Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 59

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 59
58 Þjóðmál VOR 2012 má nefna, að með þessari orku, 12 000 GWh, má framleiða allt að einni milljón tonna af áli á ári, sem er ríflega tvöföldun núverandi álframleiðslu í landinu. Jarðhitann er auðvitað sjálfsagt að nýta einnig, eins og áður segir, en það ætti að vera fjölþætt nýting, sem gjörnýtir varmann, sem úr iðrum jarðar kemur, þ . e . ekki ein vörð ungu raforkuvinnsla, sem nýtir aðeins rúmlega 10% varmans . Það er lexía Rammaáætlunar . Sjálfbærni verður að vera leiðar stefið . Vandinn er, að hitakær starfsemi þarf að vera í grennd jarðvarmanámunnar . Slíkt þarf ekki að verða frágangssök í fram­ tíðinni . Fiskeldi er áreiðanlega mjög vaxandi atvinnugrein, sem hentar að sumu leyti vel á Íslandi vegna mikils ferskvatns og jarð­ hitans . Ýmsir efnaferlar munu vafalaust geta nýtt sér jarðvarmann . Síðast, en ekki sízt, er og verður sama gufan nýtt til raf­ orkuvinnslu og til upphitunar á hita veitu­ vatni til upphitunar á húsnæði, sbr . Nesja­ vallavirkjun og Svartsengisvirkjun, til að bæta nýtni gufunýtingarinnar . Gríðarlegar endurnýjanlegar vatnslindir eru í landinu . Grunnvatnsforðinn er talinn mundu anna töku á meiru en 600 m3/s, en núverandi landsnotkun er um 6 m3/s . Stóriðjan notar rúmlega 10% af þessu . Það væri skynsamlegt að laða hingað bæði orkukæra og vatnskæra starfsemi. Áliðnaður og fiskeldi eru dæmi um slíkar greinar. Til að auka verðmætasköpunina, eins og sýnt er fram á í þessari grein að er mögu­ legt, þarf fjármagn . Núverandi lands stjórn (ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dótt ur) er fjárfestingum fjandsamleg . Þá skýtur skökku við, að hún telur helztu rök semdina fyrir aðild Íslands að ESB vera auknar fjár fest­ ingar . Það þarf að búa í haginn fyrir erlenda fjárfesta, eins og Írar hafa gert, reyndar í óþökk ESB, með lágum tekjuskatti á öll fyrirtæki í landinu, t . d . 12% . Þannig verði snúið af braut mikilla erlendra lántaka . Þegar samið hefur verið um erlent fjárstreymi til landsins til virkjana, iðjuvera og annars, um 150 milljarða kr . á ári, á að afnema gjaldeyrishöftin með pennastriki dr . Ludwigs Erhards og leyfa frjálsa fjár­ magnsflutninga og uppgjör fyrirtækja í hvaða mynt sem er . Reglufestu og strangan aga verður að innleiða í stjórn ríkisfjármála og peningamála til að lækka erlendar skuldir, og skapa efnahagslegan stöðugleika (verðbólgu undir 2% á ári) til að hækka lánshæfismatið og þar með að lækka vextina í landinu . Þá mun hagvöxtur blómstra (verða 3%–6%), fjöldaatvinnuleysi verða út rýmt og brottfluttir snúa heim . Skýringar: 1) 1 Petajoule (PJ) er samsett orð úr Peta=1015 (þúsund milljón milljónir) og Joule, sem er grunnorkueining og jafngildir 1J=1Ws (watt­ sekúnda) . 2) ISK/USD er gengi bandaríkjadals í íslenzkum krónum . Þar sem í þessari grein er notuð skammstöfunin kr . er átt við ISK . 3) Olíujafngildi er það magn olíu, sem inniheldur sömu orku . 4) VLF er verg (heildar­) landsframleiðsla . Annað skylt hugtak er þjóðarframleiðsla . Það eru verðmæti, sem verða einvörðungu til innan­ lands . 5) 1 kt eru eitt þúsund tonn . 6) 1 mia . kr . er einn milljarður (þúsund milljónir) króna . 7) GWh gígawattstundir .1 GWh=109wattstundir eða 1 milljón kWh (kílówattastundir) .1 GWh/ a=1 GWh á ári . 8) 1 MWh/íb er 1000 kWh á íbúa . 9) Rammaáætlun um vernd og nýtingu nátt úru­ svæða með áherzlu á vatnsafl og jarðhita svæði, 2 . áfangi, ISBN­978­9979­68­298­1, útg . í júní 2011 af verkefnisstjórn, þar sem Sveinbjörn Björnsson var ritstjóri, og iðnaðarráðu­ neytinu . Verkið er 225 blaðsíður og gegnir megin hlutverki forgangsröðunar nýtingar og verndar . Á endanum verður samt þessi for­ gangs röðun verk efni stjórn mála manna hvers tíma .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.