Þjóðmál - 01.06.2013, Page 56
Þjóðmál SUmAR 2013 55
Þetta er það sem í hagfræðinni er kallað
moral hazard eða siðrof .
Unga fólkið
Það eru mörg tækifæri sem ungt fólk hefur í dag, hvort sem er á Íslandi, í öðrum
Evrópu löndum eða annars staðar . Þessi tæki-
færi eru þó ekki bundin við inngöngu okkar í
ESB . Nefna má að aðlög unar sinn ar tala um að
með inngöngu fái ungt fólk meiri möguleika
á að komast í háskóla í Evrópu . Við höfum
hins vegar þessa möguleika nú þegar úti um
alla Evrópu, í gegnum EES-samninginn .
Það sem bætist við, ef gengið er í ESB, er
að námsgjöldin í Bretlandi mundu lækka . Í
einu landi í Evrópu yrðu því breytingar þegar
kemur að háskólagjöldum fyrir ungt fólk . Við
getum augljóslega skapað sjálf möguleika fyrir
ungt fólk án þess að ganga í ESB .
Þú borgar
Eitt er það sem aðlögunarsinnar gleyma oft að nefna við áheyrendur sína þegar
þeir keppast við að selja ágæti inn göngu í
ESB . Þeir gleyma að nefna að við Íslendingar
munum verða svokallaður nettógreiðandi
í sambandinu, þ .e .a .s . Ísland mun greiða
meira til sambandsins en við fáum úr því .
Þegar við sóttum um á sínum tíma voru til
að mynda Þjóðverjar nokkuð ánægðir með
að að fá okkur . Þá sáu þeir fram á að fá þjóð
inn í sambandið sem mundi greiða meira til
ESB en þjóðin fengi til baka . Mörgum tölum
hefur verið fleygt í þessu samhengi og er þar
um að ræða allt frá þrjú þúsund milljónum
(3 milljörð um), upp í 6 milljarða og meira .
Ég set þessar tölur þó fram hér með fyrirvara
þar sem þetta hefur ekki verið reiknað til
hins ítrasta, en þessir 6 milljarðar gætu verið
nokkuð nærri lagi .
Þessi staðreynd, að við munum borga
fyrir það að vera hluti af ESB, er eitthvað
sem aðlögunarsinnar virðast ekki vilja tjá
sig mikið um . Þeim fjármunum sem við
munum greiða í heild til sambandsins áður
en þeim verður svo úthlutað í styrki til okkar
aftur verður ekki endilega úthlutað á þá staði
sem við myndum sjálf kjósa . Það eru ýmis
sjónarmið sem verða lögð til grundvallar við
úthlutun styrkjanna í samræmi við þá stefnu
sem ESB hefur innan vébanda sinna . Það
er ekki aðeins að við munum greiða meira
í sambandið en við fáum til baka heldur
gefum við einnig eftir yfirráð okkar til að
úthluta þessu fé alveg sjálf .
Ísland já takk, ESB nei takk
Hér hefur verið stiklað á stóru, enda mikið og stórt málefni sem um ræðir .
Það er nauðsynlegt fyrir fólk að kynna sér
hvað ESB er og hvort það henti okkur . Eftir
að hafa skoðað málið tel ég Íslendingum ekki
henta að ganga í sambandið og óþarfi að
henda fjármunum í aðlögunarferli það sem
við hófum árið 2009 . Ísland getur alltaf gert
breytingar sem við teljum vera til hins betra
og við þurfum ekki að ganga í ríkjasamband
til að gera betur eða lagfæra hvaðeina sem
betur má fara . Ég treysti íslenskri þjóð til
að halda vel á spilunum í framtíðinni, sem
þátttakandi á alþjóðasviðinu . Lokum okkur
ekki inni í þeim litla hluta heimsins sem ESB
er, horfum á heiminn allan . Ég segi því Ísland
já takk, ESB nei takk .
É g fór til Spánar áður en evran var tekin upp þar og gat keypt
hluti frekar ódýrt á meðan á dvöl
minni stóð . Næst þegar ég fór
þangað eftir að evran mætti á svæðið
höfðu vörur hækkað umtalsvert .
Þetta er raun verul eg hætta sem
fylgir gjaldmiðilsbreyt ingu . . .