þvinga lífsstíl sínum á aðra . Varðandi málefni eins og til dæmis skilgreiningu á hjónabandi er Paul á öndverðum meiði við þá íhaldsmenn sem vilja að ein regla gildi um alla borgara ríkisins . Að mati hans á ríkisvaldið ekki að skipta sér af slíkum málum, heldur á einstökum trúfélögum að vera í sjálfsvald sett hvernig þau haga málum sínum . Fólk getur síðan einfaldlega valið sér trúfélag sem höfðar til þess . Slík nálgun endurspeglar réttlætiskennd Pauls varðandi persónulegt frelsi: að einstaklingar hafi sjálfsákvörðunarrétt um eigin mál og geti síðan valið félagsskap — maka, vini og félög — sem þeir deila lífs­ viðhorfum með . Í slíku frjálsu samfélagi þarf maður að sjálfsögðu ekki að styðja val náungans, heldur einungis að virða rétt hans til að velja og ætlast til að hann umberi sitt val á sama hátt . Skoðana­ og tján ingarfrelsi býr til ólíka hópa, sem geta myndað samfélög í gegnum félaga­ og búsetufrelsi — og ræktað menningu sína og gildi . Þannig ganga hlutirnir fyrir sig í frjálsum heimi . Þrætueplið varðandi skilgreiningu á hjóna bandi er raunar ansi gott dæmi um hversu tvíbent vopn ríkisvaldið er til að þvinga vissu gildismati á allt samfélagið . Segja má að hefðbundinn kristinn hjóna­ bands skilningur hafi verið ríkisvæddur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.