Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 58

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 58
 Þjóðmál SUmAR 2013 57 Opinber heimsókn SE gerði húsrannsókn hjá Kreditkorti hf . (Eurocard-Europay-MasterCard) í júní 2006 . Þeir höfðu verið fyrr um daginn hjá Greiðslumiðlun hf . — Visa Íslandi . Kollega mínum, Halldóri Guðbjarnasyni, var mjög brugðið . Honum fannst eins og einhver ókunnugur hefði skriðið upp í rúmið til sín, sagði hann í sjónvarpsviðtali um kvöldið . Starfsmenn stofnunarinnar litu inn hjá mér í lok sama vinnudags . Ég bauð þau velkomin og leið vel í ljósi vitneskju minnar um sam- keppnismál fjármálageirans . Þau voru lúin eftir langan dag hjá Visa . Afrit fengu þau af tölvugögnum mínum og höfðu með sér nokkur skjöl af mínu borði, en annað var það ekki . Ég hafði alltaf mjög gott persónulegt samband við starfsmenn SE, og var það til þess fallið að efla skilning á báða bóga . Frá þessum tíma í júní 2006 og fram í janúar 2008, þegar niðurstöður voru birtar, hafði stofnunin aldrei samband við mig . Ég undraðist það og á miðju ári 2007 hafði ég frumkvæði og bað Pál Gunnar um að fá að koma og gefa stofnuninni skýrslu . Ég vildi vísa á mikilvæg gögn meðal þeirra rafrænu skjala sem hún haldlagði ári fyrr . Umbeðinn fundur fékkst ekki, svo undarlega sem það kann að hljóma . „Vertu feginn,“ sagði lög- maður félagsins við mig, „þetta þýðir að þú ert ekki aðili að málinu og ert þar með laus við það .“ Annað kom þó á daginn . Viðbrögð forstjóra SE við beiðni minni eru sérkennileg í ljósi þess að í samkeppnis- lög um er að finna ákvæði sem hvetja stjórn- end ur til samstarfs um að upplýsa mál . Þá hvílir ótvíræð rannsóknarskylda á stjórn- völd um skv . stjórnsýslulögum . Í september 2007 varð mér ljóst að stjórn Kreditkorts hf . stóð í viðræðum við SE á þeim grunni að hún ætlaði að játa samkeppnisbrot á hendur félaginu . SE hafði samið við hinn seka, stjórnina, sem fallist hafði á að játa brot, um að ég fengi ekki að koma mínum ábendingum að . Var ég þó augljóslega sá sem best þekkti til mála . Þetta er auðvitað í aðra röndina skondin vitleysa, að stjórnvald semji við hinn seka um að takmarka rannsókn máls, en sýnir vel á hvaða plani lögfræðin innan SE er . Þessi framganga stjórnar félagsins gerði mér ókleift að vinna fyrir hana . Vel undirbúinn lét ég af störfum snemma í október 2007 í ágætu samkomulagi við stjórnina hvað starfslokin og raunar allt annað en samkeppnismálið varðaði . Árin mín hjá Kreditkorti voru hamingjutími í lífi mínu og hugsa ég alltaf og eingöngu með þakklæti og ánægju til samstarfs við stjórn og starfsfólk félagsins . Í þessari grein ætla ég að segja frá minni hlið á „Stóra kortasamráðsmálinu“ til þess að öðrum séu ljós vinnubrögð SE . Ráðgjafar á sviði almannatengsla mundu vafalaust ráða mér frá að hrófla við þessu máli . Moldrykið, sem upp var þyrlað, er nú sest . Sjálfsagt verður því þyrlað upp á ný . Ég met þetta hins vegar öðruvísi . Margir kjósa að „setja Í þessari grein segi ég frá minni hlið á „Stóra kortasamráðs- mál inu“ til þess að öðrum séu ljós vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins . Ráðgjafar á sviði almannatengsla mundu vafalaust ráða mér frá að hrófla við þessu máli . Moldrykið, sem upp var þyrlað, er nú sest . Sjálfsagt verður því þyrlað upp á ný . Ég met þetta hins vegar öðruvísi . Margir kjósa að „setja kíkinn fyrir blinda augað“, ég er ekki þeirra á meðal, hef ekki þetta blinda auga . . .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.