Þjóðmál - 01.06.2013, Page 35
34 Þjóðmál SUmAR 2013
langflestar án aðkomu ríkisins . Grimm
samkeppni aðila í ferðaþjónustu hefur séð
til þess að nú á dögum geta fjölskyldur leyft
sér að fara reglulega í sumarfrí til útlanda
og njóta gæða sem fjölskyldur á árum áður
gátu ekki einu sinni látið sig dreyma um .
Halda menn, ef ríkið væri allsráðandi á sviði
ferðaþjónustu, að fjölskyldum gæfist kostur
á enn betri ferðum í sumarfríum sínum? Ef
menn eru sannfærðir um það, eiga þeir að
stíga fram og hreinlega leggja til opinberlega
að ríkið taki við þeim markaði . Hið sama
á við um matvörumarkaðinn og fjöl mörg
önnur velferðarsvið sem markaðurinn hefur
sinnt . Ef menn hafa hins vegar efa semdir
um slíkt þá eiga menn líka að vera opnir
fyrir því að leyfa einkaframtakinu að njóta
sín í mun meira mæli á velferðarmark aði en
nú tíðkast .
Lokaorð
Eins og gefur að skilja er þessari grein ekki ætlað að gera tæmandi úttekt á
vel ferðar kerfi okkar . Dæmin sem ég tók,
þ .e . um bætur vegna húsnæðiskostnaðar,
tann viðgerða ungmenna og atvinnumissis
fólks, eru einungis hugsuð til að varpa ljósi á
hvernig miðstýrt velferðarkerfi á vegum hins
opinbera þróast smátt og smátt í þá átt að
verða dýrt, óhagkvæmt og flókið milli færslu-
kerfi fyrir sjálfbjarga fólk í fastri vinnu í stað
þess að takmarkast við þann hóp fólks sem
getur sér littla björg veitt, t .d . vegna andlegrar
vanheilsu . Greinin var einnig skrifuð í þeim
tilgangi að minna á að hinn frjálsi markaður
er mun betur fær um að tryggja venjulegu
fólki þann velferðarstuðning sem það kýs
að búa við, t .d . á sviði atvinnuleysistrygg-
inga, en hið opinbera . Þetta er sérstaklega
brýnt nú þar sem skuldir ríkisins hafa aldrei
í sögu lýðveldisins náð viðlíka hæðum enda
er flestum að verða ljóst að ráðast verður
í róttækari breytingar á rekstri ríkis og
sveitarfélaga og hlutverki þeirra en menn
hafa áður séð dæmi um . Hið jákvæða er
þó það að ef velferðarkerfi okkar verður í
auknum mæli falið einkaaðilum, svo að
ekki sé minnst á önnur svið ríkisrekstrar, þá
munum við fá mun öflugra og hagkvæmara
velferðar kerfi en við höfum áður séð,
að minnsta kosti má búast við kerfi sem
byggir á skynsemi en ekki síauknum og
tilgangslausum milli færslum .
Hinn frjálsi markaður er mun betur fær um að
tryggja venjulegu fólki þann
velferðarstuðning sem það
kýs að búa við, t .d . á sviði
atvinnuleysistrygginga, en hið
opinbera . . . Ef velferðarkerfi okkar
verður í auknum mæli
falið einkaaðilum, svo að
ekki sé minnst á önnur svið
ríkisrekstrar, þá munum við
fá mun öflugra og hagkvæmara
velferðarkerfi en við höfum áður
séð, að minnsta kosti má búast
við kerfi sem byggir á skynsemi
en ekki síauknum og tilgangs -
lausum milli færslum .