Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 27
26 Þjóðmál SUmAR 2013
Magnús Bjarnason
Flugvöllur í Önundarfirði
Sumarið 2007 fór ég í ferð um Vestfirði með Félagi eldri borgara í Reykja-
vík . Um þær mundir var mikið rætt um
ýmsa erfið leika sem Vestfirðingar stæðu
frammi fyrir vegna færri at vinnutækifæra
og búferla flutninga . Á ferða laginu kom
mér í hug framkvæmd sem gæti gjörbreytt
aðstæðum á norðan verð um Vestfj örðum .
Hún er sú að byggja þotu flug völl í Ön-
undar firði, að mestu í landi Hjarðar dals
ytri . Í Önundarfirði er sem kunnugt er
mest undirlendi á Vestfjörðum . Þegar ég
skoðaði allar aðstæður í Önundarfirði á
ferða laginu sannfærðist ég um að þetta
væri snjallræði . Ég þekkti reyndar vel til á
þessum slóðum þar sem faðir minn var frá
Hesti í Önundarfirði og ég hafði verið tvö
sumur í sveit hjá föðurbróður mínum í Ytri-
Hjarðardal .
Þegar heim kom tók ég fram kort af Önundarfirði, sem er hluti af Íslands-
korti danska herforingjaráðsins, Uppdráttur
Ís lands 11, Stigahlíð . Með því að draga á kort-
ið flugvallarstæði, allt frá litla sjúkra flugs-
vell in um við Holt í beina línu út að mynni
Valþjófsdals við Ytri-Ófæru fengist bein
fluglína á haf út allt að 5 km . Nauðsynlegt
er að leggja flugvöllinn sem yst í firðinum
þannig að hægt sé að koma inn til lendingar
og hefja flugvélina aftur upp ef hætta þarf við
lendingu . Þegar kemur að fjallinu Þor finni
eykst bilið milli flugvallarins og fjalls ins við
Ófæruhlíð og fjallið sveigir síðan til suðurs .
Við Ytri-Ófæru, við mynni Valþjófsdals,
breikkar bilið frá vör fjarðarins verulega .
Í Ytri-Ófæru er gífurlegt efni til upp-
fyll ingar í flugvallarstæðið og sömuleiðis
úr Ófæruhlíðinni með sjónum . Undir
Hrafnaskálanúpi við Ingjaldssand er mikið
af stórgrýti sem hægt væri að nota og þyrfti
ekki að sprengja utan einstaka steina . Þar er
önnur ófæra sem nota mætti í uppfyllingu .
Við Hrafnaskálanúp er mikið stórgrýti, sem
fallið hefur úr klettabeltinu . Einnig er mikið
efni tiltækt á Ingjaldssandi, í Grjóthól,
sem ekki þarf að sprengja . Með því að taka
efni með sprengingum við sneiðingu úr
fjöllunum Þorfinni, Sporhamarsfjalli og
Hrafna skálanúpi væri komið vegstæði til
að tengja Ingjaldssand og suðurhlíðar Ön-
undar fjarðar . Án þessarar grjótnámu vegna
flugvallarins væri ekki hægt að koma vega -
sambandi á til Ingjaldssands vegna kostn-
aðar . Undir Hrafnaskálanúpi þyrfti að steypa
vegskála vegna grjóthruns úr fjall inu .
Ég sagði Einari Oddi Kristjánssyni, al-þingismanni, frænda mínum úr Ön -
und ar firði, frá hugmynd minni um þotu flug-
völlinn og sýndi honum kortið þar sem ég
hafði teiknað inn flugvallarstæðið . Einar sagði