Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 92

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 92
 Þjóðmál VOR 2012 91 þá ágætu höfunda sem hér hafa verið nefndir . Þeir hafa allir unnið gott verk og bókin er markvert framlag til ritunar stjórn­ mála­ og stjórnskipunarsögunnar . Text­ inn er skýr og læsilegur, rakst ég þó á eina villu þar sem ártalið 2009 stóð í stað 2010 á bls . 406 . Það er mikill galli á bókinni og raunar illskiljanlegur að ekki fylgi meginmáli nafnaskrá og atriðisorðaskrá, ítar legt efnisyfirlit kemur ekki í stað slíkra skráa . Skortur á þeim dregur úr gildi bókarinnar . Með skránum hefði til dæmis verið auðveldara en ella að nota hana sem handbók við leit að fordæmum sem skipta miklu þegar fjallað er um þingræðið . Bók þessi er skyldulesning fyrir alla sem vilja átta sig á innviðum íslenskrar stjórn­ skipunar og meginþátta í sögu alþingis og þar með stjórnmálasögunni . Áhugamenn um stjórnmál, stjórnmálamenn og fjöl­ miðlamenn sem fjalla um stjórnmál og störf alþingis ættu að kynna sér bókina og tileinka sér staðreyndir úr henni . Það yrði til að minnka endurtekningar á innistæðulausum tugg um um stjórnmálaatburði líðandi stund ar . Margt skýrist og verður skiljanlegra í sögu legu og stjórnskipulegu samhengi . Saga Íshafs­ skipalestanna Magnús Þór Hafsteinsson: Dauðinn í Dumbs­ hafi. Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði og sjó hern­ aður í Norður­Íshafi 1940–1943 . Bóka útgáfan Hólar, Reykjavík 2011 . 509 bls . Eftir Jón Þ . Þór Heimsstyrjöldin síðari vekur sífellt áhuga . Senn eru liðnir sjö áratugir frá því að hildarleiknum mikla lauk, en enn koma fram nýjar og óvæntar upplýsingar um einstaka atburði og þætti stríðsins, auk þess sem fræðimenn sjá atburði og þátttakendur í þeim sífellt frá nýju sjónarhorni . Í þessari bók er fjallað um atburði, sem urðu svo að segja við bæjardyr Íslendinga og gerðust að nokkru leyti hér á landi, þótt Íslendingar sjálfir kæmu þar ekki við sögu að neinu ráði og vissu víst fæstir hvað var á seyði . Þar eru þó vitaskuld undanskildir þeir íslensku sjó­ menn, sem sigldu með skipa lest un­ um . Þeir voru að sönnu ekki marg ir, en nokkr ir þó . Saga Íshafs­ skipa lest anna, sem fluttu her gögn og margs kyns ann an varning frá Bretum og Band a ríkja mönnum til Sovét ríkjanna á árun um 1940–1943, hlýtur að teljast einn magnaðasti þátturinn í gjörvallri sögu styrjald ar innar og jafnframt einn þeirra, sem tiltölulega lítið hefur verið fjallað um í öllu því flóði bóka, sem skrifaðar hafa verið um stríðið . Skipalestirnar, sem sigldu austur, voru alls átján og að auki var hópur skipa sem fóru einskipa seint á árinu 1942 . Skipunum í skipalestunum var safnað saman í Hvalfirði og þaðan sigldu þau í fylgd vopnaðra skipa og kafbáta vestur og norður fyrir Ísland og síðan í norðaustur, yfir Barentshaf, til Múrmansk og Arkhangelsk í Sovétríkjunum . Varningurinn, sem þau fluttu, var Sovétmönnum lífsnauðsynlegur en siglingarnar voru mikil þolraun og reyndu mjög á bæði menn og skip . Fyrstu skipa lestirnar komust flestar á leiðarenda án mikilla áfalla en eftir því sem á leið hertu Þjóðverjar aðgerðir sínar gegn þeim .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.