Þjóðmál - 01.03.2012, Page 52

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 52
 Þjóðmál VOR 2012 51 fræði Gamla hægrisins og Ron Paul­hreyf­ ingarinnar er andstaða við miðstýringu . Sú andstaða birtist í stuðningi við full veldi ríkja, efasemdum um hvers kyns ríkja sambönd og tortryggni gagnvart fríverslunar­ og hernaðarbandalögum . Hinn annálaði öld­ ung a deildarþingmaður repúblikana og paleo­hægrimaður, Robert Taft, barðist meira að segja gegn aðild Bandaríkjanna að NATO . Ron Paul hefur ekki aðeins beitt sér gegn NAFTA og WTO, heldur einnig gegn flestum einstaka fríverslunarsamningum, enda stuðla þeir yfirleitt ekki að frjálsum viðskiptum heldur stýrðum við skiptum . Andstaðan við miðstýringu endur speglast einnig í stuðningi við meiri sjálfsákvörð­ unar rétt smærri eininga: fylkja, héraða, sýslna, sveitarfélaga og svo framvegis . Segja má að lokatakmarkið sé auðvitað sem mestu r sjálfsákvörðunarréttur hvers heimilis og hvers einstaklings! Boðskapur Rons Paul hefur ekki aðeins hrifið fjölmarga Bandaríkjamenn, heldur nýtur hann hylli úti um allan heim . Ísland er engin undantekning; aðdáendum hins bandaríska öðlings, hugsjónamanns og byltingarsinna hefur fjölgað jafnt og þétt hér á landi . Nýverið var stofnaður sérstakur frjálshyggjuhópur á vegum SUS, sem hefur það að markmiði að boða þær róttæku hugmyndir sem Paul stendur fyrir . Frjáls­ hyggjuhópurinn er, eins og segir í stefnu­ yfirlýsingu hans, „sveit róttækra kapítal ista sem vill auka frelsi einstaklinga, minnka miðstýringu, tryggja friðhelgi eignar ­ réttar, standa vörð um fullveldi Ís lands og stuðla að friðsömum og víðsýnum alþjóða ­ samskiptum“ . Orðin sem féllu á breska þinginu 20 . ágúst 1940, að „aldrei fyrr hafi jafnmargir staðið í jafnmikilli þakkarskuld við jafn fáa“, eru, auk afreka mannsins sem tjáði þau, áminn­ ing um að fámennur hópur, eða hreinlega ein manneskja, geti skipt sköpum fyrir rás sögunnar — að afdrif þjóða, siðmenningar eða jafnvel mannkynsins alls, geta ráðist af sterkri persónu sem berst af alefli fyrir hugsjónum sínum . En ef til vill er ekki nóg að réttur maður sé á réttum stað, heldur þurfi tíminn einnig að vera réttur . Haft er eftir Victor Hugo að ekkert geti stöðvað hugmynd þegar tími hennar er kominn . Spurning er hvort að örlaganornirnar hafi ekki einmitt spunnið vef sinn á þann hátt að hugmyndir stjórnarskrárkempunnar séu orðnar sérlega tímabærar, að fæðingarhríðir byltingar séu hafnar . Ron Paul er á 77 . aldursári og hann mun líklega ekki sjá vonir sínar rætast . En hann hefur blásið fjölda einstaklinga í brjóst sannfæringu og eldmóði; þau fræ sem hann hefur sáð í hjörtum þeirra munu vaxa og dafna . Sonur Pauls, öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul, mun taka við keflinu, ásamt breska íhaldsmanninum Daniel Hannan og öðrum efnilegum stjórnmálamönnum sem hafa sannfærst um málstað Ron Paul­ bylting ar innar . Þeir munu þjóta með keflið til móts við nýja tíma — vinna stóra sigra, um bylta stjórnarfari og stuðla að betra samfélagi .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.