Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 43
42 Þjóðmál SUmAR 2013
frá gyðingdómi getur vert þýtt annað en
frelsun heimsins frá auðmagnskerfinu .43
Schwarzschild vitnar í bréf Marx þar sem
hann kallar verkalýðsfrömuðinn Ferdin and
Lasalle „a Jewish nigger“, „niggara júða“ .
Mér hefur ekki tekist að finna frum útgáfu
bréfsins . En í enskri þýðingu bréfsins er talað
í mjög rasískum tóni um Lasalle vegna þess
að hann hafi haft negrablóð í æðum .44 Marx
og Engels voru yfirleitt mjög orðljótir um
allt og alla en það sannar hvorki að þeir hafi
verið gyðingahatarar né að þeir hafi fyrir-
litið verkalýðinn . Sem dæmi um illmælgi
þeirra má nefna að þeir kölluðu Bismarck
einatt „Pissmarck“ .45 Er líklegt að þeir hafi
meint það bókstaflega?
Marx segir árið 1843, í bréfi til Arnold
Ruges, að forystumenn gyðinga í Prúss landi
hafi komið að máli við sig og beðið sig um
að styðja bænarskjal sem gyðingar hygðust
senda þinginu . Hann segist vilja verða við
bón þeirra en játar að sér sé að vísu ekki ýkja
vel við gyðingatrúna sem slíka .46
Hvað það varðar er hann í (góðum?)
félags skap með Friedrich Nietzsche sem
bölv aði gyðingdómi og kristni en fordæmdi
um leið gyðingahatur og bar lof á gyðinga
sem fólk .47
Hann sagði sem frægt er orðið að Guð
væri ekki lengur á meðal vor .48 En þótt hann
hafi ekki verið andsemískur eru yfir lýsingar
hans um gyðingatrúna svo grodda legar að
nasistar gátu notað þær sér til framdráttar .
Svipaðar yfirlýsingar Marx um gyðing-
dóm mætti nota með sama hætti . 49
Minnast má þess að gyðingar voru beittir
kerfisbundnum órétti í Sovétríkjunum á
síðustu árum þeirra þótt sá óréttur ætti sér
líklega fremur rætur í rússneskum hefðum
en kenningum Karls Marx .
Á fyrstu árum Sovétríkjanna voru
margir gyðingar í forystu landsins, komm-
únistaflokkurinn stóð fyrir her ferð um gegn
gyðingahatri . Þetta breyttist þegar Stalín
tók völdin en honum virðist hafa verið í
nöp við gyðinga . Margt bendir til að hann
hafi ætlað að þjarma að gyðingum en hann
dó skömmu eftir að það ferli hófst .50
Alla vega töldu Marx og Engels að trú ar-
brögð væru ekki á vetur setjandi, þau væru
„óp í um fólksins“ . Marx gefur reyndar í
skyn að trú ar brögðin séu skiljanlegt andvarp
manna í hörðum, and- og hjartalausum
heimi .51 Takið eftir að hann segir ekki að trú-
ar brögðin séu ópíum handa fólkinu, það mun
vera seinni tíma viðbót, ættuð frá Lenín .52
En þessi viðbót er ekki endilega frávik
frá hugsun Marx og Engels . Þeir litu svo
á að trúarbrögðin væru öðrum þræði tæki
ríkjandi stétta til að fá alþýðuna til að sætta
sig við bág kjör sín . Hinum þræðinum
heimfæri maðurinn hæfileika sína og eig-
indir á Guð .53 Trúarbrögð myndu hverfa
(rétt eins og þjóðerni) þegar sósíalisminn
sigraði, samanber staðhæfinguna um að
gyðingar yrðu fyrst frelsaðir þegar gyðinga-
trúin hyrfi .
Eins og flestir vita var Marx af gyðingleg-
um uppruna en fjölskylda hans hafði turnast
til kristni þegar hann var sex ára gamall .
En Engels var ekki gyðingur og gagnstætt
þjóðrembungum í lok nítjándu aldar talar
hann gegn gyðingahatri . Það gerir hann í
Marx og Engels voru yfirleitt mjög orðljótir um allt og
alla en það sannar hvorki að þeir
hafi verið gyðingahatarar né að
þeir hafi fyrirlitið verkalýðinn . Sem
dæmi um illmælgi þeirra má nefna
að þeir kölluðu Bismarck einatt
„Pissmarck“ . Er líklegt að þeir hafi
meint það bókstaflega?