Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 50
Þjóðmál SUmAR 2013 49
aðferðum sem stuðst er við á Háskóla-
brú (námsstöð fyrir brott falls nemendur á
Keflavíkur flug velli), svokallaðri speglaðri
kennslu (flipped class room) . Námsefnið
er gert aðgengilegt á ver aldar vefnum og
nemendur kynna sér það áður en þeir mæta
í kennslustund . Þeim gefst þá tækifæri til
að kynna sér efnið fyrirfram, á þeim tíma
sem þeim hentar og eins oft og þeim
hentar, og þeir eru þannig undirbúnir
til að taka þátt í þeim umræðum sem
fram fara í skólastofunni . Slík kennsla
býður ekki upp á mikil undanbrögð eða
afsakanir og til að styrkja námsviljann
enn frekar er námið ekki ókeypis . Ekki er
komin nægileg reynsla á „flippið“ til að
segja til um árangur, en þessa nýbreytni í
kennsluháttum má þakka lögum #91 og
#92 frá 2008 sem losaði skólakerfið úr
viðjum forræðisstjarfans .
Hér er verið að vinna þarft verk, þótt seint sé í rassinn gripið og á bakvið
búi friðun samviskunnar, þ .e . hækkun
mennt unarstigsins tölfræðinnar vegna .
En er ekki eitthvað að þegar öll umræðan
gengur út á að bæta skaða sem nú þegar
er skeður? Þótt nýr ráðherra hafi eflaust
í mörg horn að líta þá væri æskilegt, í
þessu samhengi, að hann rifjaði upp gamla
máltækið, Á skal að ósi stemma og beindi
augum sínum að upptökum vandans,
þ .e . leiðanum sem fælir flesta nemendur
frá námi . Þessi vandi er ekki bundinn
við Ísland . Um allan heim er unnið að
umbótum á kennsluháttum í samræmi
við nýjar samfélagslegar þarfir . Allra leiða
er leitað til að bæta árangur og eru Svíar
þar framarlega . Síðastliðið haust var hér
staddur Odd Eiken á vegum Samtaka
skattgreiðenda og hélt hann fyrirlestur um
sérskóla í Svíþjóð . Þar var valkorta-kerfi
(voucher-system) tekið upp fyrir tveimur
ára tugum . Valkortakerfið leyfir einka rekst-
ur skóla bæði á grunn- og framhalds skóla-
stigi . Skólarnir eru einvörðungu reknir á
þeirri fjárveitingu sem fylgir valkortinu
frá sveitarfélaginu (meðalkostnaður á
nem anda), en mega nálgast markmið sín
að vild svo fremi sem kröfum um grunn-
færni er fullnægt . Samræmd próf tryggja
að svo sé . Fjölmargir slíkir skólar hafa
sprottið upp og er Kunskapskolan, sem
Odd Eiken er talsmaður fyrir, einn þeirra .
Kunskapskolakerfið tekur tillit til ein-
staklings bundinna þarfa nemandans, sem
jafnframt er gerður meðábyrgur fyrir námi
sínu með þátttöku í skipulagi þess, hraða
og markmiðum . Kennarar sinna nem-
endum á einstaklingsgrundvelli . Náms-
árangur nemenda Kunskapskolan, sam-
kvæmt niðurstöðu samræmdra prófa, er
mæl an lega meiri en opinberu skólanna,
sem þó hafa bætt stöðu sína merkjanlega
vegna samkeppninnar . Kunskapskolan
rekur nú um 30 skóla í Svíþjóð, en
þegar losað var um menntakerfið þar
Í Svíþjóð var valkorta-kerfi (voucher-system) tekið upp fyrir
tveimur áratugum . Valkortakerfið
leyfir einkarekstur skóla bæði á
grunn- og framhaldsskólastigi .
Skólarnir eru einvörðungu reknir
á þeirri fjárveitingu sem fylgir
valkortinu frá sveitarfélaginu
(meðalkostnaður á nem anda), en
mega nálgast markmið sín að vild
svo fremi sem kröfum um grunn-
færni er fullnægt . Samræmd próf
tryggja að svo sé . . .