Þjóðmál - 01.06.2013, Side 30

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 30
 Þjóðmál SUmAR 2013 29 Guðmundur Edgarsson Velferðarkerfi á villigötum Í upphafi ágústmánaðar s .l . gerði ég mér ferð í eina af stærri raftækjaverslunum landsins til að kaupa mér farsíma . Þegar inn var komið brá mér heldur betur í brún . Verslunin var troðfull af fólki . Aðra eins mergð af fólki í einni verslun hafði ég ekki séð áður . Varla gat skýringin verið sú að fólk væri nýbúið að fá útborgað því þótt oft verði vart við meiri eyðslugleði skömmu eftir mánaðamót, þegar mánaðarlaunin eru jafnan borguð út, er hæpið að slíkt gæti skýrt þann aragrúa fólks sem þarna var samankominn . En hver var þá skýringin? Ég spurði afgreiðslumanninn þegar röðin var loksins komin að mér . Svarið var einfalt: Í dag voru greiddar út vaxtabætur! Svo bætti hann við, að þessi dagur — útborgunardagur vaxtabóta — væri annasamasti dagur ársins, slægi jafnvel við heitustu dögunum fyrir jólin . Vaxtabætur Þetta dæmi er bara eitt af mörgum um hvernig kerfi, sem upphaflega hefur sennilega verið fyrst og fremst ætlað þeim sem raunverulega áttu erfitt með að greiða af húsnæði sínu, hefur belgst út þannig að nú eru þiggjendur þessara bóta flestir hverjir einstaklingar við hestaheilsu og í fullri vinnu, m .ö .o . fólk sem hefur ekkert með þessar bætur að gera . Kerfið hefur umbreyst frá því að vera stuðningskerfi fyrir fólk sem hefur sannanlega ekki ráð á eigin húsnæði yfir í það að vera eitt allsherjar millifærslukerfi fyrir fólk sem í flestum tilfellum býr við bærileg kjör . En er þetta ekki bara allt í lagi? Páll borgar af lánum Péturs og Pétur af lánum Páls? Báðir þurfa hvort eð er að borga af sínum lánum . Og ef afgangur er af bótunum, þá geta báðir farið í næstu raftækjaverslun og keypt sér iPad . Allir sáttir, ekki satt? Að sjálfsögðu gengur svona kerfi ekki upp af ýmsum ástæðum . Í fyrsta lagi er mun ódýrara fyrir báða aðila, Pétur og Pál, að hvor borgi að fullu af lánum sínum fyrir eigin pening því þá losna þeir við kostnaðinn við að halda uppi hinu dýra kerfi sem svo umfangsmiklar niður- greiðslur krefjast en það eru jú þeir sjálfir og annað venjulegt fólk sem tekur þann kostnað á sig í gegnum aukna skatta . Í öðru lagi er viðbúið að húsnæðis mark- aðurinn bregðist við með því að hækka verð . Ef ég set húsið mitt á sölu vitandi að hugsanlegir kaupendur fái meðgjöf frá ríkinu til að auðvelda afborganir af lánum, þá tek ég að sjálfsögðu mið af því við verðlagningu hússins . Á sama hátt er freistandi fyrir banka að hafa vexti hærri á húsnæðislánum . Þannig verður húsnæði

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.