Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 51

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 51
50 Þjóðmál VOR 2012 og Vesturlanda um þessar mundir kalli á friðarstefnu, á svipuðum forsendum og hagsmunir Sovétríkjanna gerðu í raun fyrir þremur áratugum . Friðsamleg utan­ ríkisstefna kemur þó eðlilega ekki í veg fyrir að Paul vilji öflugar landvarnir og skilvirkt landamæraeftirlit . Stefna hans í utanríkis­ og varnarmálum hefur gert hann að langvinsælasta frambjóðandanum meðal bandarískra hermanna; þeir skynja að nú­ verandi stefna þjónar ekki bandarískum hags munum og að róttækra breytinga sé þörf . Barátta Rons Paul gegn fyrirt ækja ­hyggju og herskárri utanríkis stefnu tengist nánum böndum, enda lítur hann svo á að óttablandin varnaðarorð í kveðju­ ræðu forsetans Dwights D . Eisenhower árið 1961 hafi því miður ræst, það er að segja að samkrull ráðamanna, stórfyrirtækja og her gagnaiðnaðar (e . military­industrial complex) hafi færst verulega í aukana og stefni Banda ríkjunum í miklar ógöngur; að ákvarðanir slíkrar vafasamrar valdaelítu séu líklegar til að ganga gegn hagsmunum banda rísku þjóðarinnar og hins vestræna heims . Í umræðum um hernaðarátök hefur Ron Paul einnig gagnrýnt harðlega hina formlegu málsmeðferð; hann vill að þingið taki ákvörðun um stríðsrekstur eins og kveðið er á um í stjórnarskránni, en framselji ekki vald sitt til forsetans og framkvæmdavaldsins eins og raunin hefur verið um skeið . Vísun í stjórnarskrána og krafa um að henni sé fylgt er leiðarstef í málflutningi Pauls, ásamt skírskotun í afstöðu stofnfeðra Bandaríkjanna . Af þess­ um sökum hefur hann hlotið viður nefn­ ið kempa stjórnarskrárinnar (e . Champ­ ion of the Constitution) . Paul bendir á að hugmyndir hans um frelsi einstaklinga og friðsamleg samskipti þjóða séu einmitt þær hugmyndir sem stofnfeðurnir töluðu fyrir og sem stjórnarskráin byggist á . Eins og íhaldsmanni sæmir setur hann hugmyndir sínar í sögulegt samhengi og sýnir fram á djúpar rætur þeirra í bandarískri menningu . En ekki þarf þó að leita aftur á 18 . og 19 . öld til að finna hugmyndabræður og ­systur kempu stjórnarskrárinnar . Hugmynda fræði Rons Paul tilheyrir armi Repúblikana­ flokksins, sem var áberandi fyrir seinni heims styrjöldina, en var vikið til hliðar af valdaöflum sem voru fyrirrennarar þeirra sósíaldemókratísku stríðsæstu nýíhalds­ manna sem nú ráða ríkjum í bland við hálfheilaþvegið bókstafstrúarfólk . Armur­ inn hefur verið nefndur Gamla hægrið (e . Old Right) og stefna hans einkennd­ ist af róttækri frjálshyggju og ein dreginni friðarstefnu . Góður vinur Pauls, hag fræð­ ingurinn Murray Rothbard heitinn, fór í fylkingarbrjósti þeirra sem vildu endurvekja Gamla hægrið undir lok síðustu aldar . Í því augnamiði voru hugtökin „paleo­ conservative“ og „paleo­libertarian“ búin til, en paleo er latneskt orð sem merkir gamall . Mikið af afbragðsfólki tilheyrði Gamla hægrinu, þar á meðal Robert Taft, Rose Wilder Lane, H . L . Mencken, Albert Jay Nock, William Faulkner, Isabel Paterson og Frank Chodorov . Sumir vilja meina að hvorki fyrr né síðar hafi risið upp jafnöflug og andrík hægri „intelligensía“ og Gamla hægrið í Bandaríkjunum, en því miður höguðu örlögin því svo til að hún vék fyrir lágkúrunni sem nú drottnar í bandarískri stjórnmálaumræðu — hæstu hæðir urðu að djúpum dal . Vin í eyðimörkinni er þó Ludwig von Mises­stofnunin, hugveita sem Lew Rockwell stofnaði árið 1982, en hún hefur verið gagnleg bækistöð fyrir íhalds menn og frjálshyggjumenn af gamla skólanum . Rauður þráður í gegnum hugmynda­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.