Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 82

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 82
 Þjóðmál VOR 2012 81 tíma og voru ekki öllum jafn ljós . Þá höfðu æði margir hagsmuna að gæta . Fjöldi fólks starfaði í haftakerfinu og þau fyrirtæki sem fengu leyfin sem úthlutað var vildu gjarnan viðhalda því fyrirkomulagi . Ekki síst gaf haftafyrirkomulagið stjórnmálamönnum mikil völd . Lögin sem haftastjórn Hermanns Jónas­son ar setti um innflutningsverslunina árið 1934 voru svo rúmt orðuð að það mátti kalla að þau væru „ein allsherjarheimild“ til fjár ­ málaráðherra og gjaldeyrisnefndar „að fara með þessi mál nákvæmlega eins og þeim sýndist,“ eins og sagði í álitsgerð Verslunarráðs Íslands . Engin fyrirmæli voru um hvernig haga skyldi úthlutun leyfanna, ekkert sagt hvaða skil yrði nefndinni væri heimilt að setja fyrir leyfis­ veitingum, ekkert getið um það hver hlutur nýrra verslana ætti að vera móts við eldri versl­ unar fyrirtæki, í lögunum stóð aðeins: „Fjármálaráðherra setur nefndinni reglur um það, á hvern hátt hún skuli haga störfum sín­ um .“ Og í sjálfri reglugerðinni var ekki kveð ið skýrar að orði en þetta: „Nefndinni er heimilt að setja þau skilyrði fyrir leyfisveitingum, sem henni þykir ástæða til .“ Í ofanálag gat nefndin „með samþykki fjár­ málaráðherra“ veitt undanþágu frá öll um ákvæð um reglugerðarinnar um gjald eyris­ versl un „ef sérstaklega stendur á“ . Loks var búið svo um hnútana að réttur pólitískur litur yrði á þessari valdamiklu nefnd: samkvæmt lögunum voru þrír nefndar menn af fimm skipaðir af fjármálaráðherra „án til ­ nefningar“ og var „einn þeirra formaður og fram kvæmdastjóri nefndarinnar“ . Allur inn­ og útflutningur landsins var þannig ekki aðeins háður skýrslum, vottorð­ um, skuld bindingum og yfirlýsingum, heldur geð þótta stjórnvalda, stjórnmálavaldsins . Það fór líka svo að höftunum var misk­ unnarlaust misbeitt í pólitísku skyni . Alvarlegasta dæmið um pólitíska spill ingu á haftaárunum var beiting Fram sókn ar flokksins á höftunum í þágu Sambands ís lenskra sam­ vinnufélaga á kreppuárunum . Framsóknarflokkurinn var í stjórnarforystu frá miðju sumri 1927 allt til vors 1942 og bar höfuðábyrgð á þeim ógöngum sem við rötuð­ um í á fjórða áratugnum . Fádæma ranglát kjör­ dæmaskipan tryggði flokknum þessa 15 ára valdaaðstöðu . Til dæmis má nefna kosningarn­ ar 1931, en þá vann Framsóknarflokkur inn mikinn sigur eftir þingrofið, hlaut 23 þing­ menn og meirihluta á Alþingi með aðeins 35,9% atkvæða; flokkurinn fékk 8 þingmenn fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn sem þó hlaut 43,8% atkvæða! Þegar búið var að setja stjórnskipaða nefnd yfir öllum innflutningi til landsins setti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins nefnd ­ inni starfsreglur . Þar sagði í 3ju grein að „neyt ­ endafélög“, þ .e . kaupfélög, „þau er nú starfa og síðar verða mynduð“ skyldu „fá leyfi til inn­ flutnings hlutfallslega eftir tölu félags manna og heimilismanna þeirra, miðað við fjölda landsmanna .“ Þetta var hin svokallaða höfða­ tölu regla . Markmiðið með höfða tölu reglunni var að efla innflutningsdeild Sam bands ís­ lenskra samvinnufélaga (S .Í .S .) á kostnað ann­ arra innflytjenda, draga verslun ina með vald­ boði úr höndum kaup manna . Árið 1933 var aðeins um 10% af heildar inn flutn ingi til lands­ ins á vegum kaup félaganna og Sam bandsins, en samkvæmt höfða tölu regl unni átti hlutur S .Í .S . að vera 23% við fyrstu útreikn inga 1935 en 1938 hljóðaði krafa S .Í .S . upp á 38% alls innflutnings til landsins . Það var sem sagt stefnt að því á þessum árum að auka með stjórnvaldsákvörðunum hlut SÍS og kaupfélaganna í heildarinnflutningi lands­ manna úr 10% í um 40% . Fjármálaráðherra Framsóknarflokksins skip ­ aði kaupfélagsstjóra norðan úr landi, sem um fimm ára skeið hafði starfað á aðal skrif stofu S .Í .S . í Reykjavík, formann og fram kvæmda­ stjóra nefndarinnar . Ofan í kaupið voru svo Sam bandinu gefin þau sérréttindi um fram aðra útflytjendur að mega ráðstafa er lend­ um gjald eyristekjum framhjá bönkunum til greiðslu á innflutningsvörum sínum .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.