Þjóðmál - 01.03.2012, Page 82

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 82
 Þjóðmál VOR 2012 81 tíma og voru ekki öllum jafn ljós . Þá höfðu æði margir hagsmuna að gæta . Fjöldi fólks starfaði í haftakerfinu og þau fyrirtæki sem fengu leyfin sem úthlutað var vildu gjarnan viðhalda því fyrirkomulagi . Ekki síst gaf haftafyrirkomulagið stjórnmálamönnum mikil völd . Lögin sem haftastjórn Hermanns Jónas­son ar setti um innflutningsverslunina árið 1934 voru svo rúmt orðuð að það mátti kalla að þau væru „ein allsherjarheimild“ til fjár ­ málaráðherra og gjaldeyrisnefndar „að fara með þessi mál nákvæmlega eins og þeim sýndist,“ eins og sagði í álitsgerð Verslunarráðs Íslands . Engin fyrirmæli voru um hvernig haga skyldi úthlutun leyfanna, ekkert sagt hvaða skil yrði nefndinni væri heimilt að setja fyrir leyfis­ veitingum, ekkert getið um það hver hlutur nýrra verslana ætti að vera móts við eldri versl­ unar fyrirtæki, í lögunum stóð aðeins: „Fjármálaráðherra setur nefndinni reglur um það, á hvern hátt hún skuli haga störfum sín­ um .“ Og í sjálfri reglugerðinni var ekki kveð ið skýrar að orði en þetta: „Nefndinni er heimilt að setja þau skilyrði fyrir leyfisveitingum, sem henni þykir ástæða til .“ Í ofanálag gat nefndin „með samþykki fjár­ málaráðherra“ veitt undanþágu frá öll um ákvæð um reglugerðarinnar um gjald eyris­ versl un „ef sérstaklega stendur á“ . Loks var búið svo um hnútana að réttur pólitískur litur yrði á þessari valdamiklu nefnd: samkvæmt lögunum voru þrír nefndar menn af fimm skipaðir af fjármálaráðherra „án til ­ nefningar“ og var „einn þeirra formaður og fram kvæmdastjóri nefndarinnar“ . Allur inn­ og útflutningur landsins var þannig ekki aðeins háður skýrslum, vottorð­ um, skuld bindingum og yfirlýsingum, heldur geð þótta stjórnvalda, stjórnmálavaldsins . Það fór líka svo að höftunum var misk­ unnarlaust misbeitt í pólitísku skyni . Alvarlegasta dæmið um pólitíska spill ingu á haftaárunum var beiting Fram sókn ar flokksins á höftunum í þágu Sambands ís lenskra sam­ vinnufélaga á kreppuárunum . Framsóknarflokkurinn var í stjórnarforystu frá miðju sumri 1927 allt til vors 1942 og bar höfuðábyrgð á þeim ógöngum sem við rötuð­ um í á fjórða áratugnum . Fádæma ranglát kjör­ dæmaskipan tryggði flokknum þessa 15 ára valdaaðstöðu . Til dæmis má nefna kosningarn­ ar 1931, en þá vann Framsóknarflokkur inn mikinn sigur eftir þingrofið, hlaut 23 þing­ menn og meirihluta á Alþingi með aðeins 35,9% atkvæða; flokkurinn fékk 8 þingmenn fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn sem þó hlaut 43,8% atkvæða! Þegar búið var að setja stjórnskipaða nefnd yfir öllum innflutningi til landsins setti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins nefnd ­ inni starfsreglur . Þar sagði í 3ju grein að „neyt ­ endafélög“, þ .e . kaupfélög, „þau er nú starfa og síðar verða mynduð“ skyldu „fá leyfi til inn­ flutnings hlutfallslega eftir tölu félags manna og heimilismanna þeirra, miðað við fjölda landsmanna .“ Þetta var hin svokallaða höfða­ tölu regla . Markmiðið með höfða tölu reglunni var að efla innflutningsdeild Sam bands ís­ lenskra samvinnufélaga (S .Í .S .) á kostnað ann­ arra innflytjenda, draga verslun ina með vald­ boði úr höndum kaup manna . Árið 1933 var aðeins um 10% af heildar inn flutn ingi til lands­ ins á vegum kaup félaganna og Sam bandsins, en samkvæmt höfða tölu regl unni átti hlutur S .Í .S . að vera 23% við fyrstu útreikn inga 1935 en 1938 hljóðaði krafa S .Í .S . upp á 38% alls innflutnings til landsins . Það var sem sagt stefnt að því á þessum árum að auka með stjórnvaldsákvörðunum hlut SÍS og kaupfélaganna í heildarinnflutningi lands­ manna úr 10% í um 40% . Fjármálaráðherra Framsóknarflokksins skip ­ aði kaupfélagsstjóra norðan úr landi, sem um fimm ára skeið hafði starfað á aðal skrif stofu S .Í .S . í Reykjavík, formann og fram kvæmda­ stjóra nefndarinnar . Ofan í kaupið voru svo Sam bandinu gefin þau sérréttindi um fram aðra útflytjendur að mega ráðstafa er lend­ um gjald eyristekjum framhjá bönkunum til greiðslu á innflutningsvörum sínum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.