Þjóðmál - 01.06.2013, Side 21

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 21
20 Þjóðmál SUmAR 2013 En eins og í Völuspá líður ekki á löngu þar til Loki birtist í líki virkjunarsinna og eyðileggur jafnvægið í tilverunni . Ekkert fagurt eða gott má nokkurn tíma vera í friði fyrir Loka . Það er hans eðli . Og engum mælist betur en honum . Og enginn er rökfastari og enginn er hjartalausari og enginn jafn sjarmerandi . Og skyndilega rætist Völuspá og komið er borgarastríð milli íbúanna í þessari Paradís og einhverra verkfræðinga sem hafa reiknað út að það sé enginn tilverugrundvöllur á Akureyri nema Mývatn og Laxárdalur verði eyðilögð . Og Þingeyingar settust á rökstóla . Rétt einsog „Þór þrunginn móði“ var Hermóður bóndi þrunginn móði og úr varð ásetningur um að verja heimabyggðina með öllum ráðum . Virkjanamenn hófust handa án leyfa, án viðræðna við heimamenn, án tillits til laga og án samráðs við heilbrigða skynsemi . Málið snýst ekki um náttúru- vernd heldur hagsmuni, sagði einn forsvars- manna virkjunarsinna, sem Völuspá hefði kallað Jötna . Lýsingar Hvells á átökunum og að drag-anda þeirra eru áhrifamiklar og ekki síst er samstaðan merkileg og samheldnin . Íbúar í Mývatnssveit brugðust við eins og Að ofan: Mývatn frá sjónarhóli leikmanns . Til vinstri: Mývatn frá sjónarhóli verkfræðings .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.