Þjóðmál - 01.03.2012, Side 51

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 51
50 Þjóðmál VOR 2012 og Vesturlanda um þessar mundir kalli á friðarstefnu, á svipuðum forsendum og hagsmunir Sovétríkjanna gerðu í raun fyrir þremur áratugum . Friðsamleg utan­ ríkisstefna kemur þó eðlilega ekki í veg fyrir að Paul vilji öflugar landvarnir og skilvirkt landamæraeftirlit . Stefna hans í utanríkis­ og varnarmálum hefur gert hann að langvinsælasta frambjóðandanum meðal bandarískra hermanna; þeir skynja að nú­ verandi stefna þjónar ekki bandarískum hags munum og að róttækra breytinga sé þörf . Barátta Rons Paul gegn fyrirt ækja ­hyggju og herskárri utanríkis stefnu tengist nánum böndum, enda lítur hann svo á að óttablandin varnaðarorð í kveðju­ ræðu forsetans Dwights D . Eisenhower árið 1961 hafi því miður ræst, það er að segja að samkrull ráðamanna, stórfyrirtækja og her gagnaiðnaðar (e . military­industrial complex) hafi færst verulega í aukana og stefni Banda ríkjunum í miklar ógöngur; að ákvarðanir slíkrar vafasamrar valdaelítu séu líklegar til að ganga gegn hagsmunum banda rísku þjóðarinnar og hins vestræna heims . Í umræðum um hernaðarátök hefur Ron Paul einnig gagnrýnt harðlega hina formlegu málsmeðferð; hann vill að þingið taki ákvörðun um stríðsrekstur eins og kveðið er á um í stjórnarskránni, en framselji ekki vald sitt til forsetans og framkvæmdavaldsins eins og raunin hefur verið um skeið . Vísun í stjórnarskrána og krafa um að henni sé fylgt er leiðarstef í málflutningi Pauls, ásamt skírskotun í afstöðu stofnfeðra Bandaríkjanna . Af þess­ um sökum hefur hann hlotið viður nefn­ ið kempa stjórnarskrárinnar (e . Champ­ ion of the Constitution) . Paul bendir á að hugmyndir hans um frelsi einstaklinga og friðsamleg samskipti þjóða séu einmitt þær hugmyndir sem stofnfeðurnir töluðu fyrir og sem stjórnarskráin byggist á . Eins og íhaldsmanni sæmir setur hann hugmyndir sínar í sögulegt samhengi og sýnir fram á djúpar rætur þeirra í bandarískri menningu . En ekki þarf þó að leita aftur á 18 . og 19 . öld til að finna hugmyndabræður og ­systur kempu stjórnarskrárinnar . Hugmynda fræði Rons Paul tilheyrir armi Repúblikana­ flokksins, sem var áberandi fyrir seinni heims styrjöldina, en var vikið til hliðar af valdaöflum sem voru fyrirrennarar þeirra sósíaldemókratísku stríðsæstu nýíhalds­ manna sem nú ráða ríkjum í bland við hálfheilaþvegið bókstafstrúarfólk . Armur­ inn hefur verið nefndur Gamla hægrið (e . Old Right) og stefna hans einkennd­ ist af róttækri frjálshyggju og ein dreginni friðarstefnu . Góður vinur Pauls, hag fræð­ ingurinn Murray Rothbard heitinn, fór í fylkingarbrjósti þeirra sem vildu endurvekja Gamla hægrið undir lok síðustu aldar . Í því augnamiði voru hugtökin „paleo­ conservative“ og „paleo­libertarian“ búin til, en paleo er latneskt orð sem merkir gamall . Mikið af afbragðsfólki tilheyrði Gamla hægrinu, þar á meðal Robert Taft, Rose Wilder Lane, H . L . Mencken, Albert Jay Nock, William Faulkner, Isabel Paterson og Frank Chodorov . Sumir vilja meina að hvorki fyrr né síðar hafi risið upp jafnöflug og andrík hægri „intelligensía“ og Gamla hægrið í Bandaríkjunum, en því miður höguðu örlögin því svo til að hún vék fyrir lágkúrunni sem nú drottnar í bandarískri stjórnmálaumræðu — hæstu hæðir urðu að djúpum dal . Vin í eyðimörkinni er þó Ludwig von Mises­stofnunin, hugveita sem Lew Rockwell stofnaði árið 1982, en hún hefur verið gagnleg bækistöð fyrir íhalds menn og frjálshyggjumenn af gamla skólanum . Rauður þráður í gegnum hugmynda­

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.