Þjóðmál - 01.03.2012, Page 59

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 59
58 Þjóðmál VOR 2012 má nefna, að með þessari orku, 12 000 GWh, má framleiða allt að einni milljón tonna af áli á ári, sem er ríflega tvöföldun núverandi álframleiðslu í landinu. Jarðhitann er auðvitað sjálfsagt að nýta einnig, eins og áður segir, en það ætti að vera fjölþætt nýting, sem gjörnýtir varmann, sem úr iðrum jarðar kemur, þ . e . ekki ein vörð ungu raforkuvinnsla, sem nýtir aðeins rúmlega 10% varmans . Það er lexía Rammaáætlunar . Sjálfbærni verður að vera leiðar stefið . Vandinn er, að hitakær starfsemi þarf að vera í grennd jarðvarmanámunnar . Slíkt þarf ekki að verða frágangssök í fram­ tíðinni . Fiskeldi er áreiðanlega mjög vaxandi atvinnugrein, sem hentar að sumu leyti vel á Íslandi vegna mikils ferskvatns og jarð­ hitans . Ýmsir efnaferlar munu vafalaust geta nýtt sér jarðvarmann . Síðast, en ekki sízt, er og verður sama gufan nýtt til raf­ orkuvinnslu og til upphitunar á hita veitu­ vatni til upphitunar á húsnæði, sbr . Nesja­ vallavirkjun og Svartsengisvirkjun, til að bæta nýtni gufunýtingarinnar . Gríðarlegar endurnýjanlegar vatnslindir eru í landinu . Grunnvatnsforðinn er talinn mundu anna töku á meiru en 600 m3/s, en núverandi landsnotkun er um 6 m3/s . Stóriðjan notar rúmlega 10% af þessu . Það væri skynsamlegt að laða hingað bæði orkukæra og vatnskæra starfsemi. Áliðnaður og fiskeldi eru dæmi um slíkar greinar. Til að auka verðmætasköpunina, eins og sýnt er fram á í þessari grein að er mögu­ legt, þarf fjármagn . Núverandi lands stjórn (ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dótt ur) er fjárfestingum fjandsamleg . Þá skýtur skökku við, að hún telur helztu rök semdina fyrir aðild Íslands að ESB vera auknar fjár fest­ ingar . Það þarf að búa í haginn fyrir erlenda fjárfesta, eins og Írar hafa gert, reyndar í óþökk ESB, með lágum tekjuskatti á öll fyrirtæki í landinu, t . d . 12% . Þannig verði snúið af braut mikilla erlendra lántaka . Þegar samið hefur verið um erlent fjárstreymi til landsins til virkjana, iðjuvera og annars, um 150 milljarða kr . á ári, á að afnema gjaldeyrishöftin með pennastriki dr . Ludwigs Erhards og leyfa frjálsa fjár­ magnsflutninga og uppgjör fyrirtækja í hvaða mynt sem er . Reglufestu og strangan aga verður að innleiða í stjórn ríkisfjármála og peningamála til að lækka erlendar skuldir, og skapa efnahagslegan stöðugleika (verðbólgu undir 2% á ári) til að hækka lánshæfismatið og þar með að lækka vextina í landinu . Þá mun hagvöxtur blómstra (verða 3%–6%), fjöldaatvinnuleysi verða út rýmt og brottfluttir snúa heim . Skýringar: 1) 1 Petajoule (PJ) er samsett orð úr Peta=1015 (þúsund milljón milljónir) og Joule, sem er grunnorkueining og jafngildir 1J=1Ws (watt­ sekúnda) . 2) ISK/USD er gengi bandaríkjadals í íslenzkum krónum . Þar sem í þessari grein er notuð skammstöfunin kr . er átt við ISK . 3) Olíujafngildi er það magn olíu, sem inniheldur sömu orku . 4) VLF er verg (heildar­) landsframleiðsla . Annað skylt hugtak er þjóðarframleiðsla . Það eru verðmæti, sem verða einvörðungu til innan­ lands . 5) 1 kt eru eitt þúsund tonn . 6) 1 mia . kr . er einn milljarður (þúsund milljónir) króna . 7) GWh gígawattstundir .1 GWh=109wattstundir eða 1 milljón kWh (kílówattastundir) .1 GWh/ a=1 GWh á ári . 8) 1 MWh/íb er 1000 kWh á íbúa . 9) Rammaáætlun um vernd og nýtingu nátt úru­ svæða með áherzlu á vatnsafl og jarðhita svæði, 2 . áfangi, ISBN­978­9979­68­298­1, útg . í júní 2011 af verkefnisstjórn, þar sem Sveinbjörn Björnsson var ritstjóri, og iðnaðarráðu­ neytinu . Verkið er 225 blaðsíður og gegnir megin hlutverki forgangsröðunar nýtingar og verndar . Á endanum verður samt þessi for­ gangs röðun verk efni stjórn mála manna hvers tíma .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.