Þjóðmál - 01.03.2012, Side 90
Þjóðmál VOR 2012 89
stjórnmálum en þegar festa ríkir í stjórnar
fari og efnahagur blómgast . Hún segir: „Með
hæfilegri einföldun má því segja að kreppur
í víðum skilningi hafi kallað fram efasemdir
um stjórnskipunina, þar á meðal þingræði;
þegar Íslendingar hafa leitað skýringa á því
sem fór úrskeiðis, eða leiða til að ráða bót
á erfiðleikum, hafi þeir meðal annars beint
sjónum að þingræðinu .“
Ragnheiður telur að fyrir bankahrunið
hafi borið á „stjórnmálakreppu sem leiddi
til aukinnar umræðu um grunnþætti ís
lenskrar stjórnskipunar, ekki síst vald
þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu og
um valdsvið og hlutverk forseta . Þá miklu
umræðu sem varð um nauðsyn nýrrar
stjórnarskrár og stjórnlagaþings í lok árs
2008 og fram að kosningum 2009 verður
að skoða í því ljósi . Stjórnkerfiskreppan átti
sér nokkurn aðdraganda .“
Undir það má taka með Ragnheiði að
efnahagskreppan varð vatn á myllu þeirra
sem vildu breyta stjórnarskránni og helst
án þess að alþingi ætti þar hlut að máli eins
og fram kom í tillögum Jóhönnu Sigurðar
dóttur um stjórnlagaþing eftir að hún varð
forsætisráðherra 1 . febrúar 2012 . Í því felst
hins vegar mikil blekking að unnt sé með
breytingu á stjórnarskrá að hindra hrun á
borð við það sem hér varð haustið 2008 .
Ragnhildur Helgadóttir segir „óheppi
legt“ að fræðileg merking hugtaksins
þingræði skuli vera allt önnur og þrengri
en almenna merkingin . Hún ræðir hina
fræðilegu merkingu eða að þingið „ráði því
í reynd hverjir sitji í ríkisstjórn“ og veltir
fyrir sér spurningunni um hvað sé — vegna
þing ræðisins — „skylda að gera eða gera
ekki þannig að það sé lögbrot ef vikið er frá
því“ . Þingræðisreglan er með öðrum orðum
laga regla sem ber að virða . Hún segir að hér
á landi hafi „verið talið að þingræðisreglan
sé regla með stjórnarskrárígildi þótt ekki sé
hún skýrt skráð í stjórnarskrá“ . Vandinn
hér sé því ekki sá hvort þingræðisreglan sé
bindandi „heldur hvað felist í henni“ .
Ragnhildur leitast við að skýra inntak regl
unnar og tekur ýmis dæmi til skoðunar úr
íslenskri stjórnmála og stjórnskipunarsögu,
meðal annars til að athuga hvort ekkert sé
„brot á þingræðisreglu í íslenskum rétti
nema að hunsa vantrauststillögu sem hefur
verið samþykkt á Alþingi“ . Hún nefnir sem
dæmi að það sé heppilegast að ráðherra eða
ríkisstjórn sem óskar eftir traustsyfirlýsingu
en fær hana ekki víki . Það sé hins vegar
óljósara hvort það sé beinlínis lögbrot eða
brot á þingræðisreglu ef það er ekki gert .
Hér skulu þessi álitamál ekki reifuð en
Ragnhildur hefur í ýmsu tilliti aðra fræðilega
skoðun í þessum efnum en forverar hennar
í stjórnlagafræðinni . Hún rökstyður mál sitt
á einfaldan og skýran hátt og dregur fram
að fræðilega einstigið er ekki alltaf auðratað
og að sýna verði aðgát þegar til dæmis er
leitast við að skýra hvort til sögunnar séu
komnar óskráðar reglur sem öðlast hafi
ígildi stjórnarskrárákvæða og verði því ekki
beitt nema með breytingu á stjórnarskrá .
Ein þessara reglna er að dómstólar eigi
síðasta orð um hvort lög brjóti í bága við
stjórnarskrá eða ekki . Segja má að reglan
gangi ekki síður inn á valdsvið þingmanna en
synjunarvald forseta sem þó styðst við 26 . gr .
stjórnarskrárinnar . Túlkun fræði manna, sem
leiðir til þess að þeir telja stjórnar skrár reglu
hafa mótast, verður að sækja styrk í góð rök .
Hljóti reglan viðurkenningu takmar kar hún
svigrúm lýðræðislega kjörinna fulltrúa til að
setja lög sem brjóta í bága við regluna .
Forvitnilegt er að lesa það sem Þorsteinn
Magn ús son hefur að segja um alþingi og
sam teng ingu þings og ríkisstjórnar, hún
hafi verið svo sterk að tala megi um vissa
samþættingu valdaþáttanna, löggjafarvalds
og framkvæmdavalds . Hún hafi „kristallast
í því að þeir stjórnmálaflokkar sem mynda
meirihluta á Alþingi hverju sinni og standa