Þjóðmál - 01.03.2012, Side 80

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 80
 Þjóðmál VOR 2012 79 verslun in inn í landið . Árið 1914 má svo kalla að síð ustu leifar útlendrar verslunaránauðar hafi verið afmáðar með stofnun Eimskipafélags Íslands . En verslunarfrelsið var engan veginn tryggt þótt verslunin væri komin á okkar eigin hendur . Ekki leið á löngu uns einka sölu frumvörp tóku að skjóta upp kollinum á Alþingi . Í heims­ styrjöld inni fyrri, 1914–1918, var Lands­ verslun sett á fót . Það kostaði harða baráttu að fá hana aflagða og í kreppu eftir stríðsáranna voru uppi há værar raddir um gjaldeyrishömlur, innflutnings bönn og verndar tolla . Það sýnir andann hversu skjótt við brugð­ um við og tókum upp fordæmi ann arra þjóða í kreppunni miklu, afnám um versl un ar frelsið og hnepptum atvinnu vegina í fjötra en þegar sömu þjóðir sneru unn vörp um baki við hafta­ stefnunni og tóku aftur upp frjáls viðskipti eftir heims styrjöld ina síðari, neyttum við allra bragða til að hamla á móti og þverbrutum alþjóðlegar sam þykktir til að halda í höftin . Verslunarhöftin voru hér við lýði í þrjátíu ár samfleytt, 1931–1960, tíu til þrettán árum lengur en í nágrannalöndum okkar . Á fjórða áratugnum voru höftin afsprengi al þjóð ­ legrar haftastefnu, en beitt af mun meiri hörku hér á landi en í öðrum lýðfrjálsum ríkj um . Á styrjaldarárunum seinni voru höftin að vissu leyti óhjákvæmileg og samt voru þau mun víðtækari en nauðsyn krafði . Frá 1948 til upp­ hafs viðreisnarstjórnarinnar (1959) voru höft in hinsvegar einskonar sér íslenskt fyrir brigði en þá bundust vestrænar þjóðir sam tökum um að afnema hömlur í alþjóða við skiptum . „Allar verslunarhömlur eru tæki sem þjóð­ irnar hafa fundið upp til þess að gera sig og aðra fátækari,“skrifaði John Maynard Keynes . Og það segir sína sögu að haftapostular fyrri ára skyldu aldrei beinlínis mæla með höftunum nema sem óhjákvæmilegu neyðarúrræði . Raun­ ar byrjuðu þeir jafnan haftarollur sínar á því að vegsama verslunarfrelsið, en því miður, það væri ekki um að tala; á þessum örðugu tímum ættum við ekki annarra kosta völ en að taka upp versl unar höft . Við áttum þó völ á öðrum kosti . Það var að skrá gengi krónunnar rétt . Undirrót verslunarhaftanna var nefnilega að gengi krónunnar var of hátt skráð . Í upphafi kreppunnar 1930 varð mikið verð­fall á útflutningsafurðum okkar sem kallaði Svart­hvítar kápumyndir harðspjalda­ (til vinstri) og kiljuútgáfu (að ofan) bókarinnar Þjóð í hafti .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.